Marblettína Maxíma

Stjörnumarblettir !Hverjar eru líkurnar á því að manneskja sem hefur rekið tærnar í einu sinni í dag reki þær í fimm sinnum í viðbót ?  Svar: Líkurnar eru bara að verða betri og betri !  Ííík !  Fæturnir á mér eru þaktir marblettum og nú bætast tærnar við.  Í viðbót við þá fötlun að dansa minna og geta ekki verið með bakpoka fylgir ónýtu ökklunum viss jafnvægisskortur sem ekki var áður.  Stundum missi ég því jafnvægið og lendi þá ósjaldan utan í húsgögnum, helst borðshornum. Renndi mér t.d. á borðshorn þegar ég fór út að borða á föstudaginn.  Að launum hlaut ég risamarblett sem þekur stóran hluta hægra læris.  Samtals á báðum fótleggjum er ég með 13 marbletti.  Svo er eftir að telja á handleggjunum...  Hefði ég verið uppi á tíma rómverska heimsveldisins hefði ég heitið Marblettína Maxíma.  Læt fylgja með mynd af mínum most impressive marblettum, frá bílslysinu 2004.  Geri aðrir betur !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er snillingur í að merja mig, berja mig, klessa mig, klemma mig og klípa mig. Ég get gert ótrúlegustu hluti á því sviði. Þetta er greinilega í ættinni.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.10.2007 kl. 13:57

2 identicon

Fór til Tenerife um daginn með ca 6 marbletti eftir eitthvað sem ég veit ekki um. 1  brunasár eftir eldamennsku kvöldið áður en við fórum og eina risastóra frunsu. Svo skemmtilega skrautleg alls staðar

Hildur Þöll (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 12:35

3 Smámynd: Rebbý

snillingur getur þú verið vinkona,  spurning að nýta þetta sem pickup línu næst ... viltu telja marblettina mína ???? 

Rebbý, 10.10.2007 kl. 18:41

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mæli með að þú fáir þér bíl með hnjáloftpúðum fyrir næstu klessu

Haraldur Rafn Ingvason, 17.10.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband