Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
18.8.2007 | 18:02
Spiderman x 2 !
Í dag varð Óli litli frændi minn 3 ára og af því tilefni færði ég honum afmælispakka áðan. Steinar litli bróðir hans varð 2 ára 1. ágúst og fékk líka síðbúinn pakka. Í pökkunum leyndust Spiderman búningar, en Óla hafði dreymt lengi um að eignast einn slíkan
. Þeir bræður æddu um allt í búningunum og voru ekkert kátir yfir því að þurfa að fara úr þeim þegar kom að því að fá sér afmæliskaffið. Ætlaði að setja hér mynd með en því miður hefur Moggabloggið ekki leyft mér að pósta neinar myndir lengi ?? Gengur ekkert að hlaða inn myndum úr tölvunni, veit einhver hvernig á að sigrast á því vandamáli ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2007 | 01:06
Það er svo margt undarlegt í veröldinni...
Er að bisa við að raða úr kössum inn í eldhússkápana. Gorgl, þetta tekur endalausan tíma ! Kassafjallið á ganginum glottir glaðlega til mín í hvert skipti sem ég kem inn, er ekki frá því að glottið verði illgirnislegra með hverri mínútunni sem líður... Anyways, hér sit ég ein og vafra um netið mér til skemmtunar. Vissuð þið að Bond myndin Thunderball heitir "Åskbollen" á sænsku ?? Bwahahahahha, sænska er fyndið mál
Það er fleira undarlegt að finna á vefnum, t.d. á danskri vefsíðu fann ég myndaseríu af stúlkum að hnusa af boxer nærbuxum.. argh ? Og svo er það fréttin um dómarann í USA sem krefst 300 miljón dollara í skaðabætur vegna þess að fatahreinsun týndi buxunum hans. Það besta er að búið er að finna buxurnar aftur fyrir löngu og búið að vísa málinu frá, klikkhausinn er búinn að áfrýja og heldur bara áfram. Han må være syg i hovedet !! Fyndnari er fréttin um breska lögreglumanninn sem hafði mök við konu á skrifstofunni sinni á vinnutíma, en passaði sig á því að hafa þráðlausa heyrnartólið á sér svo hann gæti svarað neyðarhringingum. Konuna hitti hann á vefsíðu fyrir fólk sem verður kynferðislega æst af einkennisbúningum... Lögreglumaðurinn náðist á eftirlitsmyndavél og getur því misst vinnuna
Blessað netið, manni leiðist ekki meðan maður hefur það !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja, nú er komin sía á símalínuna og því er netsambandið komið á fyrir fullt og allt. Amen og halelúja ! Í dag komu svo tveir indælir viðgerðarmenn og gerðu loftnetstengilinn svo nú sé ég sjónvarpið. Jibbí !! Vitið þið hvert vandamálið var ? Jú, nágrannar mínir á hæðinni fyrir ofan höfðu verið að leika sér í heimaviðgerðum og tekið kapalinn minn úr sambandi. Þau höfðu hreinlega tengt sjónvarpið sitt beint inn í kapalinn í veggnum og ekki fattað að þetta myndi hafa áhrif á sjónvarpið annarsstaðar. Konan sem ég keypti af tók ekki eftir neinu þar sem að hún var með Skjáinn í gegnum adsl. Kostaði 5000 kr - sem ég mun rukka nágrannana góðu þegar þau koma heim úr fríinu í Júgóslavíu. Fnys. Undanfarna viku er ég búin að njóta lífsins í sumarbústað við Hreðavatn. Mamma, Hilda og Guðlaug voru hjá mér allan tímann en Svanhildur, Ragnar og drengirnir voru yfir helgina. Það var ljúft að slappa af, fara í pottinn og borða góðan mat. Við fórum líka og heimsóttum Svövu frænku mína í veiðihús í Haukadalnum (þeim Haukadal sem er rétt hjá Búðardal). Ég notaði tækifærið og heimsótti Búðardal í fyrsta sinn... weeeeheeeee... Svo í gær fórum við upp á Snæfellsnes og stoppuðum aðeins á Stykkishólmi. Við keyrðum svo umhverfis nesið og nutum þess að skoða náttúruna í glampandi sólskini. Þetta var endurnærandi dvöl, en ég er samt kát að vera komin heim. Nú tekur við vinnan við að taka upp úr kössum og raða. Argh !! Amk vita allir hvað ég verð að gera næstu vikurnar !
Bloggar | Breytt 18.8.2007 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 10:32
Þetta er að klárast !
Jæja, þá er bara eftir að mála eldhúsið ! Júhú! Svo er auðvitað eftir að gera upp baðherbergið en ég get samt flutt inn, no prob. Home sweet home
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)