Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Myndir úr óvissuferð

Við Magnea í Í Hellisheiðarvirkjun

Hissa á fótvissi

Jæja, óvissuferðin kom og fór og enn er ég í heilu lagi.  Margir höfðu samband við mig á laugardeginum og óskuðu eftir að vita hvað ég braut í þetta sinnið.  Mér fannst ekki laust við að örlaði á vonbrigðum hjá vinum og fjölskyldu yfir því að ekkert væri brotið.   Ferðin var vellukkuð í alla staði og allir virtust skemmta sér vel.  Fyrst skoðuðum við hraunmyndanir sem heita Tröllabörn sem eru rétt hjá Lækjarbotnum.  Næst var skoðuð Hellisheiðavirkjun sem við auðvitað mátum í gegnum heilbrigðisfulltrúagleraugun.  Þá var stoppað í Hveragerði og farið í leiki á planinu gengt Eden.  Loks var endað með humarveislu á veitingastaðnum Í fjöruborðinu á Stokkseyri.  Frábær matur, frábær stemning.  Þegar í bæinn var komið fór þæga fólkið allt heim en þeir sem sprækari voru skelltu sér í bæinn.  Skemmst er frá að segja að ég og Ólöf vinnufélagi djömmuðum lengst, enda ungar og einhleypar konur.  Við vorum aftur á móti ungar og frekar ræfilslegar konur daginn eftir...  En ég kvarta ekki yfir smá timburmönnum þegar fótbrotunum er sleppt. 

Ertu viss um að vera fótviss í óvissuferð ?

Á morgun förum við í óvissuferð í vinnunni og að sjálfsögðu ætla ég að skella mér.  Vinnufélagar mínir hafa þó af því nokkrar áhyggjur.  Kannski ekki að ósekju miðað við reynsluna úr síðustu óvissuferð.  Það dró aðeins úr skemmtanagleði fólksins þegar ég braut ökklann í þeirri ferð.  Það er eitthvað við það að hlusta á kvalaöskur vinnufélaga síns sem er slæmt fyrir stemninguna.  Hún Kata komst þarna að því hvernig ég er inni við beinið - í orðana fyllstu.  Opin beinbrot eru alltaf skemmtileg.  Þannig að í ár stefni ég að því að halda öllum útlimum heilum.  Ekkert hopp og skopp !  Enda er ég viss um að röntgenaugu hinna munu hvíla á mér og ég mun ekki einu sinni ná að hallast út á hlið áður en einhver grípur mig Wink   Ég ætla að halda mig á beinu brautinni og beina skrefum mínum frá öllum óvissuþáttum, sérstaklega þegar þeir krefjast þess fótvissi og fótafimi.  Síbrotaferlinum er lokið ! (7-9-13)

Barnahelgi

SonjudóttirÞema helgarinnar voru krúttileg börn til að knúsSindri með litlu systura.  Steingrímur litla mús var hjá mér alla helgina, í fyrsta sinn eftir að hann varð fjögurra ára.  Til lukku elsku karlinn minn Wizard   Á föstudaginn fór ég svo á Selfoss með fríðu föruneyti (vinkvensuhópurinn) og heimsótti Sonju vinkonu og nýfædda dóttur hennar.  Ég benti henni að sjálfsögðu á hvað nafnið Svava er gullfallegt.  Verður spennandi að vita hvort hún tekur sig til og notar það... Wink  Sindri sonur hennar er líka nýorðinn 4 ára og fær því einnig hamingjuóskir Smile   Litla daman var alveg ómótstæðileg, lítiEyrúnl og nett með dökkan hárlubba.  Þvílík fegurðardís!  Á sunnudaginn hitti ég svo systurnar Örnu og Eyrúnu Sifjardætur.  Eyrún sýndi Hilda, Arna og Eyrúnhve dugleg hún er að kasta bolta og Arna lagaði sér kakó eftir kúnstarinnar reglum.  Smakkaði aðeins á kakóinu og var með flottan kakóhring umhverfis munninn áður en yfir lauk LoL   Ég skilaði Steingrími á mánudagsmorguninn svo nú þjáist ég af fráhvarfseinkennum.  Ég þarf að sjá fleiri kríli !  Kannski Steingrímurget ég náð að sjá frændurnar á morgun, það ætti að laga þetta.  Góða nótt !

Þýskur leikjasjónvarpsþáttur með peningaverðlaunum og dillandi silikon brjóstum

Við Júlíana höfðum um 18 sjónvarpsstöðvar um að velja þegar við slöppuðum af á hótelherberginu á kvöldin úti í Búdapest.  Eitt kvöldið rákumst við á leikjaþátt á einni þýsku stöðinni.  Á skjánum voru níu bókstafir, upplýsingar um hvernig hægt væri að senda inn sms eða hringja inn svör og til hliðar við bókstafina stóð ung kona í bikini.  Peningaupphæð í evrum blikkaði á skjánum og stúlkan talaði stanslaust með ákafri röddu.  Okkur skildist helst (menntaskólaþýskan mín orðin verulega ryðguð) að raða ætti saman orði úr bókstöfunum níu.  Við skemmtum okkur við að reyna að finna orð út úr þeim og enduðum á orðinu Malltbach.  Hvað það þýðir...því ráðið þið Smile   Peningaupphæðin á skjánum hækkaði reglulega, stúlkan varð æ æstari og skyndilega svipti hún af sér bikinitoppnum, okkur Júllu til undrunar.  Hún hélt svo áfram að hvetja áhorfendur og að sjálfsögðu gerði hún það með miklu handapati svo að brjóstin sveifluðust til og frá.  Silikon, sagði Júlla brjóstasérfræðngur, sem í starfi sínu hefur séð þau ófá.  Hún krosslagði gjarnan hendurnar fyrir aftan höfuð svo að dýrgripirnir nytu sín sem best.  Reglulega breyttist bakgrunnurinn og sýnd var þar nærmynd af brjóstunum góðu.  Þetta er sennilega hallærislegasti leikjaþáttur sem framleiddur hefur verið.  Aldrei virtist nokkur vinna pening, alltaf hækkaði upphæðin og brjóstin sveifluðust í sífellu.  Loks gáfumst við upp á að horfa og munum því aldrei komast að því hvert orðið góða var Woundering   Næsta kvöld á eftir tékkuðum við á þessu aftur og var allt við það sama hjá stúlkunni, sem við nú vissum að heitir Yvonne.  Við reyndum að skipta af og til á þáttinn til að sjá hvernig hann endaði en misstum af því.  Eftir miðnætti byrjaði bara hallærislegt lesbíuklámatriði.  Við náðum aldrei nákvæmlega út á hvað þátturinn gekk og ekki náum við því hvað dillandi silikonbombur Yvonne höfðu með málið að gera.  Við vorum amk sammála um eitt.  Ef brjóstin áttu að draga karla að skjánum til að keppa, hví ættu þeir að hringja inn svarið ? Það myndi væntanlega enda þáttinn og þar með taka brjóstin af skjánum.  Ótrúlegt að svona lágkúra skuli viðgangast og þar að auki vera nógu vinsæl til þess að Yvonne er heimasíðu sinni á netinu (sem ég fletti upp af heilbrigðri forvitni) titluð stjarna vegna þáttöku sinnar í þættinum.  Algert Malltbach, segi ég bara.

Gúllassúpa er dúndurgóð :-)

Útsýnið frá Géllert hæðJæja, þá er maður kominn heim þinghúsiðeftir góða ferð.  Það varð 6 tíma seinkun á fluginu heim en til allrar lukku þurftum við aðeins að eyða tveimur af þeim á flugvellinum, restinni gátum við eytt í borginni.  Búdapest er falleg borg og skartaði sínu fegursta í glimrandi haustveðri.  Það var sól allan tímann og þó það væri dálítið svalt þegar vindurinn blés var veðrið nær fullkomið.  Við fórum vítt og breitt um borgina, skoðuðum m.a. frelsisstyttuna, Citadella virkið, kastalann, þinghúsið, hellakirkju og dýragarðinn Smile  Skruppum einnig í smábæinn Sztendre sem er skammt frá Búdapest, afar huggulegt lítið þorp með fuuullt af varningi til sölu.  Maturinn var mjög góður og að sjálfsögðu brögðuðum við hina rómuðu gúllassúpu oftar en einu sinni.  Þvílíkt sælgæti !!  Búin að ná mér í uppskrift - nú er bara að reyna að endurskapa bragðið !  Vart þarf að taka fram að bjórinn var góður.  Nú er ferðalögum lokið í bili og ég mun halda mig á klakanum.  Nema einhver sé með góða hugmynd um ferð - ég er svo sem alltaf til í tuskið !

Farin til Búdapest :-)

Jæja, 4 klst. í að ég eigi að vakna og fara út á völl !  Kem aftur 16. október - tah dah !!

Marblettína Maxíma

Stjörnumarblettir !Hverjar eru líkurnar á því að manneskja sem hefur rekið tærnar í einu sinni í dag reki þær í fimm sinnum í viðbót ?  Svar: Líkurnar eru bara að verða betri og betri !  Ííík !  Fæturnir á mér eru þaktir marblettum og nú bætast tærnar við.  Í viðbót við þá fötlun að dansa minna og geta ekki verið með bakpoka fylgir ónýtu ökklunum viss jafnvægisskortur sem ekki var áður.  Stundum missi ég því jafnvægið og lendi þá ósjaldan utan í húsgögnum, helst borðshornum. Renndi mér t.d. á borðshorn þegar ég fór út að borða á föstudaginn.  Að launum hlaut ég risamarblett sem þekur stóran hluta hægra læris.  Samtals á báðum fótleggjum er ég með 13 marbletti.  Svo er eftir að telja á handleggjunum...  Hefði ég verið uppi á tíma rómverska heimsveldisins hefði ég heitið Marblettína Maxíma.  Læt fylgja með mynd af mínum most impressive marblettum, frá bílslysinu 2004.  Geri aðrir betur !


Hætt að ganga með bakpoka og dansa minna

Á föstudaginn fékk ég afhentar niðurstöður úr örorkumati á vinstra fæti.  Mér var dæmd 15% varanleg örorka sem er sama niðurstaða og með hægri fótinn.  Gaman að hafa þetta í stíl Sideways   Við Magnea vinkona skemmtum okkur hinsvegar konunglega yfir orðalaginu í skýrslunni.  Þegar svona mat er framkvæmt er tekið viðtal þar sem maður er spurður m.a. út í ýmislegt varðandi daglegt líf.  Eitthvað hefur skolast til í þessu viðtali ef marka má textann.  Þar stendur m.a. að hin slasaða hafi áður farið í lengri gönguferðir með bakpoka en fari nú eftir slysið í styttri gönguferðir án bakpoka.  Haahahahahhah !!  Ég hef aldrei farið í gönguferð með bakpoka LoL  Það er hinsvegar rétt að ég fer í styttri gönguferðir núna sem ég og sagði lækninum, bakpokadæmið er aftur á móti hans eigin viðbót !  Önnur setning sem vakti kátínu var þessi: Slasaða getur ekki hlaupið eða stokkið og dansar minna.  Dansar minna ?  Minna en hvað ?  Gefur til kynna að ég hafi verið alger dancing queen hér áður Joyful   Ekki rekur mig minni til þess að hafa talað um danshæfni mína við matslækninn, enn og aftur hefur hann notað hugarflugið.  Kannski séð mig fyrir sér svífandi um gólfið í örmum myndarlegs dansherra og svo núna sitjandi eina út í horni, horfandi á fima dansara með tár á hvarmi.  Jæja, ætlaði að stökkva í rúmið en mundi þá að ég get hvorki hlaupið né stokkið, á meira að segja pappír upp á það !  Góða nótt Cool

Fetað í fótspor móður sinnar

Oft talar fólk um það með stolti að börnin feti í þeirra fótspor í lífinu.  Það geta líka oft verið gæfuspor fyrir börnin - en ekki alltaf, eins og sannaðist á föstudaginn.  Um eftirmiðdaginn fékk ég hringingu frá dóttur minni sem sagðist hafa tognað á litlu tánni við að húrra niður stigann heima hjá pabba sínum.  Hún var stödd á frjálsíþróttaæfingu en treysti sér ekki til að halda áfram.  Mamman sótti afkvæmið en var frekar efins í því að meiðslin væru alvarleg.  Skoðun á tánni á veitingastað skömmu síðar (afar lystaukandi) varð ekki til að breyta því áliti.  Táin var jú svolítið bústin en leit annars ekki illa út.  Áfram kvartaði afkvæmið samt og hoppaði um allt á einum fæti.  Við brugðum okkur svo í heimsókn eftir kvöldmat og ágerðust þá verkirnir.  Ég ákvað því að kíkja aftur á tánna og þá voru hlutirnir heldur betur breyttir.  Táin var orðin margföld og mikil bólga fyrir neðan hana.  Hún var einnig fallega fjólublá með hvítum blettum.  Full samviskubits yfir fyrri efasemdum um alvarleika málsins brunaði ég með hana á slysadeildina.  Við komumst í forgang þar sem hún flokkast enn sem barn.  Okkur var því vísað inn á barnabiðstofuna þó daman sýndi nú lítinn áhuga á dótinu sem þar bauðst.  Wink   Táin góða var röntgenmynduð og viti menn, hún var brotin !!  Það verður því lítið um æfingar hjá íþróttakonunni minni næstu 3 vikur.  Mér finnst ágætt að hún taki sér mig til fyrirmyndar að mörgu leyti, en alger óþarfi að fara að apa eftir beinbrotunum mínum !!!  Cindy vinkona var í heimsókn og fór með okkur upp á deild.  Hún benti mér á hve grunsamlega þetta leit út - barnið "datt niður stiga".  Alger klisjuafsökun fyrir heimilisofbeldi !! Ef barnaverndarnefnd bankar upp á bendi ég á að "slysið" gerðist hjá pabba hennar Cool

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband