Þýskur leikjasjónvarpsþáttur með peningaverðlaunum og dillandi silikon brjóstum

Við Júlíana höfðum um 18 sjónvarpsstöðvar um að velja þegar við slöppuðum af á hótelherberginu á kvöldin úti í Búdapest.  Eitt kvöldið rákumst við á leikjaþátt á einni þýsku stöðinni.  Á skjánum voru níu bókstafir, upplýsingar um hvernig hægt væri að senda inn sms eða hringja inn svör og til hliðar við bókstafina stóð ung kona í bikini.  Peningaupphæð í evrum blikkaði á skjánum og stúlkan talaði stanslaust með ákafri röddu.  Okkur skildist helst (menntaskólaþýskan mín orðin verulega ryðguð) að raða ætti saman orði úr bókstöfunum níu.  Við skemmtum okkur við að reyna að finna orð út úr þeim og enduðum á orðinu Malltbach.  Hvað það þýðir...því ráðið þið Smile   Peningaupphæðin á skjánum hækkaði reglulega, stúlkan varð æ æstari og skyndilega svipti hún af sér bikinitoppnum, okkur Júllu til undrunar.  Hún hélt svo áfram að hvetja áhorfendur og að sjálfsögðu gerði hún það með miklu handapati svo að brjóstin sveifluðust til og frá.  Silikon, sagði Júlla brjóstasérfræðngur, sem í starfi sínu hefur séð þau ófá.  Hún krosslagði gjarnan hendurnar fyrir aftan höfuð svo að dýrgripirnir nytu sín sem best.  Reglulega breyttist bakgrunnurinn og sýnd var þar nærmynd af brjóstunum góðu.  Þetta er sennilega hallærislegasti leikjaþáttur sem framleiddur hefur verið.  Aldrei virtist nokkur vinna pening, alltaf hækkaði upphæðin og brjóstin sveifluðust í sífellu.  Loks gáfumst við upp á að horfa og munum því aldrei komast að því hvert orðið góða var Woundering   Næsta kvöld á eftir tékkuðum við á þessu aftur og var allt við það sama hjá stúlkunni, sem við nú vissum að heitir Yvonne.  Við reyndum að skipta af og til á þáttinn til að sjá hvernig hann endaði en misstum af því.  Eftir miðnætti byrjaði bara hallærislegt lesbíuklámatriði.  Við náðum aldrei nákvæmlega út á hvað þátturinn gekk og ekki náum við því hvað dillandi silikonbombur Yvonne höfðu með málið að gera.  Við vorum amk sammála um eitt.  Ef brjóstin áttu að draga karla að skjánum til að keppa, hví ættu þeir að hringja inn svarið ? Það myndi væntanlega enda þáttinn og þar með taka brjóstin af skjánum.  Ótrúlegt að svona lágkúra skuli viðgangast og þar að auki vera nógu vinsæl til þess að Yvonne er heimasíðu sinni á netinu (sem ég fletti upp af heilbrigðri forvitni) titluð stjarna vegna þáttöku sinnar í þættinum.  Algert Malltbach, segi ég bara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afar athyglisvert.  Þó hefði mátt fylgja með mynd, eða slóð á heimasíðuna.

Benedikt (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Heimasíða Yvonne er: www.yvonne-dupont.de

Svava S. Steinars, 19.10.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og Maltbach þýðir ?

Halldór Sigurðsson, 20.10.2007 kl. 21:52

4 Smámynd: Rebbý

fæ svona Fimbulfambs flashback, eða var það ekki nafnið á leiknum sem við spiluðum svo oft hérna í denn eftir einn eða tvo Capteina?  Merkilegt hvað við áttum bágt með að finna rétta þýðingu orðanna þar ........ hehehe

Rebbý, 21.10.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband