Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Góð helgi að baki

Frændur á veiðaVið Steingrímur áttum góða og afslappandi helgi saman.  Sko veiddi einn!Fórum í nokkrar heimsóknir milli þess sem við höfðum það gott heima.  Við brugðum okkur meðal annars í Mávahlíðina og afhentum þeim bræðrum Óla og Steinari spil sem var síðbúin afmælisgjöf frá mér.  Spilinu var afar vel tekið af ungu mönnunum.  Spilið sem um ræðir heitir Aquarium og gengur út á að veiða fiska og ýmsa aðra gripi upp úr pappafiskabúri.  Veiðistangirnar hafa segul á endanum og járnhringur er í hverjum fisk/hlut í búrinu.  Bræðrunum fannst mjög gaman að veiða og frænka var auðvitað glöð að hafa náð að slá í Chillað í sófanum hjá mömmu minniSætur :)gegn með gjöfinni.  Ég valdi þetta spil vegna góðra æskuminninga um samskonar spil sem við Svanhildur áttum.  Man alltaf hvað svekkt ég var ef ég veiddi stígvélið sem veitti fæst stigin Smile   Það er svo fyndið að maður fer gjarnan í þann pakka að kaupa handa krökkum annaðhvort það sem mann langaði í en aldrei fékk í æsku, eða eitthvað sem maður elskaði.  Gaf t.d. Hildu litlar tunnur sem hægt var að stafla upp bara af því að ég hafði ágirnst slíkar tunnur hjá frænda mínum sem lítið barn.  Steingrímur var annars hinn ánægðasti að dunda sér við nýjasta áhugamálið, að hnoðast á húsgögnunum.  Lagðist á alla stóla, fór upp og niður úr sófum og rúllaði sér á alla kanta.  Margar góðar myndir á síðunni hans :D  En nú tekur við vinnuvikan, Cindy vinkona kemur svo í heimsókn næstu helgi og þá verður gaman Smile   Nite nite !

Áframhaldandi umfjöllun um málið

Í dag birti Fréttablaðið viðtal við formann Þroskahjálpar, á síðu 8.  Gott að umræðan helst lifandi.  Frænka snáðans varð hinsvegar ekki kát þegar hún heyrði þegar einhver kona hringdi í Bylgjuna og hélt því fram að það væri lýgi að hann hefði verið skilinn eftir einn.  Það er aðeins eitt svar við því: starfsfólk Styrktarfélagsins og leikskólans geta vitnað um að það er satt.  Umfjöllun um málið virðist hafa skilað sér - drengsi situr nú aftur í en ekki í framsætinu og spjallað er við hann þegar hann er sóttur.  Ég fékk svar frá umboðsmanni barna sem benti á eina leið í viðbót til að benda á vandamál í kerfinu, svæðisráð í málefnum fatlaðra á Reykjanesi, sem sér um Mosfellsbæ m.a.  Ég fékk einnig það svar að embættið fjallaði ekki um einstaklingsmál og embættið fjallaði því ekki frekar um það en það vissi ég og var aðeins að nota sögu Steingríms til að benda á ákveðinn vanda þessa hóps barna.  Ætla að svara aftur og hnykkja aðeins á þessu.  Sveitarfélagið er í viðræðum við foreldrana og varanleg lausn er í sjónmáli.  Mikið verð ég glöð þegar fjölskylda og aðrir aðstandendur geta andað léttar og vandamálið leyst Smile

Fréttablaðið í dag, síða 2!!

Í dag birtist viðtal við foreldra Steingríms á síðu tvö í Fréttablaðinu.  Lesið það og sjáið flottu myndina af feðgunum.  Nú veit alþjóð af þessu - það hlýtur að leiða til úrbóta !!  Ég hef verið að fá inn fleiri og fleiri sögur um slæma meðferð fatlaðra í ferðaþjónustu.  T.d. fullorðið fólk sem er keyrt á sambýlin, ýtt inn í andyri og ekki talað við neinn.  Starfsfólk finnur það síðan bara fyrir tilviljun !  Þetta gengur ekki - svona mannréttindabrot verður að stöðva.  Hér er tengill inn á viðtalið.


Hvernig er hægt að koma illa fram við þennan prins?

Hér eru myndir af litla prinsinum honum Steingrími.  Gætuð þið hugsað ykkur að fara með þennan Sæta mússnáða eins og dauðan hlut og henda honum einhversstaðar inn á gólf?  Er með síðu þar sem hægt er að sjá hvað við gerum þegar ég er með hann, hana er að finna hér.  Er búin að skrifa bæjarstjóranum í Mosó og senda erindi til umboðsmanns barna.  Vonandi fær hann góða þjónustu og það strax !! Sorglegt hve margir aðrir hafa slæmar sögur að segja !

Sæti Steingrímur síðasta sumar


Ömurleg þjónusta við fötluð börn - framhald !

Ótrúlegt en satt!!! Litli snúður dvelur nú í Rjóðrinu og þarf akstur til og frá leikskólanum.  Hann er með vistun til 4 en enginn kom að sækja hann!!!!!!  Loks varð leikskólinn að hringja í foreldrana og kom mamma hans á sama tíma og bíllinn., klukkan langt gengin fimm!  Þegar hún fór að tala við bílstjórann og kvarta undan þjónustunni brást hann hinn versti við og sagði: hva, manni getur nú seinkað.  Hann sagði ennfremur að ræða ætti málið við yfirmann hans þar sem að hann hefði vitað þegar um morguninn að aldrei yrði hægt að ná í drenginn á réttum tíma !!!!  Þegar barn er bara með vistun til 4 VERÐUR að sækja það þá !!!  Þetta fyrirtæki er ekki í lagi ! Hvað ef hann hefði átt vistun til fimm þegar leikskólinn lokar ?  Átti starfsfólkið þá að hengja hann á húninn þegar þau færu heim???  Ég er að semja póst til félagsmálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar.  HINGAÐ og EKKI LENGRA!

Fá pizzur í heimsendingu betri þjónustu en fötluð börn í ferðaþjónustu ?

Ég er stuðningsmóðir fjögurra ára gamals fjölfatlaðs drengs. Foreldrar hans hafa nýtt sér ferðaþjónustu fatlaðra sem þeirra sveitarfélag bíður upp á.  Þeim er nauðsynlegt að geta nýtt þessa þjónustu til að geta sótt vinnu á réttum tíma og til að koma barninu milli leikskóla og skammtímavistunar.  Skemmst er frá því að segja að þjónustan hefur ítrekað brugðist á alvarlegan hátt, jafnvel svo að barnið hefur verið sett í hættu.  Barnið er alltaf sett í framsæti þó svo ekki sé mælt með að hafa börn á þeim stað.  Sú skýring er gefin hjá akstursþjónustunni að fullorðnir einstaklingar sem fluttir séu á sama tíma og hann séu svo hættulegir að ekki sé hægt að hafa barnið þar.  Sagt er að ómögulegt sé að hægt sé að sækja hann í öðrum bíl.  Er það í lagi að hafa barn í sama bíl og hættulegir einstaklingar ???   Ítrekað hefur það gerst að bílstjórar hafa farið með barnið á vitlausan stað þar sem þeir fundu ekki leikskólann, í stað þess að leita betur var farið með hann í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.  Þegar starfsfólk þar spurði um hvaða barn þetta væri vissu bílstjórarnir ekki nafnið – höfðu ekki nennt að líta á listann.  Tvisvar var hann skilinn eftir hjá Styrktarfélaginu, í eitt skiptið aleinn í andyrinu.  Hann er 4 ára, ófær um að tjá sig og er þroskahamlaður og var hent inn á gólf eins og hverju öðru drasli !!  Hann getur hinsvegar gengið og hefði hæglega getað farið út um sjálfvirkar dyrnar og út í vetrarkuldann fyrir utan.  Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.  Fyrir tilviljun fann starfsmaður hann á gólfinu áður en það gerðist.  Oft er hann bara settur einhversstaðar inn á leikskólann án þess að tala við starfsfólk sem kannski finnur hann bara á ganginum.  Bara farið með hann inn undir hendinni og honum hent inn á gólf !!!  Loks hefur borið á því að hann sé látinn sitja í bílnum í allt að einn og hálfan tíma áður en honum er skilað á leikskólann.  Þá er morgunmatur búinn og barnið mætir svangt og fær engan mat.  Engar skýringar hafa fengist á þessum undarlegu töfum á því að skila barninu á réttan stað.  Stundum gleymist að sækja hann og oft er komið of seint. Foreldrarnir hafa bara fengið skæting eða loðin svör ef þau krefjast úrbóta eða að svarað sé fyrir að varnarlausa barnið þeirra sé skilið eftir eitt á röngum stað.  Sveitarfélagið hefur lofað að ganga í málið en úrbæturnar hafa látið á sér standa.  Ég hef spurst fyrir á leikskólanum og á Rjóðrinu, dvalarheimili fyrir langveik börn og komist að því að þetta er ekkert einsdæmi. Fleiri börn lenda í langri bið í bílnum, eru ekki sótt á réttum tíma og er farið með þau eins og pakka í pósti.  Ef maður pantar pizzu er hún send til þín eins fljótt og auðið er, í umbúðum sem vernda hana og halda henni heitri og starfsmaður færir þér hana beint í hendurnar - á því heimilisfangi sem þú baðst um að fá hana senda á.  Fötluð börn eru ekki eins mikilvæg, þau geta setið á óöruggum stað í bílnum, beðið þar endalaust meðan bílstjórinn rúntar um borgina og svo skiptir engu máli hvar þau eru skilin eftir.  Bara nafnlaus pakki sem til allrar lukku getur ekki talað og kvartað yfir meðferðinni.  Ætti kannski að ráða Dominos í að aka barninu ? Taka ber fram að ferðaþjónustan er mismunandi eftir sveitarfélögum - sumstaðar er veitt góð þjónusta.  Því miður býr litla músin mín á svæði sem ekki virðist geta tryggt honum sómasamlega þjónustu og það gerir mig reiða og svekkta.  Hann og fjölskyldan eiga aðeins skilið það besta.  Við erum að berjast áfram í þessu máli og lofa ég því að láta ekki linna fyrr en drengsi fær akstur sem hentar honum og hans þörfum.  Það er víða pottur brotinn á Íslandi í dag !!!


Í þá gömlu góðu daga....

photo-9-5-1


Doddi eins árs

Doddi sætiÉg hef ekki við að fara í barnafmæli þessa dagana.  Í dag fór ég í eins árs afmælisveislu Þorfinns Más, a.k.a. Doddi LoL   Hann er sonur Kristínar Önnu vinkonu.  Herrann átti reyndar afmæli 11. september, þann fræga dag.  Þegar ég mætti á staðinn var afmælisbarnið að rúlla sér á maganum yfir afmælisblöðru.  Ég beið eftir háum hvell en hann kom aldrei, til allrar lukku !  Við vinkvensurnar notuðum tækifærið og slúðruðum um leið og við hesthúsuðum dásamlegum veitingum.  Stjarna dagsins var reyndar frekar framlágur að veislu lokinni enda kvefaður og þreyttur. Ég gleymdi auðvitað myndavélinni en birti hér mynd af drengsa sem ég stal kinnroðalaust af heimasíðunni hans (so sue me Kristín Police ). 

Myndir frá hlédraginu í Skálholti

Vala, Rob og VilliOddi sem var með mér á hlédraginu var að senda okkur Í eldhúsinuhópnum myndir sem teknar voru á hlédraginu í Skálholti.  Ég var með myndavélina en gleymdi henni hreinlega, svo það var gott að einhver annar sá um myndatökurnar !  Svona aðeins til að segja nánar frá hlédraginu þá skiptumst við á að sjá um matinn og uppvaskið og var oft mikið fjör í eldhúsinu.  Við hugleiddum í hlýlegum sal þar sem búið var að dreifa dýnum og púðum á gólfið.  Fólk kom sér svo fyrir í stellingu sem því hentaði.  Sumir sátu á stólum, aðrir á dýnunum eða púðum.  Ég kom mér fyrir á púða upp við ofninn, fékk þá bakstuðning og hita til að mýkja auma vöðva.  Fremst í salnum sátu svo þau sem stýrðu hugleiðslunni, þau Vala og Villi og einnig Rob þegar hann var að kenna.  Myndirnar fengu mig til að vilja fara Ég og Weilin í hugleiðslusalnumþangað aftur !  Stefnan er tekin á hlédrag í Skotlandi í vor, spennó spennó! En hér eru 3 myndir frá þessari frábæru viku.

Arna Rún 1 árs :)

Arna innileg við ungan karlmannUm daginn varð yngsti meðlimur fjölskyldunnar 1 árs.  Hún Djöflast í pabba :)Arna Rún, dóttir Atla systursonar míns átti afmæli 5. september.  Haldið var upp á þennan merkisatburð síðastliðinn laugardag og var mikið um dýrðir.  Afmælisbarnið var í góðum gír og skemmti sér konunglega.  Þegar ungur maður á sama aldri kom í partíið hékk hún á honum og var svo innileg við hann að greinilegt var að honum stóð ekki á sama.  Virðist spennt fyrir karlpeningnum nú þegar LoL   Veitingarnar voru ekki af verra taginu og stóð maður á blístri eftir daginn.  Stjarna dagsins var ekkert á því að fara að sofa og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Góðir þessir nýju skór :)föður hennar sofnaði daman ekki fyrr en hálf ellefu!  Ekkert skrítið, þegar enn eru gestir eftir í húsinu vill maður ekki fara að sofa !  Hér fylgja myndir af afmælisprinsessunni ykkur til ánægju :)

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband