Ertu viss um að vera fótviss í óvissuferð ?

Á morgun förum við í óvissuferð í vinnunni og að sjálfsögðu ætla ég að skella mér.  Vinnufélagar mínir hafa þó af því nokkrar áhyggjur.  Kannski ekki að ósekju miðað við reynsluna úr síðustu óvissuferð.  Það dró aðeins úr skemmtanagleði fólksins þegar ég braut ökklann í þeirri ferð.  Það er eitthvað við það að hlusta á kvalaöskur vinnufélaga síns sem er slæmt fyrir stemninguna.  Hún Kata komst þarna að því hvernig ég er inni við beinið - í orðana fyllstu.  Opin beinbrot eru alltaf skemmtileg.  Þannig að í ár stefni ég að því að halda öllum útlimum heilum.  Ekkert hopp og skopp !  Enda er ég viss um að röntgenaugu hinna munu hvíla á mér og ég mun ekki einu sinni ná að hallast út á hlið áður en einhver grípur mig Wink   Ég ætla að halda mig á beinu brautinni og beina skrefum mínum frá öllum óvissuþáttum, sérstaklega þegar þeir krefjast þess fótvissi og fótafimi.  Síbrotaferlinum er lokið ! (7-9-13)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vonandi ertu komin aftur heil og óbrotin eða var óvissan í ferðinni fólgin í því hvort menn næðu að skilja þig einhvers staðar eftir.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.10.2007 kl. 09:48

2 identicon

Hæ og hvernig var ferðin og hvert var farið og allt það. KLóa spóa

kristín lóa ólafsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband