Þorrablót og bolluveisla

Fjölskyldan hélt fast við þjóðlega siði og hafði bæði þorrablót og bollukaffi um helgina.  Við söfnuðumst saman á laugardaginn heima hjá Möggu systur og allir lögðu eitthvað í púkkið svo útkoman varð glæsilegt þorrahlaðborð.  Ég borðaði mig sadda af hákarl, harðfisk, hangikjöti (vá hvað mikið af þorramat byrjar á h!), sviðasultu og rófustöppu.  Ég sleppti hinsvegar súrmetinu, það hefur aldrei verið minn tebolli.  Svo var auðvitað eftirréttahlaðborð, mestmegnis ís eins og svo oft þegar þessi fjölskylda kemur saman LoL   Hápunktur kvöldsins var þegar Steinar Örn sýndi okkur passamynd af móður sinni.  Sú mynd hlýtur þann vafasama heiður að vera skelfilegasta mynd sem tekin hefur verið af systur minni - af mörgum öðrum ólöstuðum !  Hún er jafnframt sú fyndnasta, á Sæta Arna Rúnþví er enginn vafi.  Við öskruðum úr hlátri, ég varð næstum meðvitundarlaus og átti erfitt með andadrátt í langan tíma á eftir.  Á myndinni tekst henni að vera bæði hörkuleg en jafnframt eymdarleg á svipinn.  Eitt er víst, ég er hætt að kvarta yfir passamyndunum mínum!  Í dag var svo hið hefðbundna bollukaffi hjá mömmu.  Hún hafði bakað um 90 bollur og þegar ég fór höfðu allar nema fimm horfið ofan í maga æstra fjölskyldumeðlima.  Yngsti meðlimur fjölskyldunnar, frk. Arna Rún fékk að vísu engar bollur en við fengum að knúsa bollukinnarnar hennar.  Er svo ææææðisleg InLove   Tókst að fá hana í hendurnar í smá stund, svo var henni rænt af næsta ættingja.  Ótrúlegt hvað hún var róleg miðað við hve oft hún skipti um hendur !!  Góð veisluhelgi hjá fjölskyldunni, megi þær verða fleiri á þessu ári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband