Færsluflokkur: Bloggar
25.10.2007 | 23:06
Ertu viss um að vera fótviss í óvissuferð ?

Bloggar | Breytt 30.10.2007 kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 01:12
Barnahelgi









Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)


Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2007 | 01:46
Gúllassúpa er dúndurgóð :-)



Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 23:43
Farin til Búdapest :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2007 | 01:11
Marblettína Maxíma
Hverjar eru líkurnar á því að manneskja sem hefur rekið tærnar í einu sinni í dag reki þær í fimm sinnum í viðbót ? Svar: Líkurnar eru bara að verða betri og betri ! Ííík ! Fæturnir á mér eru þaktir marblettum og nú bætast tærnar við. Í viðbót við þá fötlun að dansa minna og geta ekki verið með bakpoka fylgir ónýtu ökklunum viss jafnvægisskortur sem ekki var áður. Stundum missi ég því jafnvægið og lendi þá ósjaldan utan í húsgögnum, helst borðshornum. Renndi mér t.d. á borðshorn þegar ég fór út að borða á föstudaginn. Að launum hlaut ég risamarblett sem þekur stóran hluta hægra læris. Samtals á báðum fótleggjum er ég með 13 marbletti. Svo er eftir að telja á handleggjunum... Hefði ég verið uppi á tíma rómverska heimsveldisins hefði ég heitið Marblettína Maxíma. Læt fylgja með mynd af mínum most impressive marblettum, frá bílslysinu 2004. Geri aðrir betur !
Bloggar | Breytt 10.10.2007 kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2007 | 01:50
Hætt að ganga með bakpoka og dansa minna




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 01:27
Fetað í fótspor móður sinnar


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 23:23
Komin heim í heiðardalinn - verð heima næstu 11 dagana !
Brusselfarinn er snúinn aftur
Ferðin var afar vel heppnuð. Við fengum góðan mat, eðalvín og góðan bjór. Fræðslan sem við fengum var gagnleg og áhugaverð og borgin Brussel kom mér þægilega á óvart með því að vera áhugaverð og skemmtileg. Við byrjuðum á að fljúga til Amsterdam og tókum lest beint frá flugvellinum. Ég leyfi mér því nú með meira öryggi að segja að ég hafi verið í Hollandi en hingað til hef ég ekki farið út af flugvellinum
Þegar til Brussel var komið tékkuðum við okkur inn á hótelið og við Magnea fengum fínt herbergi á fimmtu hæð. Hinir voru settir á 3. hæðina í misspennandi herbergi. Auðvitað fengu drottningarnar besta herbergið
Eftir fyrstu nóttina urðu reyndar breytingar á herbergjum þar sem að vart var við mús í tveimur herbergjum ! Við kríuðum út afslátt fyrir þau sem lentu í þessu, ekki slæmt í ljósi þess að þarna var aukagestur sem gisti með þeim
Við fórum og fræddumst á fimmtudag og föstudag. Fórum í sendiráð Íslands, til EFTA, skrifstofu SÍS, ESA og EU commission. Mjög áhugavert og við náðum okkur í góða tengiliði. Við borðuðum á mörgum góðum veitingastöðum. Byrjuðum á einum víetnömskum þar sem við fengum frábæran mat. Annar hápunktur var á föstudagskvöldið en þá fórum við á Vincent, sjarmerandi belgískan stað þar sem ég hámaði í mig krækling og fékk dásamlega súkkulaði mousse í eftirrétt. Mmmmm. Ekki má gleyma að minnast á að Brussel er borg súkkulaðsins. Súkkulaðibúðir á öðru hverju horni, margar með súkkulaðigosbrunnum og margar buðu upp á smakk. Við versluðum grimmt í þeirri sem var við hliðina á hótelinu okkar - mmmmmmm það var ekki slæmt að taka með sér poka af molum upp á herbergi eftir langan dag. Auðvitað túrhestuðumst við líka - fórum í Atómið (byggingin á myndinni í færslu hér fyrir neðan) og skoðuðum pissandi strákinn (Mannekin de Pis). Á sunnudagsmorguninn kvöddum við Brussel og flugum til London. Við höfðum 5 tíma í borginni áður en við þurftum að mæta á
flugvöllinn aftur. Við Magnea brunuðum af stað frá Leicester Square, löbbuðum upp Charing Cross Road og fórum inn á Oxford Street. Við sveimuðum milli búða og mér lukkaðist að versla aðeins, mest fyrir Hildu en líka smá fyrir mig :) Við fórum svo niður Regent Street og kíktum aðins inn í Hamleys, hina frægu og risastóru dótabúð. Ég missti mig alveg í spiladeildinni en náði að hemja mig og keypti ekkert ! Ótrúleg sjálfstjórn ! Við fórum svo niður á Piccadilly Circus og tókum l
estina þaðan út á flugvöll. Ég sá því lítið af London en nóg til þess að ég er æst í að fara þangað aftur
Fluginu okkar seinkaði um einn og hálfan tíma (fnys) svo ég var ekki komin heim fyrr en um 3 í nótt. Það er því kominn tími á að skella sér í rúmið og fá almennilega hvíld. 11 dagar í Búdapest !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)