Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Eldur á mínu gamla heimili!

Mér brá ansi mikið að sjá tilkynningu um eld í Möðrufelli 5, mínu gamla heimili.  Er glöð að enginn slasaðist af mínum gömlu nágrönnum og vona bara að reykurinn hafi ekki skemmt eigur þeirra.  Blessaða gamla þvottavélin, spurning hvort hún gafst upp að lokum eða hvort kveikt hafi verið í.  Vona frekar að það sé vélin sem er orsökin, hitt er of óhuggulegt.  Þvottahúsið er læst og bara íbúar hafa lykla!  Gott að allt fór vel.
mbl.is Eldur í Möðrufelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættustig hækkað í appelsínugult í hernaðaraðgerð Nýtt baðherbergi

Nýtt klósettÞá er allt gamla draslið farið af baðherberginu og nýja baðið og klósettið komin inn !!  Þetta er allt að mjakast áfram.  En ryk þekur alla íbúðina, það verður víst að sætta Baðið nýjasig við það.  Næsta stig er svo flísalagning !  Jibbí, þetta mjakast áfram! 

Hilda bætir sig í kúluvarpi :)

Á laugardaginn tók Hilda þátt í Silfurleikum ÍR, sem haldnir eru árlega til að minnast þess afreks Vilhjálms Einarssonar að fá silfurverðlaun á Ólympíuleikum.  Þar fékk hún silfrið í kúluvarpi, kastaði 10,91 m og bætti fyrra met sitt um rúmlega 1,3m!  Svo nældi hún í bronsið í hástökkinu þrátt fyrir hnémeiðsli.  Að venju er ég stolt af stelpunni Cool

Magga systir heiðruð af Stígamótum

Verðlaunahafarnir, Magga önnur frá vinstriÍ dag stóðu Stígamót fyrir Evrópumálstofu um kynbundið ofbeldi.  Í lok málstofunnar var fimm konum veitt jafnréttisviðurkenning fyrir störf í þágu samtakanna, fyrir kvenréttindabaráttu og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi.  Systir mín, Margrét Steinarsdóttir, var ein þeirra sem hlaut viðurkenningu.  Hafi einhver verið vel að þeim verðlaunum komin er það einmitt hún.  Hún hefur barist gegn ofbeldi gagnvart konum og börnum, gegn mansali og vændi, stutt jafnréttisbaráttu kynjanna og í alla staði unnið að því að bæta stöðu og ímynd kvenna í samfélaginu.  Óeigingjarnari og sanngjarnari manneskju er vart hægt að finna.  Það var því gleðistund að sjá hana taka við þessari viðurkenningu, finna stoltið vella í brjóstinu og finna fyrir þakklæti fyrir að vera svo heppin að vera skyld henni og því fengið að þekkja svona vel.  Til hamingju elsku Magga mín !  Þó hinar konurnar fjórar sem fengu viðurkenningu hafi sannarlega átt það skilið fannst mér Magga auðvitað standa upp úr (sem hún reyndar gerir oftast Smile).

Tengill á frétt um jafnréttisviðurkenninguna á Mbl.is


Jim Carrey tekur David Caruso í gegn hjá Letterman :D


Hernaðaraðgerðinni Nýtt baðherbergi hefur verið hrint í framkvæmd!

Gamla draslið sem bráðum ferJá, ótrúlegt en satt!!!! Ég er búin að taka nær allar flísarnar af veggjunum, bara eftir bak við klósettið, ofninn og vaskinn.  Ég er búin að fá pípara í verkið og hann kemur á laugardaginn og tekur öll gömlu ógeðslegu hreinlætistækin og setur ný og fín í staðinn LoL   Það kemur flísalagningamaður í vikunni og gefur mér tilboð í verkið, vííí hvað þetta verður gaaaaaaaaaman !  Get ekki beðið eftir að vera komin með allt fínt og flott þarna inni og geta farið í almennilega sturtu sem ekki verður skyndilega 100°C heit án nokkurrar aðvörunar og eða koma bara nokkrir dropar úr.  Mun birta myndir af verkinu eftir því sem það þróast Smile

Að vera Bond, eða ekki Bond

Fór áðan með ástkærri dóttur minni og föður hennar að sjá Bond í lúxussalnum í Smárabíó.  Myndin var fín spennu og hasarmynd - en ekki Bond mynd.  Partur af Bond upplifuninni að mínu mati er kaldhæðni húmorinn og sniðug tæki.  Hvorugt var til staðar í þessari mynd.  Ef aðalhetjan hefði heitið Sven Larsen hefðu væntingarnar verið aðrar og myndin slegið í gegn.  En ég vil hafa minn Bond aðeins hefðbundnari.  Daniel Craig var samt flottur, það vantaði ekkert upp á það Cool   Gaman að splæsa á sig miða í lúxussal af og til, afar þægileg bíóferð.  Vona að næsta Bond mynd hitti á rétt tóninn.

Ekkert fimmtudagsgrín :(

Fimmtudagar eru uppáhalds sjónvarpskvöldin okkar Hildu.  Family Guy, 30 Rock og House sjá okkur fyrir 2 tíma stanslausri skemmtun.  Hilda var í klippingu og við flýttum okkur heim til að missa ekki af fjörinu - og fengum bara stillimynd á skjáinn.  ARRRGHH!  Ég skrifaði mig strax á listann á skjárinn.is þegar ég frétti af honum, þá voru aðeins 3000 skráðir.  Nú eru tæplega 50.000 búnir að skrá sig.  Mér finnst að RUV eigi að sjá sóma sinn í að svara kalli þjóðarinnar og hætta að undirbjóða einkastöðvarnar og draga sig út af auglýsingamarkaðinum.  Á þessum tímum á ríkið að styðja við atvinnulífið !  Ekki það, við Hilda lifum þetta nú af, fórum bara á netið og horfðum á South Park.  Við styðjum samt Skjá einn :)

Flísarnar í höfn!

Jæja, margra mánaða leit og heilabrotum er lokið!  Ég er búin að kaupa flísarnar fyrir baðherbergið mitt !!!  Að vísu keypti ég ekki flísarnar sem ég var fyrst að skoða á laugardaginn.  Þegar ég kom í búðina í gær til að kaupa þær kom í ljós að sölumaðurinn var ekki alveg vakandi þegar hann fór og skoðaði lagerinn fyrir mig.  Ekki aðeins voru til færri flísar en hann hafði talið, heldur voru þær ekki í sama lit.  JIBBÍ!!  Skrautflísin sem ég ætlaði að hafa með hafði ALDREI verið til, samt var hún uppi til sýnis og ekkert verið að merkja hana sem ófáanlega.  Hrmph.  Ég varð frekar niðurdregin enda búin að byggja upp væntingar yfir helgina og í huganum búin að flísaleggja með draumaflísunum.  Ég dó þó ekki ráðalaus, fann aðra tegund af veggflís sem passaði við gólfflísina sem ég valdi og fékk prufu með mér heim.  Innanhúsarkitektarnir mínir, Sif og Svanhildur, komu svo í gær og lögðu blessun sína yfir nýju flísina.  Það var því ekki eftir neinu að bíða, ég brunaði af stað í hádeginu og keypti allan pakkann.  Það hefur því bæst í staflann af baðherbergisdóti sem stendur á ganginum mínum, nú er bara að fá tilboð í verkið !  Halelújah ! LoL

Spil, gönguferð og fjölskyldusamkoma :)

Fjaran í FlekkuvíkÞá er enn ein helgin liðin og ég ligg sæl og ánægð með kanínunni uppi í rúmi.  Svo skemmtilega vildi til að ég fékk tvö tækifæri til að svala spilafíkn minni.  Á föstudagskvöldiðEinn af flottu steinunum sem var of þungur fór ég til Júllu og afhenti henni afmælisgjöfina - sem var auðvitað viðbót við Carcassone.  Þetta þýddi að sjálfsögðu að við "neyddumst" til að spila Cacassone 2x.  Svo á laugardagskvöldið var fundur hjá spilaklúbbnum í tilefni þess að Mrs. Merrí, sparisjóðsfrú par excellance frá Ólafsfirði, var stödd í bænum og til í tuskið Tounge  Fundað var heima hjá Helgu og voru einu vonbrigði kvöldsins sú að Bjarni Jóhann litli var sofnaður (búhú).  Það kemur væntanlega fáum á óvart að við spiluðum Carcassone (neeeeei??).  3 grunnspil og uppáhaldsviðbæturnar.  Eldhúsborðið hennar Helgu rétt dugði LoL  Síðan klykktum við út með því að Arna uppi á borðikenna Maríu nýjasta æðið okkar, Bohnanza.  Hún varð ástfangin af baununum eins og við og enginn vafi á því að hún verður til í að grípa í þetta spil aftur.  Spilaklúbburinn plottar nú að hittast fyrir norðan eftir áramót, ég get ekki beðið Grin  Alltaf frábært að hitta þessar elskur, alveg endurnærandi.  Annað tíðindavert frá laugardeginum er að ég er kannski búin að finna flísar fyrir baðherbergið ! Spennan eykst..  Eins og svo oft áður virðist vera nóg að Gengið alltfara með Sif vinkonu í búðir, þá gerist eitthvað !  Meira seinna um það mál eftir því sem það skýrist...  Á sunnudaginn fór ég svo í göngutúr með Steinku systur og Freyju.  Við fórum í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd.  Höfum verið þar áður og heilluðumst af stórum steinum í fjörunni sem sjórinn hafði sorfið á svo sérstakan hátt.  Þá dreymdi Steinku um að fá slíkan stein með sér heim en við fundum engan léttari en ca. 1 tonn svo við urðum frá að hverfa tómhentar.  Nú var annað uppi á teningnum, Steinku lukkaðist loks að finna lítinn stein sem við skiptumst á að bera upp úr fjörunni að bílnum.  Við drápum okkur næstum því á þessu, Matti megakisi slappar afsteinninn var rúmlega 20 kg sem er kannski ekki svo mikið en sígur ótrúlega í.  Við náðum einnig að njóta þess að sjá fallegt brimið og skoða flottu klettamyndanirnar í fjörunni áður en við lögðumst í grjótburð.  Eftir þetta var allri fjölskyldunni stefnt í Hljóðalindina til Steinku.  Áður en varði vorum við systur allar saman komnar ásamt Ragnari hennar Svanhildar, Óla, Steinari og litlu Örnu Rún, barnabarni Helenar.  Mamma frétti af samkomunni og sagðist ætla að koma til að tryggja að við myndum örugglega ekki skemmta okkur of mikið LoL  Þetta var Kátt á hjallafrábær eftirmiðdagur og gaman að fylgjast með yngstu meðlimum fjölskyldunnar.  Sérstaklega var áhugavert að fylgjast með Steinari stýra Örnu litlu áfram með því að halda um hausinn á henni.  Við urðum að grípa inn í ansi oft, einnig þegar hann reyndi að toga hana upp úr gólfinu á höfðinu...  Ég fór heim sæl og glöð eftir þetta og slappaði af fyrir framan sjónvarpið.  Engin kreppa hjá mér, bara eintóm hamingja Smile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband