Árshátíð Umhverfis- og samgöngusviðs 17. apríl

Þann 17. apríl var haldin árshátíð Umhverfis- og samgöngusviðs í Þjóðleikhúskjallaranum.  Þetta varð hið skemmtilegasta kvöld og góð stemning.  Siggi Hall sá um matinn, það var hlaðborð með hinum ýmsu réttum, öllum mjög góðum.  Síðan voru nokkur skemmtiatriði.  Við vorum með myndasýningu frá atburðum á liðnu ári, sýndum myndband við lagið hans Einars Oddssonar vinnufélaga míns (myndbandið getið þið séð hér, frábært lag !).  Síðan var leikritið um Öskubusku, þar sem fólkið í salnum skrifaði setningar fyrir leikritið.  Það var mjög skemmtilegt, sérstaklega gaman hvað það hittust stundum vel á setningarnar miðað við hvað var í gangi í leikritinu.  Loks svar tónlistaratriði þar sem strákur með gítar tók nokkur lög.  Hljómsveitin Hafrót hélt svo uppi stuðinu eftir það.  Upp úr miðnætti fórum við Ólöf vinkona yfir á Celtic Cross og hittum Gunnellu vinkonu sem var þar að fagna afmælinu sínu.  Þar var geðveikt stuð og við djömmuðum til klukkan 4.  Frábær og velheppnuð skemmtun í alla staði ! 

Fanney Edda Frímannsdóttir 9. júní 2007-13. apríl 2010

Fanney Edda fallegust :)

Í gær var til grafar borin Fanney Edda Frímannsdóttir, aðeins tæplega 3 ára gömul, sigruð af erfiðum veikindum.  Síðastliðið  ár var ég heimastarfsmaður hjá henni og aðstoðaði fjölskyldu hennar við umönnun hennar.  Ég mun aldrei gleyma því er ég sá hana í fyrsta skipti, pínulítil mús í stóru sjúkrarúmi sem horfði á mig stórum augum og kreisti puttann minn.  Á því augnabliki stal hún hjarta mínu og mun alltaf eiga hluta af því það sem eftir er.  Fanney Edda elskaði að láta lesa fyrir sig og oft sagði hún LESA! um leið og hún sá mig koma inn úr dyrunum.  Einu sinni var hún sofandi þegar ég kom á vakt og ég sat við rúmið hennar þegar hún vaknaði.  Hún opnaði augun, sá mig og sagði LESA! um leið Smile Ég hafði svo gaman af því að lesa fyrir hana og oft náði ég að lesa heilan bunka  áður en svefninn sigraði hana.  Henni þótti líka gaman að ýmsum leikjum og fannst t.d. mjög gaman að láta blása sápukúlur fyrir sig.  Einnig var gaman þegar hin ýmsu tuskudýr voru látin knúsa hana og alls kyns dót látið dansa og tala við hana.  Henni fannst líka gaman að hlusta á tónlist og horfa á dvd.  Ef mér tókst ekki að halda uppi skemmtun gat ég treyst á að Benni bróðir hennar gæti galdrað fram bros, líka Kata litla sem var greinilega í uppáhaldi.  Matti megamús, litli bróðir, var líka skemmtilegur en stundum ansi fyrirferðamikill þegar hann sýndi ástúð sína :).  Það var sárt að sjá á þessu ári hvernig heilsu litlu snúllunar hrakaði smá saman meira.  Það varð erfiðara að galdra fram bros en um leið varð hvert bros dýrmætara.  Síðasti dagurinn sem við áttum saman var góður dagur.  Fanney lék sér í rafmagnshjólastólnum, horfði á Skoppu og Skrítlu ánægð og glöð, alveg verkjalaus.  Ég las svo fyrir hana þar til hún sofnaði, kyssti hana góða nótt og kvaddi, án þess að vita að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi hana á lífi.  Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari litlu stúlku, fengið að kynnast hennar frábæru fjölskyldu sem sló um hana skjaldborg og gerði allt til að tryggja henni gott og innihaldsríkt líf.  Það er eins og örlögin hafi raðað í kringum hana öllu því besta fólki sem var að finna henni til stuðnings.  Elsku litla músin er núna laus við allar þjáningar, laus við tækin og allt það sem sjúkdómnum tengdist.  Ég veit að núna hvílir hún rótt hjá ömmu sinni og ekkert slæmt getur hent hana meir.  Samt vildi ég óska að ég gæti fengið að sjá hana aftur, að bara fá að lesa fyrir hana einu sinni enn.

Hvíldu í friði elsku litla Fanney Edda Heart 


Krútt dagsins

Arna sæta í stólnum sínumÍ gær um hádegið fór ég í heimsókn til Helenar systur en þar var Arna Rún, barnabarnið hennar í heimsókn.  Arna fór á kostum að vanda, rak langömmu sína með harðri hendi úr stólnum hans pabba og skemmti sér svo við að skipa pabba sínum fram og til baka að gera eitthvað fyrir hana.  Amma hennar prófaði að setjast í stól pabba hennar þegar hann brá sér fram en þá varð sú litla alveg brjáluð.  Bara pabbi mátti vera þarna. Smile  Litli harðstjórinnDoddi að hlæja að könglakasti er líka ljúf og góð, ég fékk blautan koss og faðmlag þegar ég fór LoL.  Í eftirmiðdaginn hitti ég svo annað krútt þegar ég fór til Kristínar Önnu vinkonu í mat.  Doddi sonur hennar er bara nokkrum dögum yngri en Arna en er ágætur í að stjórna umheiminum líka.  Ég átti að sitja á gólfinu og leika, þegar fatlafólið var hinsvegar orðin aum og ætlaði að setjast í sófann varð minn maður alveg snar svo ég settist í hvelli aftur.  Við skruppum svo út á róló og það var gaman að fylgjast með þegar Kristín stríddi honum með greniköngli, en honum hryllti við könglinum og var hálfhræddur við hann.  Fannst samt afar gaman þegar mamma var að kasta könglinum til hans.  Birti hér myndir af litlu snúllunum.


Edinborgarferð 3.-8. mars (átti að birtast fyrir neðan en póstaðist svo efst!)

Við Magnea að versla í Long Tall SallyÞann 3.-8. mars sl. fór ég í ferð til Edinborgar á vegum Félags heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa.  Tilgangurinn var að heimsækja Í Princes Street Garden fyrir neðan kastalannEdinburgh City Council og SEPA, skosku umhverfisstofnunina og kynna okkur hvað þessar stofnanir eru að gera í heilbrigðiseftirlits og umhverfismálum.  Við flugum á Glasgow og tókum lest til Edinborgar.  Fyrstu 2 næturnar gisti ég á hóteli með öllum hinum en síðan gisti ég hjá Gunnellu vinkonu og fjölskyldu næstu 3.  Ferðin var alveg frábær.  Vel var tekið á móti okkur hjá báðum stofnununum, frábær fræðsla og boðið upp á hádegisverð og SEPA meira að segja keyrði okkur aftur heim á hótel Smile   Svo var auðvitað kíkt á pöbbana á kvöldin og farið að borða á góðum veitingastöðum.  Við borðuðum öll saman á föstudagskvöldinu, en hópurinn taldi 21, þar af 18 sem voru í fræðsluferðinni og 3 makar.  Staðurinn sem við fórum á heitir Kushis og er indverskur Stuð á indverska veitingastaðnumveitingastaður.  Maturinn var hreint frábær, stemningin æðisleg og allir ánægðir eftir kvöldið.  Um helgina tóku viðÉg og Greyfriars Bobby skoðunarferðir um borgina með Gunnellu sem að sjálfsögðu er hinn besti leiðsögumaður LoL   Við skoðuðum kirkjugarða, söfn og skemmtilega staði - og að sjálfsögðu var öl haft um hönd.  Ég flaug svo heim frá Glasgow mándudaginn 8. mars, ánægð og sæl eftir góða ferð.

Eldfjallaferð hin seinni

Nýja sprungan og mökkurinn blasa við í rökkrinuÁ föstudaginn langa lagði ég í aðra eldfjallaför með Matta, Júlíönu og Mikkel manninum hennar Hafdísar vinkonu.  Farið var á jeppanum þeirra Júllu og Matta og lagt var íMeiri eldur hann eftir mikla yfirlegu yfir veðurspánni kl. 18.  Við brunuðum austur og keyrðum inn Fljótshlíðina og í þetta skipti var bara brunað yfir ánna sem var engin hindrun fyrir Matta og jeppann Wink   Eftir því sem við keyrðum innar fórum við að sjá meira af gosinu.  Nýja sprungan sem opnaðist eftir fyrri heimsókn okkar Júllu reyndist vera á besta útsýnisstað og spúði eldi og brennisteini fyrir hvern sem horfa vildi.  Þar sem farið var að Gosið í myrkrinurökkva nutu eldarnir sín sérstaklega vel.  Þegar nær dró sáum við betur hraunánna sem rann niður í Hvannárgil.  Þetta var alveg stórfenglegt að horfa á.  Þegar við vorum aftur til móts við Húsadal var hægt að sjá líka sletturnar úr hinum gígnum koma upp meðfram nýja fellinu.  Við keyrðum áfram inneftir, Matti í góðu stuði að keyra yfir ár og hossast yfir hindranir.  Við enduðum inni við Einhyrningsfell en þar náðum við að sjá báða hraunstraumana, líka þann sem rennur niður í Hrunagil.  Þarna var orðið alveg dimmt og ofsalega fallegt að sjá appelsínugula, gula og rauða litinu í gosinu.  Við keyrðum til baka sæl og ánægð, frábær lífsreynsla að baki.  Vorum komin í bæinn upp úr miðnættinu og þá var maður orðinn ansi stífur eftir hoss og langa setu í bíl.  Frábær ferð og þúsund þakkir til Júllu og Matta fyrir að taka mig með í þetta ævintýri.  Því miður er myndavélin mín svo léleg að ég tók engar góðar myndir, en fæ seinna myndir frá Matta og Mikkel.  Ýta þarf á myndirna og stækka þær til að sjá betur

Eldfjallaferð hin fyrri

Sunnudaginn 28. mars skelltum við Júlíana vinkona okkur í ferð á eldfjallaslóðir.  Við keyrðum af stað á mínum fjallabíl (Nýja fellið blasir við fyrir miðri myndNissan Almera) og brunuðum sem leið lá inn í Fljótshlíð.  Þegar þangað kom var ljóst að við kæmumst ekki á góðan útsýnisstað nema að keyra yfir eina á og það var litliI've been there mynd :) Nissaninn minn ekki tilbúinn til að gera.  Um klukkustundargangur var í útsýnisstað sagði fólk á staðnum en við Júlíana ákváðum að ganga aðeins upp að Þórólfsfelli og sjá hvort við sæjum eitthvað betur.  Við löbbuðum af stað voða fínar í hlýjum fötum með göngustafi.  Eftir ca. 3 mínútur sáum við að þetta var ekki að ganga, vorum þegar frosnar inn að beini og Júlla ennþá hundlasin.  Ég gekk því að veginum og rak þumalinn upp í loftið.  Viti menn, jeppi nr. 2 tók okkur upp í !  Þar voru á ferðinni miðaldra hjón með uppkomna dóttur og þau keyrðu okkur út að besta útsýnisstaðnum til móts við Húsadal í Þórsmörk.  Við sáum nýja fellið og hraunslettur skjótast út til hliðar við það.  Þar sem það var hábjartur dagur og sólskin var erfitt að sjá eldinn sjálfan, aðeins sást glitta í rautt í hraunstraumnum frá fellinu.  Við fengum svo far aftur að vaðinu og þökkuðum þeim hjónum kærlega fyrir Smile   Var gaman að sjá hraunið slettast en við ákváðuSéð yfir í Þórsmörk og á skriðjökulinnm að bíða myrkurs til að sjá bjarmann af gosinu.  Nema hvað, þá skall á sandstormur og skyggni var nákvæmlega ekkert.  Við borðuðum því bara á Selfossi og héldum svo í bæinn, þreyttar en ánægðar með ævintýradag.

Gönguferð með Steinku og Gumma

Í fjörunni við Hafið bláaÞann 13. mars skrapp ég í smá bíltúr með fuglaskoðun og göngutúraívafi Smile   Byrjuðum í fuglaskoðun við Elliðavatn en þar tókst Freyju að draga Steinku systur niður af göngustígnum og henda henni um koll á æðisgenginni leið hennar niður að vatninu LoL   Síðan keyrðum við austur fyrir fjall og stoppuðum fyrst við ósa Ölfusár og Freyja fékk að leika lausum hala í fjörunni.  Því næst var förinni heitið á Stokkseyri þar sem við skoðuðum listamiðstöð og skruppum svo í göngutúr í fjörunni.  Rákumst á hundaræktanda með nokkra yndislega íslenska hvolpa sem voru í girðingu í garði.  Steinka fékk að halda á einu krílinu og við ætluðum aldrei að ná henni í burtu.  Því næst var brunað á Selfoss í leit að kaffihúsi en ekkert fannst opið!  Við enduðum því á kaffi og með því í bakaríinu í Hveragerði.  Afar skemmtilegur dagur, var fegin að komast heim með heilar hendur því Freyja eyddi bakaleiðinni í að sleikja hendurnar á mér upp til agna !

Enn lengra blogghlé !!

Þetta gengur ekki, búin að vera allt of léleg að blogga.  Þá er um að gera að bæta það upp, hér á eftir koma nokkrar færslur :)

Langt blogghlé !

Aron og Steinar að spila BíóbrotJahérna hér.  Allt þetta stúss á Facebook hefur rænt migEva leikur James Bond öllum tíma til að sinna blogginu mínu.  Best að koma aðeins með smá fréttir hér.  Árið 2009 er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur aftur.  Ég ferðaðist bara innanlands á síðasta ári og var það alveg frábært.  Fullt að gera í vinnunni eins og venjulega og Guðlaug sjálflýsandiHilda Margrét lauk grunnskóla með stæl og byrjaði í MR síðasta haust.  Gæludýrunum fækkaði niður í 3 á árinu vegna fráfalls stökkmúsa og gullfisks.  Gott ár þrátt fyrirMamma huggar hræddar kisur kreppu og Icesave og hvað veit ég.  Að venju var síðasta degi ársins fagnað með veislu hjá Steinku systur.  Var þar mikið grín og gaman og sérstaklega góður matur.  Læt fylgja nokkrar myndir frá kvöldinu hér með.  Gleðilegt ár 2010 !!

Skemmtilegt vinnudjamm

Síðastliðið föstudagskvöld var haldið frábært vinnupartý hér í Borgartúninu.  Fólk átti að mæta í grímubúning, enda var hrekkjavakan þema kvöldsins.  Ég endurvakti gamlan kunningja, Major Dimitri Jerkoff (you can call me Major Jerk) og skálmaði um svæðið, fúlskeggjuð með byssu.  Þetta var frábær skemmtun, margir flottir búningar og auðvitað skemmtilegur félagsskapur.  Hér er ein mynd af Dimitri í stuði:

Dimitri og Pétur


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband