Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Sólarhringur á Egilsstöðum

Á miðvikudaginn flaug ég til Egilsstaða þar sem ég átti að flytja fyrirlestur um samræmdar sýnatökur í vatnsveitum á fagfundi Samorku á fimmtudag.  Cindy vinkona var svo indæl að leyfa mér að gista hjá sér og við brunuðum heim til hennar í "braggahverfið".  Húsin þar eru að hluta bárujárnsklædd og minntu Cindy þannig á stríðsárastílinn Smile  Cindy bjó til yndislega potpie í kvöldmatinn og svo keyptum við okkur tonn af nammi.  Við horfðum svo á sjónvarpið í rólegheitunum um leið og við hökkuðum í okkur góðgætið.  Tek það fram að við fórum reyndar í stuttan göngutúr fyrir kvöldmat með hundinn, svo við áttum alveg þessar kaloríur skilið.  Á fimmtudagsmorguninn fórum við í heimsókn á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Austurlands og spjölluðum við hana Helgu Hreinsdóttur framkvæmdastjóra yfir kaffibolla.  Svo sýni Cindy mér allan bæinn, við keyrðum svo út að Hróarstungu og Brúarási þar sem fjölskyldan hafði búið áður.  Þetta var ákaflega gaman.  Við gæddum okkur svo á meira pie áður en ég fór á fagfundinn og flutti fyrirlesturinn minn.  Hann lukkaðist bara mjög vel og ég var ánægð með umræðurnar líka.  Eftir það brunaði Cindy með mig á Reyðarfjörð en þangað hef ég aldrei komið fyrr.  Að sjálfsögðu koðaði ég álverið - þvílíkt skrímsli!!! Við keyptum okkur ís en svo var kominn tími til að fara til baka enda flugið mitt heim klukkan hálf átta.  Ég kvaddi Cindy með loforði um lengri heimsókn næst - þúsund þakkir fyrir skemmtilegan sólarhring Cindy dear Wink I'll be back !


Gönguferð að Hafnarbergi

Við Steinka systir gengum á uppstigningadaginn út að Hafnarbergi, fuglabjargi sem er á Reykjanesi milli Hafna og Reykjanesvita.  Gangan niður að berginu er dálítið erfið þar sem göngustígurinn er sendinn og hvert skref því aðeins átakameira.  Freyju fannst þetta ekkert mál og skokkaði yfir hraun og sand án þess að blása úr nös.  Steindeplapör fylgdust með för okkar og sveimuðu í kringum stíginn.  Að lokum komum við niður að berginu en vorum byrjaðar að heyra lætin og finna lyktina af því mun fyrr.  Í berginu sátu ritur, langvíur og stuttnefjur og á sjónum sáum við auk þess álkur, teistur og toppskarf.  Það var afar gaman að fylgjast með lífinu í bjarginu og alltaf er ég jafn hissa á því að þeim takist að hanga á þessum mjóu nibbum hvað þá halda eggjunum sínum þar!  Við röltum svo til baka og vorum orðnar ansi þyrstar er í bílinn kom.  Fyrsti stopp var svo Grindavík þar sem keypt var nammi og drykkur Smile  Dásamlegur dagur og ég varð bara nokkuð útitekin eftir ferðina. 

HafnarbergFreyja tékkar á fuglunum

 

 

 

 

 

 

Eins gott að fara varlegaSteinka og Freyja við eina vörðuna


Hjólað í vinnuna - löng hádegishjólaferð í vinnunni :)

Núna á mánudaginn fórum við 18 úr vinnunni saman í hjólreiðaferð í hádeginu.  Tilgangurinn var að kynna sér nýjan hjólreiðastíg við Ægissíðu og safna kílómetrum í Hjólað í vinnuna :)  Við borðuðum nestið okkar í Nauthólsvík í brakandi blíðu og fengum kaffi frá starfsmönnum ÍTR áður en við brunuðum aftur til baka. Túrinn allur var um 12 km.  Ágætis hreyfing það !  Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni.

Á LaugaveginumÍ Lækjargötu

 

 

 

 

 

 

Stoppað við MelabúðinaNesti í Nauthólsvík


Loðmundur stelur sér furuhnetum

Loddi sæti :)

Margt og mikið hefur gerst :)

Bloggleti hefur hrjáð mig um sinn - ekki það að ég hafi ekki haft nóg að blogga um.  Margt hefur gerst undanfarnar tvær vikur sem vert er að nefna.  Ég fór á árshátíð vinnunnar 24. apríl og skemmti mér vel.  Á kjördag þann 25. apríl vann ég í undirkjörstjórn og tók það með trompi eins og venjulega Police  Svo fór ég í tvímenningapartí hjá Möggu systur þann 30. apríl og þar var mikið um dýrðir eins og alltaf þegar Rebbar koma saman.  Daginn eftir, þann 1. maí var svo afmælispartí hjá Björgu vinkonu á Celtic Cross.  Stuð stuð stuð! Núna á föstudaginn, 8. maí var svo vinnudjamm þar sem fólk á öllum hæðum kom saman.  Þetta var titlað Höfðavision og 5 hópar voru með söngatriði - einn af þeim voru ég, Ólöf og Einar sem héldum uppi merki Umhverfis- og samgöngusviðs og sungum lagið Some songs eftir Hale og Pace.  Því miður náðist ekki myndband af flutningnum en hér er tengill inn á lagið í flutningi Hale og Pace :).  Við slógum auðvitað í gegn, en unnum því miður ekki.  Þetta voru okkar 15 sekúndur af frægð.  Svo í gær var barnaafmæli hjá Björgu vinkonu og grillveisla hjá Júllu vinkonu, frábærlega gaman á báðum stöðum enda boðið upp á fullt af krílum til að knúsa á báðum stöðum Smile   Júlla, ég og Hafdís vinkona spiluðum svo frá okkur allt vit í nýja uppáhaldsspilinu, Ticket to ride.  Í dag fórum við Steinka systir svo í gönguferð og fuglaskoðun og að venju var það alveg æðislega gaman.  Við vorum að vísu nokkuð niðurringdar eftir gönguferðina en manni hlýnaði fljótt í bílnum.  Sem sagt, bara gaman hjá mér og meira blogg síðar :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband