Það er svo margt undarlegt í veröldinni...

Er að bisa við að raða úr kössum inn í eldhússkápana.  Gorgl, þetta tekur endalausan tíma !  Kassafjallið á ganginum glottir glaðlega til mín í hvert skipti sem ég kem inn, er ekki frá því að glottið verði illgirnislegra með hverri mínútunni sem líður... Anyways, hér sit ég ein og vafra um netið mér til skemmtunar. Vissuð þið að Bond myndin Thunderball heitir "Åskbollen" á sænsku ?? Bwahahahahha, sænska er fyndið mál LoL   Það er fleira undarlegt að finna á vefnum, t.d. á danskri vefsíðu fann ég myndaseríu af stúlkum að hnusa af boxer nærbuxum.. argh ?  Og svo er það fréttin um dómarann í USA sem krefst 300 miljón dollara í skaðabætur vegna þess að fatahreinsun týndi buxunum hans.  Það besta er að búið er að finna buxurnar aftur fyrir löngu og búið að vísa málinu frá, klikkhausinn er búinn að áfrýja og heldur bara áfram.  Han må være syg i hovedet !!  Fyndnari er fréttin um breska lögreglumanninn sem hafði mök við konu á skrifstofunni sinni á vinnutíma, en passaði sig á því að hafa þráðlausa heyrnartólið á sér svo hann gæti svarað neyðarhringingum.  Konuna hitti hann á vefsíðu fyrir fólk sem verður kynferðislega æst af einkennisbúningum...  Lögreglumaðurinn náðist á eftirlitsmyndavél og getur því misst vinnuna Police   Blessað netið, manni leiðist ekki meðan maður hefur það !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

voðalega ertu dugleg að vafra um netið kona .... væri ekki meira vit í að æða á kassana (þar fór vinskapurinn fyrir lítið haha)

Rebbý, 18.8.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband