Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ný viðbót við dýragarðinn

LoðmundurJæja, þar kom að því.  Það var að bætast í dýragarðinn minn.  Enn og aftur.  Það vill svo til að á netinu er síða sem heitir dyrahjalp.org.  Þar er að finna upplýsingar um dýr sem vantar nýtt heimili og sjálfboðaliðar miðla málum til að gera það mögulegt.  Þessa síðu heimsæki ég reglulega til að kvelja mig, því auðvitað langar mig í öll dýrin á síðunni.  Ég hef samt náð að hemja mig... þar til núna.  Loðhömstrum vantaði nýtt heimili og ég bauð mig fram...og á nú hvítan loðhamstur sem varð fyrir einelti frá bróður og er feginn að vera kominn í frið og ró.  Hér með fylgir mynd af Loðmundi, eins og hann heitir núna Tounge  Lofa að bæta ekki meiru við straaax...

 


Sætustu frændur í heimi

Fyrir viku síðan fór ég með Svanhildi systur,  Ragnari, strákunum þeirra og Möggu systur í Gerðuberg en þar var barnahátíð í gangi.  Boðið var upp á andlitsmálun og drengirnir vildu endilega fá málningu svo foreldrarnir stilltu sér upp í biðröð.  Aðeins tvær voru í að mála og fullt af fólki að troðast fram fyrir svo biðin tók meira en klukkustund!!!! En loks komust drengirnir að og hér birtast myndir af litlu ljóni og kóngulóarmanni LoL

KóngulóinVefurinn

 

 

 

 

 

 

Ljónið :)


Hilda tekur við viðurkenningu í Ráðhúsinu

ÍR frjálsíþróttahópurinn tekur við viðurkenningumÁ fimmtudaginn fórum við foreldrarnir með dóttur okkar í Ráðhús Reykjavíkur en þar fór fram afhending viðurkenninga til reykvískra íþróttamanna sem unnu meistaratitla á síðasta ári.  Þetta var enginn smá hópur, enda allar mögulegar íþróttir sem stundaðar eru hér.  Held að alls hafi þetta verið 500 meistaratitlar!  Hún fékk líka svona viðurkenningu í fyrra.  Hilda hefur þegar unnið meistaratitla í ár svo hún fær aftur viðurkenningu næsta ár, en þá verður pabbi hennar með henni þar sem hann vann titil á öldungamóti í frjálsum!  Ég held hinsvegar að bið verði á að ég bætist í hópinn.. Hér er mynd af ÍR frjálsíþróttahópnum að taka við sínum viðurkenningum, Hilda er í vinstra horninu, beint fyrir aftan stelpurnar tvær sem eru í enda fremstu raðarinnar.

Ingjaldur Narfi Pétursson 17.júlí 1922 - 10. febrúar 2009

IngjÍ minningu Gjaldaaldur bróðir hans pabba dó í síðustu viku.  Gamli maðurinn datt og lærbrotnaði, fór í aðgerð og vaknaði aldrei aftur.  Það var sorglegt að missa hann en gott að hann slapp við enn eina sjúkrahúsleguna.  Í dag var kistulagningin og svo jarðarförin þar á eftir.  Athafnirnar voru í Neskirkju og Sigurður Árni Þórðarson jarðsöng.  Athöfin var falleg og persónuleg, við ættingjarnir vorum öll afar ánægð með hana.  Jarðsett var í Garðakirkjugarði á Álftanesi, þar sem pabbi hvílir, svo þeir eru saman núna bræðurnir.  Gjaldi frændi var alveg afskaplega ljúfur maður og var alltaf góður við okkur frænkur sínar.  Það brást ekki að hann ætti til smá sælgæti að gefa okkur ef við komum í heimsókn og við fengum gjarnan nesti með okkur heim.  Ég man sérstaklega eftir brosinu hans og hlátrinum.  Hann passaði alltaf upp á að kaupa fínar jólagjafir handa okkur systrum í útlöndum og okkur hlakkaði alltaf til að fá pakkann frá honum og Gullý frænku.  Blessuð sé minning hans og megi hann hvíla í friði.

Gamlar myndir :)

Ég var að láta skanna inn fyrir mig nokkrar gamlar myndir frá góðu gömlu æskudögunum.  Slatti er kominn inn á Facebook, set smá sýnishorn hér.  Já, þeir góðu gömlu dagar!

Ég eftir sýningu grunnskólanema í Laugardalshöll, held 13 áraSætt ungabarn :)


Hræðilegt mál

Ég hef fylgst með þessu máli undanfarið ár, þetta er alveg hreint skelfilegt hvað þessi kona gekk langt í afbrýðisemi sinni.  Algert kraftaverk að móðirin lifði af.  Moggamenn hafa hinsvegar ekki lesið fréttirnar af þessu vel, börnin voru ekki stungin heldur drepin með hamri.  Ekki það að útkoman er sú sama en þetta er lélegur fréttaflutningur hjá þeim.


mbl.is Ævilangt fangelsi fyrir að myrða tvö börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engla- og djöflabjórkvöld :)

Síðastliðinn föstudag var haldið engla- og djöflabjórkvöld í vinnunni.  Fólk var hvatt til þess að mæta í búning eða með eitthvað sem gæfi til kynna í hvoru liðinu það væri.  Ekki þarf að spyrja hvoru megin ég var...  Þetta var mjög gaman, við útbjuggum líka stór spjöld sem fólk gat stungið hausnum í gat og látið taka mynd af sér sem annaðhvort engill eða djöfull.  Ég fór á djammið á eftir, með rauða halann ennþá á mér en var reyndar búin að taka niður hornin Devil  Frábær skemmtun eins og sjá má á myndunum :)

Ég í gírnum :)Djöflar og englar að skemmta sérÉg sem engill


Meistaramót unglinga 15-22 ára - ÍR-ingar íslandsmeistarar félagsliða :)

Lið ÍR sigraði heildarstigakeppni félaga á Meistaramóti unglinga 15-22 ára innanhúss sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina og lauk í dag. ÍR hlaut alls 354 stig, FH varð í öðru sæti með 198 stig og Fjölnir í þriðja sæti með 124 stig. ÍR ingar sigruðu stigakeppnina í þremur aldursflokkum eða í meyja, drengja og ungkvennaflokki.  Hildan mín var stigahæsta meyjan og fékk að taka við bikarnum Smile  Hún vann kúluvarpið og stangarstökkið.  Til lukku Hilda mín!  Hér er mynd af vinningsliði ÍR, Hilda er fjórða frá hægri í neðri röð.

MI15-22ara_inni09_IR


Helginni að ljúka og lífið er ljúft

Jæja, enn ein helgin liðin og heill mánuður liðinn af nýja árinu.  Jahérna, tímin flýgur eins og óð fluga Smile   Steingrímur var hjá mér um helgina og má sjá myndir og frásögn af því á síðunni hans hér.  Við Doddi gæðir sér á vínarbrauðifengum heimsókn í gærmorgun frá Kristínu Önnu vinkonu og Dodda litla syni hennar.  Dodda leist vel á dótið hér og Freyja heimtar meira klórvar spenntur fyrir að klappa kanínunni.  Kanína sætti sig við klappið en fannst hann greinilega frekar vafasamur...   Kristín kom færandi hendi með góðar veitingar og Dodda fannst vínarbrauðið ekkert smá gott :)  Skemmtilegt fyrir okkur Steingrím að hitta annað fólk sem líka vaknar snemma.  Svo skruppum í heimsókn til Steinku systur um eftirmiðdaginn og að venju tók Freyja vel á móti okkur.  Tærnar á mér og hnén voru þvegin síðar, þrátt fyrir að vera hulin fötum.  Í kaffi hjá KötuFreyja er afar alúðlegur hundur Smile   En ef maður hættir að klóra henni krafsar hún fast í mann með loppunni, engin miskun þar!  Enda varð ég nær handlama á að klóra henni.  Við Steingrímur nutum þess að fá dásamlega franska súkkulaðiköku, mmmm!  Í dag fórum við líka út úr Steingrímur í baði :)húsi, tókum hús á Kötu vinkonu og hennar fólki.  Kata bakaði pönnsur og tengdarforeldrar hennar komu með nýbakaða kanilsnúða svo við fengum þvílíkt góðgæti með kaffinu.  Það var afar huggulegt að spjalla og Steingrími fannst frábært að skoða mynstrið á eldhúsgólfinu.  Nú liggjum við Steingrímur í sitthvoru rúminu og slöppum af í náttfötunum.  Herrann á að vera sofnaður en ég er spennt að bíða eftir lokaþætti Dexter.  Jibbí!  Af öðrum fréttum: bíllinn er kominn í lag!  Nýir gormar kostuðu hægri hönd og vinstri fót en Jói föðurbróðir Steingríms gerði við fyrir lítið fé svo það var nú til að bjarga þessu.  Frábært að keyra hann núna, hefur greinilega verið farinn að slappast áður en að gormarnir brotnuðu.  Ég byrja svo í ræktinni aftur eftir helgina, nú er ekkert elsku mamma lengur, mín verður orðin heilbrigði og stinn innan tíðar !! Góðar stundir :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband