Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Helga sæta bumbulína :)

Það var spilakvöld heima hjá Helgu vinkonu á mánudagskveldið.  Við vorum nú ekki bara að spila, heldur nutum þess að skoða fullt af pínuponsu litlum fötum og öðru barnadóti sem Helga er búin að viða að sér.  Ooooooo, eggjahristingur!!  Helga er orðin afar myndarleg enda aðeins um hálfur mánuður eftir !!  Spennan eykst, er þetta stelpa eða strákur ?  Eitt er víst, það verður annaðhvort LoL  Læt fylgja með myndir af bumbulínunni

Helga bumbulínaFlottur prófíll :)


Leitin að brimkatlinum - æsispennandi saga

Steinka, Gummi og Freyja í katlaleitÍ dag fór ég í frábæra ferð út á Reykjanes með Steinku systur og Gumma mági.  Hundurinn Freyja var að sjálfsögðu með í för.  Markmið ferðarinnar var að finna brimketil sem skv. korti nokkru í eigu systur minnar átti að vera í nágrenni Grindavíkur, við Staðarberg.  Kortið var ekkert allt of nákvæmt en sýndi fallega og lokkandi teikningu af katlinum. Svo í fyrstu umferð var stoppað við einhverja fiskeldisstöð og töltum þar niður í fjöru.  Við skoðuðum umhverfið og komumst að því að sennilega værum við á villigötum.  Enginn brimketill í nánd.  Við héldum því til baka í bílinn og keyrðum svolítið lengra.  Við ákváðum að stoppa á stað sem leit líklega út.  Fjaran þar var afar falleg, með sérstökum hraunmyndunum og með mörgum gjám og sprungum sem sjórinn hefur grafið inn í ströndina.  Þetta virtist afar líklegur staður fyrir brimketil.  Við gengum fyrst suður með og klöngruðumst yfir stórgrýti en sáum engan brimketil.  Ströndin var engu að síður stórfengleg og ekki eftirsjá að því að hafa skoðað hana.  Við gengum því til baka norður eftir og ákváðum að gera Brimketillinn góðilokatilraun til að finna ketilinn í nálægri klettavík.  Þegar upp á klettana var komið rak Gummi augun í göngustíg lengra norður með ströndinni og á eitthvað sem líktist skilti við upphaf hans.  Við ákváðum að stefna þangað og fylgdum stígnum.  Viti menn, eftir stutta leit fundum við brimketilinn góða og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að ljúka.  Sæl og ánægð gengum við eftir stígnum að veginum.  Við komum að skiltastaurnum og lásum það sem þar stóð, útskornum flúruðum stöfum: BRIMKETILL.  Hefðum við aðeins keyrt í eina mínútu í viðbót hefðum við getað gengið stutta þægilega leið að katlinum, í stað þess að ganga í stórgrýttri urð og leggja líf og leggi í stórhættu.Gunnuhver í stuði  Við systur vorum dálítið kindarlegar yfir þessu.  Vorum að hugsa um að rífa skiltið upp og henda því.  Notuðum það þess í stað sem stuðning meðan við teygðum á sárum vöðvum.  Við renndum svo yfir að Reykjanesvita og löbbuðum að Gunnuhver. Hverinn er búinn að stækka allverulega og er búinn að rjúfa veginn.  Einn í hópnum kom út úr þeim túr með skítugar loppur.. Við héldum svo heim ánægð og glöð eftir góðan dag.  Næst munum við þó leggja upp með betra kort í farteskinu Smile

Hahah, fyrir þá sem elska að hata CSI Miami

Hér er yndislegt myndband með Weebl og Bob sem tekur CSI Miami í gegn :D

Nýjustu klessufréttir

Já, þið ráðið hvort þið trúið því.  Það var keyrt aftan á bílinn minn á fimmtudaginn.  Held ég hætti að fara út að keyra !!!

Málverk komið á vegginn :)

Sexy beast!Jæja, fína nýja málverkið mitt er komið á vegginn.  Innanhúsarkitektinn minn og þúsundþjalasmiðurinn Sif kom og boraði fyrir nagla á veggnum, svo var myndin hengd upp með viðhöfn :)  Sif var afar fagmannleg við verkið og ótrúlega kynþokkafull.  Nú á ég tvær myndir eftir hann Nilla (Jóhannes Níels Sigurðsson), þið getið séð fleiri eftir hann hér.  Hér eru svo myndir af málverkunum og Sif í action.  Sú með hestunum er sú nýja.

 

 

Gamla myndinNýja myndin


Árshátíðargellan :)

Árshátíð USR 2008

Svimadýrið Svava

rman1685lUndanfarnar 3 vikur hef ég verið að kljást við fremur hvimleiðan kvilla.  Mig svimar ef ég beygi mig niður, einnig ef ég ligg út af og sný mér yfir á aðra hvora hliðina.  Sérstaklega er þetta slæmt þegar ég sný mér til hægri.  Orsökin er hressileg vöðvabólga í öxlum og hálsi.  Þessu hafa fylgt nokkrar sjóntruflanir, sumar ansi athyglisverðar.  Eins og stóri bletturinn með litríku brúnunum sem ég hélt áfram að sjá með lokuð augun.  Og einu sinni sá ég í móðu með hægra auganu meðan allt gekk í bylgjum í hinu.  Aðrar skemmtilegar aukaverkanir eru smellir í eyrum og lömun hægri handarinnar sem til allrar lukku stóð bara í sólarhring.  Ég hringdi auðvitað um leið og fór að bera á þessu og reyndi að fá tíma í sjúkraþjálfun.  Ég fékk tíma 2. apríl - 2 og hálfri viku frá pöntunardegi.  Er ekki hægt að fá tíma fyrr, ég er mjög slæm, vældi ég við símastúlkuna.  Það eru allir mjög slæmir, svaraði hún þurrlega og þar við sat.  Í gær byrjaði loksins þjálfunin og í fyrstu snöggversnaði mér.  Síðan fékk ég annan tíma í morgun og þá varð ég hreinlega svo slæm að ég hélt ég myndi líða út af.  Hálftíma eftir tímann heyrðist "plop" í hægra eyranu og skyndilega heyrði ég mun betur ! Var s.s. búin að vera með hellu fyrir eyranu í 3 vikur án þess að átta mig á því!  Í kjölfarið leið mér líka miklu betur.  Að vísu hefur smá svimi komið aftur í kvöld en þetta er allt á réttri leið.  Það verður sko haldið partí daginn sem mér batnar af þessum andskota !  Plíng!  Örbylgjuofninn kallar, þarf að sækja grjónapúðann fyrir axlirnar :)  Góðar stundir :Wink


Riðurrif

Spurning hvort hér sé um að ræða einhverskonar Freudian slip LoL   Þegar þetta er bloggað er fyrirsögnin á fréttinni :
Innlent | mbl.is | 2.4.2008 | 12:27

Riðurrif hamlaði rannsókn á eldsupptökum

en ég býst við því að mbl leiðrétti það nú fljótlega.  Æ hvað þarf lítið til að gleðja mann, svona er maður einföld (og barnaleg) sál.


mbl.is Niðurrif hamlaði rannsókn á eldsupptökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband