Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Fleiri Brussel myndir

Á Grand PlaceÁ pöbb við Luxemburgartorg

 

 

 

 

 

 

Ég, Magnea og ÓlöfLjósasýning á Grand Place


Komin heim í heiðardalinn - verð heima næstu 11 dagana !

Mmm konfektBrusselfarinn er snúinn aftur Smile  Ferðin var afar vel heppnuð.  Við fengum góðan mat, eðalvín og góðan bjór.  Fræðslan sem við fengum var gagnleg og áhugaverð og borgin Brussel kom mér þægilega á óvart með því að vera áhugaverð og skemmtileg.  Við byrjuðum á að fljúga til Amsterdam og tókum lest beint frá flugvellinum.  Ég leyfi mér því nú með meira öryggi að segja að ég hafi verið í Hollandi en hingað til hef ég ekki farið út af flugvellinum Cool  Þegar til Brussel var komið tékkuðum við okkur inn á hótelið og við Magnea fengum fínt herbergi á fimmtu hæð.  Hinir voru settir á 3. hæðina í misspennandi herbergi.  Auðvitað fengu drottningarnar besta herbergið Wink  Eftir fyrstu nóttina urðu reyndar breytingar á herbergjum þar sem að vart var við mús í tveimur herbergjum !  Við kríuðum út afslátt fyrir þau sem lentu í þessu, ekki slæmt í ljósi þess að þarna var aukagestur sem gisti með þeim Smile Ég að fá mér krækling á VincentVið fórum og fræddumst á fimmtudag og föstudag.  Fórum í sendiráð Íslands, til EFTA, skrifstofu SÍS, ESA og EU commission.  Mjög áhugavert og við náðum okkur í góða tengiliði.  Við borðuðum á mörgum góðum veitingastöðum.  Byrjuðum á einum víetnömskum þar sem við fengum frábæran mat.  Annar hápunktur var á föstudagskvöldið en þá fórum við á Vincent, sjarmerandi belgískan stað þar sem ég hámaði í mig krækling og fékk dásamlega súkkulaði mousse í eftirrétt.  Mmmmm.  Ekki má gleyma að minnast á að Brussel er borg súkkulaðsins.  Súkkulaðibúðir á öðru hverju horni, margar með súkkulaðigosbrunnum og margar buðu upp á smakk.  Við versluðum grimmt í þeirri sem var við hliðina á hótelinu okkar - mmmmmmm það var ekki slæmt að taka með sér poka af molum upp á herbergi eftir langan dag.  Auðvitað túrhestuðumst við líka - fórum í Atómið (byggingin á myndinni í færslu hér fyrir neðan) og skoðuðum pissandi strákinn (Mannekin de Pis).  Á sunnudagsmorguninn kvöddum við Brussel og flugum til London.  Við höfðum 5 tíma í borginni áður en við þurftum að mæta á Grand Place í Brusselflugvöllinn aftur.  Við Magnea brunuðum af stað frá Leicester Square, löbbuðum upp Charing Cross Road og fórum inn á Oxford Street.  Við sveimuðum milli búða og mér lukkaðist að versla aðeins, mest fyrir Hildu en líka smá fyrir mig :)  Við fórum svo niður Regent Street og kíktum aðins inn í Hamleys, hina frægu og risastóru dótabúð.  Ég missti mig alveg í spiladeildinni en náði að hemja mig og keypti ekkert !  Ótrúleg sjálfstjórn !  Við fórum svo niður á Piccadilly Circus og tókum lIn the London Tube !estina þaðan út á flugvöll.  Ég sá því lítið af London en nóg til þess að ég er æst í að fara þangað aftur LoL  Fluginu okkar seinkaði um einn og hálfan tíma (fnys) svo ég var ekki komin heim fyrr en um 3 í nótt.  Það er því kominn tími á að skella sér í rúmið og fá almennilega hvíld.  11 dagar í Búdapest !


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband