Loksins komin í samband við umheiminn - og búin að taka frí í heila viku!

Jæja, nú er komin sía á símalínuna og því er netsambandið komið á fyrir fullt og allt.  Amen og halelúja !  Í dag komu svo tveir indælir viðgerðarmenn og gerðu loftnetstengilinn svo nú sé ég sjónvarpið.  Jibbí !!  Vitið þið hvert vandamálið var ?  Jú, nágrannar mínir á hæðinni fyrir ofan höfðu verið að leika sér í heimaviðgerðum og tekið kapalinn minn úr sambandi.  Þau höfðu hreinlega tengt sjónvarpið sitt beint inn í kapalinn í veggnum og ekki fattað að þetta myndi hafa áhrif á sjónvarpið annarsstaðar.  Konan sem ég keypti af tók ekki eftir neinu þar sem að hún var með Skjáinn í gegnum adsl.  Kostaði 5000 kr - sem ég mun rukka nágrannana góðu þegar þau koma heim úr fríinu í Júgóslavíu.  Fnys.  Undanfarna viku er ég búin að njóta lífsins í sumarbústað við Hreðavatn.  Mamma, Hilda og Guðlaug voru hjá mér allan tímann en Svanhildur, Ragnar og drengirnir voru yfir helgina.  Það var ljúft að slappa af, fara í pottinn og borða góðan mat.  Við fórum líka og heimsóttum Svövu frænku mína í veiðihús í Haukadalnum (þeim Haukadal sem er rétt hjá Búðardal).  Ég notaði tækifærið og heimsótti Búðardal í fyrsta sinn... weeeeheeeee...  Svo í gær fórum við upp á Snæfellsnes og stoppuðum aðeins á Stykkishólmi. Við keyrðum svo umhverfis nesið og nutum þess að skoða náttúruna í glampandi sólskini.  Þetta var endurnærandi dvöl, en ég er samt kát að vera komin heim.  Nú tekur við vinnan við að taka upp úr kössum og raða.  Argh !!  Amk vita allir hvað ég verð að gera næstu vikurnar ! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

fæ alveg hroll við að lesa þetta hjá þér
mikið er gott að vera búin að öllu og vera með íbúðina eins og hún á að vera

Gott samt að þú sért búin að eiga góða viku í bústaðnum, virkilega endurnærandi

Rebbý, 17.8.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Spurgellan mín. Mikið verður þetta nú erfitt hjá þér.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.8.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband