Færsluflokkur: Bloggar

Fiskflak er ekki bara fiskflak

Á þriðjudaginn fór ég á námskeið í að meta ferskleika þorsks.  Hehe, já, veit það hljómar undarlega.  Matís bauð mér á námskeiðið því ég hef tekið þátt í könnunum hjá þeim.  Og þó sumum kunni að finnast það skrítið var námskeiðið mjög skemmtilegt og áhugavert.  Ég hefði aldrei trúað því hvað gæði fisksins breytast mikið á 11 dögum, þó hann sé geymdur á ís.  Við prófuðum að gefa soðnum flökum einkunn fyrst og úff, það var MIKILL bragðmunur á ferskum fiski versus ellefu daga.  Oj hvað sá gamli bragðaðist illa.  Svo mátum við fersk flök og þá þurftum við að gera sjónmat, pota í þau og hnusa af þeim.  Við vorum orðin ansi sleip í þessu og fengum því verðlaun í lok dagsins: ELDSMIÐJUPIZZU !!! Yes!  Ekki sjávarréttapizzu, tek ég fram ! Framhald næsta þriðjudag, verður bara gaman.  Næst þegar ég fer í fiskbúð mun ég horfa á flökin með muuun gagnrýnni augum.  Lykilatriðið er að ef lyktin í búðinni er vond - látið ykkur hverfa !

Nýja tölvu takk !

Ég og LilliÞað hefur dregið talsvert úr blogggleði minni eftir að space bar takkinn datt skyndilega af tölvunni minni.  Gerði mér ekki ljóst hversu mikilvægur hann er fyrr en hann var farinn !  Nú taka öll skrif mun lengri tíma en áður, ég þarf að ýta á litla gúmmítúðu í staðinn fyrir langan fínan takka.  Hrmph.  Svo málið er að kaupa nýja fartölvu.  Ég nota tölvuna mest fyrir smávægilega ritvinnslu, vafra á netinu og hlaða niður myndum.  Spurningin er, hvar fæ ég bestu gæðin fyrir minnstan pening ?  Toshiba vél til sölu hjá BT, 100 þúsund, 160GB.  Ráðleggingar anyone ?  Í öðrum fréttum, Kristín Anna vinkona kom og heimsótti mig í gær með litla son sinn.  2 mánaða og algerlega ómótstæðilegur.  Eggjastokkahristingur !! Jæja, best að hætta, er orðið illt í puttanum af að ýta á gúmmítúttuna!

 


Þegar ég fór að blanda mér í dönsku kosningabaráttuna...

11456_3b697318765f797e933ee58a2122722e


Unginn kominn heim

Hilda og RunólfurHilda kom heim frá Brussel í dag.  Hún er búin að vera þar í viku hjá frænku sinni og búin að skemmta sér konunglega.  Hún var næstum búin að missa af fluginu heim þar sem lestinni hennar seinkaði eftir að hafa keyrt á mann !  Skv. Hildu lifði maðurinn af, ótrúlegt en satt.  Það er fínt að vera búin að fá hana heim, alltaf pínu áhyggjur þegar einkabarnið er í útlöndum án mömmu.  Við pabbi hennar fórum í foreldraviðtal í síðustu viku og fengum að vita hversu fullkomið eintak við eigum.  Kennarinn hlóð á hana lofi og hún fékk bestu umsögn í öllum fögum.  Mont mont mont ! 

Finnið ykkar eigið slagorð :-)

Make Svava Svanborg Yours.

Enter a word for your own slogan:

Generated by the Advertising Slogan Generator, for all your slogan needs. Get more Svava Svanborg slogans.


NýDönsk

NýDönskStuuð ! Fór á tónleika með NýDönsk á NASA í gær og það var rosa gaman.  Fór með Hörpu vinkonu og við skemmtum okkur konunglega.  Ég hef aldrei verið nein  NýDönsk vifta (fan) en þeir komu þægilega á óvart.  Staðurinn var pakkaður og nokkur fræg andlit á sveimi (umkringd misdrukknum aðdáendum sem reyndu að vera skemmtilegir).  Verandi frekar lítið fyrir íslenska tónlist var kannski ekki skrítið að ég kannaðist ekki við öll lögin en það kom mér á óvart hve margir virtust þekkja alla textana.  Þeir voru að sjálfsögðu klappaðir upp og tóku nokkur aukalög.  Fánar hengu á hljóðnemum og hljómborði, til að forðast brot á fánalögum voru stóru fletirnir í fánanum grænir ekki bláir Smile   Við Harpa vorum virkilega ánægðar þegar við héldum heim á leið. Harpa lánaði mér stígvél með hæl fyrir kvöldið og ég rokkaði feitt, næstum 1,90 LoL   Gaman að fara út að gellast af og til !

Júlla og Matti afmælisbörn

Í gær átti Júlla vinkona afmæli og í dag átti Matti maðurinn hennar fertugsafmæli.  Ég fór út að borða með þeim í gær og fékk afmælisköku.  Til hamingju með afmælin elskunar Wizard

Petra Björg, til hamingju með nafnið þitt !

Petra Björg skírðÁ mánudagskvöldið var ég Skírnartertanviðstödd mjög ánægjulega athöfn.  Sonja vinkona var að skíra litlu músina sína.  Hún hlaut nafnið Petra Björg og var greinilega alsæl með það, svo róleg og góð var hún Smile   Enda voru allir sammála um að nafnið væri fallegt og hæfði prinsessunni.  Þetta var margfaldur hátíðisdagur hjá fjölskyldunni, Bjarni hennar Sonju varð 35 ára og Sindri sonur þeirra átti 4 ára skírnarafmæli.  Auðvelt að muna merkisdaga þegar þeir falla á sama dag Smile   Sonja bauð svo upp á dásamlegar veitingar sem nægt hefðu til að fóðra lítið afríkuríki í heilan mánuð.  Við fórum heim saddar og sælar allar vinkonurnar, með afganga í nesti.  Þökk sé Sonju er ég búin að borða yndislegan mat þrjú kvöld í röð.  Til hamingju með nafnið Petra Björg, til lukku með dömuna Bjarni og Sonja !

Myndir úr óvissuferð

Við Magnea í Í Hellisheiðarvirkjun

Hissa á fótvissi

Jæja, óvissuferðin kom og fór og enn er ég í heilu lagi.  Margir höfðu samband við mig á laugardeginum og óskuðu eftir að vita hvað ég braut í þetta sinnið.  Mér fannst ekki laust við að örlaði á vonbrigðum hjá vinum og fjölskyldu yfir því að ekkert væri brotið.   Ferðin var vellukkuð í alla staði og allir virtust skemmta sér vel.  Fyrst skoðuðum við hraunmyndanir sem heita Tröllabörn sem eru rétt hjá Lækjarbotnum.  Næst var skoðuð Hellisheiðavirkjun sem við auðvitað mátum í gegnum heilbrigðisfulltrúagleraugun.  Þá var stoppað í Hveragerði og farið í leiki á planinu gengt Eden.  Loks var endað með humarveislu á veitingastaðnum Í fjöruborðinu á Stokkseyri.  Frábær matur, frábær stemning.  Þegar í bæinn var komið fór þæga fólkið allt heim en þeir sem sprækari voru skelltu sér í bæinn.  Skemmst er frá að segja að ég og Ólöf vinnufélagi djömmuðum lengst, enda ungar og einhleypar konur.  Við vorum aftur á móti ungar og frekar ræfilslegar konur daginn eftir...  En ég kvarta ekki yfir smá timburmönnum þegar fótbrotunum er sleppt. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband