Færsluflokkur: Bloggar

Leikið með dót - ekki búin til dótasúpa

Arna að leika sér Ég brá mér í heimsókn til mömmu á laugardaginn með Leikið með bílskúrinnSteingrím litla.  Sif vinkona kom líka með dóttur sína Örnu Ösp.  Mamma dró strax fram fullt af dóti sem sú stutta fór að leika sér að.  Okkur mömmu fannst gaman að sjá Örnu leika sér að dótinu enda aðeins öðruvísi aðfarir þegar bræðurnir Óli og Steinar eru að leika sér.  Þá er dótið venjulega út um allt gólf og kallar og annað dót fljúga gjarnan niður af borði ef þeim er stillt upp þar.  Arna lék sér hinsvegar stillt og góð og ekki eitt hæti endaði á gólfinu. Kynbundinn munur?  Eða eru bræðurnir bara orðnir leiðir á dótinu?  Eitt er víst að það tók styttri tíma að taka saman dótið eftir dömuna en herrana. 

Ófarir í óveðri

Skemmdir á bílÞað hefur varla farið framhjá neinum að það er svolítil gola í Reykjavík í dag.  Svona 20 m/s gola.  Þessu var búið að spá og búið að benda verktökum á að festa niður allt lauslegt á vinnusvæðum.  Þau skilaboð fóru greinilega framhjá mönnum hjá verktakafyrirtækinu sem er að byggja húsið sem ég vinn í.  Um hálf fjögur leytið í dag sáum við hvernig stafli af stórum tréplötum tókst á loft og fauk á bílana á bílastæðinu.  Einn vinnufélaga minna hljóp út og fór að fergja plötustaflann og sækja plötur sem voru að fjúka um stæðið.  Hvað gerðu átta starfsmenn verktakafyrirtækisins sem stóðu þarna ?  Jú, þeir stóðu og horfðu á hann gera þetta !!! Hreyfðu hvorki legg né lið til að hjálpa honum né gera nokkuð að eigin frumkvæði.  Grr, mér til mikillar gleði hafði ein platan farið utan í bílinn minn.  Til allrar lukku komu bara smá rispur, en ég geri tjónaskýrslu og þeir fá að borga skemmdirnar !! Mrrrd.  Óheppnin eltir mig á röndum þessa dagana!  Stormurinn góði tryggir mér svo verkefni í kvöld, þar sem vatn lekur inn um óþétta svefnherbergisgluggann.  Það komu 3 eldingar áðan, það er það eina skemmtilega sem gerst hefur varðandi þetta óveður.  Best að liggja núna og slaka á, reyna að hugsa jákvætt og fara með möntrur. 

Tölva dauðans

Fyrir rúmum tveimur vikum keypti ég mér nýja tölvu.  Var rosa glöð, tölvan fín og flott og allt það.  Aðeins eitt vandamál.  Þegar hún fór á standby þá sýndi hún alltaf villuskjá þegar ég kveikti aftur.  Hmm.  Ég fór aftur með hana í búðina og þar var mér sagt að þetta væri bara galli í Windows Vista, ekkert mál, yrði lagað í næsta service pakka.  Ég fór aftur heim með tölvuna, en daginn eftir fór að heyrast í henni undarlegt hljóð.  Lágt en síendurtekið, ekki eðlilegt.  Svo ég fór með hana aftur.  Í þetta sinn héldu þeir tölvunni í fimm daga.  Sögðu hana virka fínt, ekkert hljóð og búnir að uppfæra Vista, allt í gúddí.  Ég sótti hana því kát og glöð í dag.  Kveikti á henni í kvöld, eftir 20 mínútur fór hljóðið góða að heyrast aftur, bara aðeins öðruvísi.  Hmmm, hugsa ég, þeir voru s.s. bara full of bullshit. Nema hvað, þá slekkur tölvan einfaldlega á sér.  Ég reyni að endurræsa hana, við mér blasir villugluggi.  Svo slekkur hún á sér aftur.  Ég reyni að ræsa aftur, aftur slekkur hún.  Svo að á morgun ætla ég mér að labba niður í Tölvutek og henda henni í hausinn á þeim.  Virkar fullkomlega segja þeir - best að þeir leiki sér þá að henni.  Ég er kannski ljóshærð en það er ekki hægt að sannfæra mig um að þessi tölva sé í lagi!!!


Hilda - meistarinn minn!!!

Núna um helgina var haldið Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í aldursflokknum 15-22 ára.  Hilda Margrét keppti og stóð sig að venju með sóma Cool   Gullverðlaun í stangarstökki, brons í kúlu og 4x200m boðhlaupi.  ÍR stóð uppi sem sigurvegari mótsins með flest stigin og Hilda fékk að taka á móti bikarnum.  Hún er bara best og duglegust !

Þorrablót og bolluveisla

Fjölskyldan hélt fast við þjóðlega siði og hafði bæði þorrablót og bollukaffi um helgina.  Við söfnuðumst saman á laugardaginn heima hjá Möggu systur og allir lögðu eitthvað í púkkið svo útkoman varð glæsilegt þorrahlaðborð.  Ég borðaði mig sadda af hákarl, harðfisk, hangikjöti (vá hvað mikið af þorramat byrjar á h!), sviðasultu og rófustöppu.  Ég sleppti hinsvegar súrmetinu, það hefur aldrei verið minn tebolli.  Svo var auðvitað eftirréttahlaðborð, mestmegnis ís eins og svo oft þegar þessi fjölskylda kemur saman LoL   Hápunktur kvöldsins var þegar Steinar Örn sýndi okkur passamynd af móður sinni.  Sú mynd hlýtur þann vafasama heiður að vera skelfilegasta mynd sem tekin hefur verið af systur minni - af mörgum öðrum ólöstuðum !  Hún er jafnframt sú fyndnasta, á Sæta Arna Rúnþví er enginn vafi.  Við öskruðum úr hlátri, ég varð næstum meðvitundarlaus og átti erfitt með andadrátt í langan tíma á eftir.  Á myndinni tekst henni að vera bæði hörkuleg en jafnframt eymdarleg á svipinn.  Eitt er víst, ég er hætt að kvarta yfir passamyndunum mínum!  Í dag var svo hið hefðbundna bollukaffi hjá mömmu.  Hún hafði bakað um 90 bollur og þegar ég fór höfðu allar nema fimm horfið ofan í maga æstra fjölskyldumeðlima.  Yngsti meðlimur fjölskyldunnar, frk. Arna Rún fékk að vísu engar bollur en við fengum að knúsa bollukinnarnar hennar.  Er svo ææææðisleg InLove   Tókst að fá hana í hendurnar í smá stund, svo var henni rænt af næsta ættingja.  Ótrúlegt hvað hún var róleg miðað við hve oft hún skipti um hendur !!  Góð veisluhelgi hjá fjölskyldunni, megi þær verða fleiri á þessu ári.

Afmælispartí og fleira

Flotta afmæliskertið!Það má segja að ég hafi fagnað afmælinu mínu 3 daga í röð.  Fyrst fór ég út að borða á afmælisdaginn.  Bæði gaman og gott LoL   Svo á föstudagskvöldið bauð Umhverfisráð öllu starfsfólki sviðsins út að borða.  Risahörpuskel, andabringa og kaka, einnig slatti af rauðvíni og bjór með.  Töframaður sá um skemmtun og allir í góðu skapi.  Á laugardagskvöldið hélt ég svo partí hér og var mikið um dýrðir.  12 mættu og var mikið hlegið og spjallað.  Ég fékk margar góðar gjafir; spil, púða, vettlinga, handryksugu, kaffi, geisladisk, blóm, kerti og rauðvín.  Par excellance !  Frábært kvöld, takk allir aftur !!  Helgin var s.s. alveg frábær.  Á sunnudagskvöldið spilaði ég svo við Helgu og Björgu, ekki var það nú leiðinlegt Tounge   Það var hinsvegar ekki jafn gleðilegt hvað ég var slæm í fótunum eftir helgina.  Freyja, hundurinn hennar Steinku, fór með mig í göngutúr á laugardaginn.  Sá göngutúr fólst aðalega í örvæntingarfullum tilraunum mínum til að halda mér uppréttri meðan Freyja dró mig á æðisgengnum hraða um Kópavoginn.  Afleiðingarnar komu í ljós á sunnudag og mánudag, stífir ökklar með tilheyrandi haltri.  Það keyrði svo um þverbak í dag þegar bakverkir bættust í hópinn.  Ég hreyfi mig því eins og gamamenni, passar vel við aldurinn.  Jæja, best að bryðja íbúfen og fara að lúra.  Sæl og glöð samt eftir helgina !

Ég á afmæli í daaaaaag!!

Þá eru liðin 36 ár frá þeim mikla gleðiatburði að ég kom í heiminn.  Búin að fá knús, hamingjuóskir, gjafir og afmælissöng.  Hvers meira er hægt að óska sér ?  Skelli mér svo út að borða á eftir með Hildu og Svanhildi systur og fjölskyldu.  Fertugsafmælið færist nær!

feb07 130


Fljúgandi Jakob og sæt kríli

Sif með dæturnar sætuSteingrímur var ekki eina krílið sem ég fékk að sjá þessa Óli sætamúshelgina.  Ég brá mér í kaffi til Sifjar vinkonu í dag og hitti þar systurnar Örnu og Eyrúnu.  Eyrún var reyndar ekkert par hrifin af gestinum, vildi alls ekki horfa of mikið á mig og hélt fast í mömmu sína.  Arna var meira til í að spjalla og sendi gestinum leiftrandi bros... sum með kakóskeggi til áherslu LoL   Næst fór ég heim til mömmu og þar voru Óli og Steinar í góðum gír að horfa á Múmínálfana.  Alltaf jafngaman að sjá þá bræður og alltaf sama fjörið í þeim.  Loks fór ég í kvöldmat heima hjá Kristínu vinkonu.  Hún bauð upp á Fljúgandi Doddi krúttJakob, æðislegan kjúklingarétt sem ég að sjálfsögðu át yfir mig af.  Stjarnan á því heimili er 4 mánaða og er kallaður Doddi.  Sá er með ómótstæðilegt bros og fína undirhöku Smile   Ég fór því ánægð heim í kvöld, búin að fá að sjá fullt af krílum og borða góðan mat. Nú er best að fara að lúra með bros á vör.

Duglegi strákurinn minn!!!

Steingrímur litli stuðningsbarnið mitt var hjá mér um helgina.  Hann labbaði fram og til baka um alla íbúðina, mér til mikillar gleði.  Enhverjum kynni að finnast það skrítið að gleðjast yfir því - en sjáið til, hann var að læra að ganga óstuddur, 4 ára gamall.  Þegar hann var yngri vissi enginn hvað hann myndi geta, hvort hann myndi ganga yfir höfuð.  En minn maður tók bara framförum, á sínum hraða og fór eins varlega og hann taldi nauðsynlegt.  Göngugrindin var fínt hjálpartæki um stund, svo var hún bara til trafala.  Nú brunar hann milli staða eins og ekkert sé.  Miklar framfarir bara síðustu tvær vikur.  Nú er ég bara hissa að hann skuli ekki vera þreyttur eftir alla þessa göngutúra LoL

Hér er myndband af hetjunni á röltinu heima hjá mér:

 


Flutt í nýtt hús - kassar kassar allsstaðar

Hér í nýja húsinu er allt á rúi og stúi.  Kassar í hrúgum út um allt enda vantar enn húsgögnin svo ekki er hægt að taka upp úr þeim.  Set hér tvær myndir, eina frá því þegar ég var að pakka og aðra frá fyrsta deginum á nýja staðnum Smile

Vígaleg með límband !Við Magnea við borðin okkar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband