Gönguferð með Steinku og Gumma

Í fjörunni við Hafið bláaÞann 13. mars skrapp ég í smá bíltúr með fuglaskoðun og göngutúraívafi Smile   Byrjuðum í fuglaskoðun við Elliðavatn en þar tókst Freyju að draga Steinku systur niður af göngustígnum og henda henni um koll á æðisgenginni leið hennar niður að vatninu LoL   Síðan keyrðum við austur fyrir fjall og stoppuðum fyrst við ósa Ölfusár og Freyja fékk að leika lausum hala í fjörunni.  Því næst var förinni heitið á Stokkseyri þar sem við skoðuðum listamiðstöð og skruppum svo í göngutúr í fjörunni.  Rákumst á hundaræktanda með nokkra yndislega íslenska hvolpa sem voru í girðingu í garði.  Steinka fékk að halda á einu krílinu og við ætluðum aldrei að ná henni í burtu.  Því næst var brunað á Selfoss í leit að kaffihúsi en ekkert fannst opið!  Við enduðum því á kaffi og með því í bakaríinu í Hveragerði.  Afar skemmtilegur dagur, var fegin að komast heim með heilar hendur því Freyja eyddi bakaleiðinni í að sleikja hendurnar á mér upp til agna !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband