Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Tokyo fréttir

Hellu !  Fórum í Tokyo National Museum í gær og skemmtum okkur vel þar.  Brugðum okkur einnig á Hard Rock Café þar sem ég fékk safaríka grísasamloku.   Mmm, hef saknað þessarar samloku, eina sem ég sé eftir við Hard Rock Reykjavík.  Í dag fórum við í garð við Kichijoji og fórum þar í lítinn dýragarð.  Hápunktur dagsins var íkornabúrið, sem maður fór inn í og íkornarnir hoppa og skoppa í kringum mann.  Og oh my oh my hvað þeir voru sætir !!  Mjög gaman fyrir dýrasjúklinginn mig.  Á morgun förum við í Harajuku hverfið og sjáum vonandi marga furðufugla.  Set vonandi myndir inn á næstu dögum !

Tokyo calling !

Jaeja, vid maedgur erum komnar til Tokyo, lifdum s.s. af longu flugferdina Smile Ad visu var alveg jafn litid plass i tessari flugvel og i odrum velum, svo tad for ekkert serlega vel um mig.  Kosturinn vid British Airways var hinsvegar god tjonusta og svo litla sjonvarpid i saetisbakinu sem sa manni fyrir skemmtun sem stytti ferdina allverulega.  Tokyo er alveg otrulega stor !  Kom a ovart hvad mikid er af lagreistum husum.  Inn a milli eru skyjakljufa i hopum.  Her eru talandi drykkjasjalfsalar, talandi lyftur og upphitud klosett med rassaskoli, rassaturrkun og med tonlist til ad yfirgnaefa vandraedaleg klosetthljod LoL  Vid erum bunar ad vappa um i Sibuya, storu verslunarhverfi i dag og my oh my, tvilikt samsafn af osmekklegum fotum sem vid nadum ad sja.  Her er steikjandi hiti og tvi gott ad bregda ser inn i loftkaelda bud.  Erum ad fara i almenningsgard ad skoda skjaldbokur, svo a sushi stad.  Meira sidar !!


Sayonara !

300px-Location_TokyoJapanJæja, við mæðgur leggjum af stað til Japan í fyrramálið !!  Það er loksins komið að þessu, eftir fleiri mánaða bið !  Verð að játa að ég er nett stressuð...  En það lagast þegar ég verð komin til Keflavíkur og inn í flugvélina.  Við mæðgur þurfum svo að koma okkur frá Gatwick að hótelinu okkar sem er rétt hjá Heathrow.  Svo getum við aðeins kíkt í bæinn, en við höfum nú ekki mikinn tíma til að skoða London er ég hrædd um.  Það verður að bíða betri tíma.  Við munum leggja af stað til Tokyo rétt fyrir kl. 14 á þriðjudaginn, hugsið til okkar á þessu 12 tíma ferðalagi (gisp).  Ég mun reyna að pósta fréttir af okkur hér, annars segi ég bara sayonara !


Alþjóðaleikar ungmenna - með súludansi und alles

Í dag var ég á opnunarhátíð Alþjóðaleika ungmenna sem haldnir eru í Laugardalnum.  Mín ástkæra dóttir er einn keppenda þannig að stolta mamman var auðvitað mætt til að sjá hana labba inn á völlinn.  Þarna var mikið um dýrðir: bláklæddar stúlkur hengdar upp í rólur, víkingar að berjast, skylmingarmenn, klappstýrur, íslenskir hestar og fólk á stultum.  Það sem vakti þó mesta athygli mína voru tvær súludansmeyjar sem dönsuðu á súlum sitthvoru megin við brautina og mynduðu einskonar hlið sem liðin gengu í gegnum.  Mér fannst þetta vægast sagt ekki viðeigandi á íþróttamóti fyrir 12-15 ára unglinga !  Held að skipuleggjendur hefðu átt að hugsa þetta aðeins betur !  Jújú, súludans er erfiður líkamlega og maður verður að vera í góðu formi, farið að kenna hann sem líkamsrækt og bla bla.  En hann á samt ekki heima á unglingaíþróttamóti, ég fæst ekki til að samþykkja það.  Á morgun keppir Hildan mín, verður gaman að fylgjast með LoL

Ekki dauð - bara skrifheft !

Hej hej, er ekki dauð, bara búin að þjást af heiftarlegri ritstíflu Smile   Það hefur ýmislegt á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast.  M.a. hef ég fengið að prófa að stýra lítill 4 sæta flugvél og fljúga í henni yfir höfuðborgarsvæðið.  Mjööööög gaman - þrátt fyrir smá flugveiki.  Svo er ég búin að skoða MILLJÓN íbúðir - EN EKKI KAUPA NEITT !! Er orðin mjöög örvæntingarfull yfir íbúðarmálum.  Verð heimilislaus upp úr miðjum júlí svo það er ekki furða þó maður sé stressaður.  Að vísu get ég fengið að gista hjá mömmu en það er bara skammtímalausn.  Frekar niðurdrepandi !  En vonandi reddast þetta þegar ég kem heim frá Japan.  Já, JAPAN !!  Ég legg af stað á mánudaginn !!  Fyrst gistum við eina nótt í London, svo höldum við áfram 26. júní og förum svo í TÓLF TÍMA FLUG til Tokyo.  Þetta verður GEÐVEIKT GAMAN.  Var að tala við Gunnellu í dag og það æsti upp tilhlökkunina.  Hún er búin að plana að fara með okkur á mörg veitingarhús og sýna okkur fjölda staða.  WEEEEEEEEE!  Ég mun reyna að blogga hér í ferðinni, fylgist þið með á næstunni ! LoL  

The "fucking" short version of Pulp Fiction

Einhver hefur tekið sig til og klippt saman öll þau skipti sem F-orðið er sagt í myndinni Pulp Fiction.  Útkoman er tveggja mínútna mynd sem furðulegt nokk sýnir manni ansi mikið af söguþræði myndarinnar.  Þið getið séð myndina hér.

Lama Yeshe Rinpoche á Íslandi

Lama Yeshe RinpocheUm þessar mundir er merkilegur maður, Lama Yeshe Rinpoche, í heimsókn hér á landi.  Hann er ábóti í Kagyu Samye Ling klaustrinu sem er í Eskdalemuir í Skotlandi.  Hann flúði ungur ásamt bróður sínum frá Tíbet og bróðir hans stofnaði klaustrið fyrir 40 árum.  Hann hefur helgað líf sitt því að boða frið og kærleika, óháð trúarbrögðum og litarhætti.  Magnaður karl !  Í gær var hugleiðsla með honum og ég var að sjálfsögðu mætt á staðinn.  Ég sat á mínum venjulega stað sem þýddi að ég sat við hliðina á honum.  Þegar hann var sestur og hugleiðslan byrjuð fór ég að finna fyrir alveg gífurlegum hita.  Það var eins og ég sæti við varðeld.  Mér varð heitt í kinnunum og var eldrauð í framan. Eftir hugleiðsluna spurði ég Völu, kennarann minn, um þetta og sagði hún mér að þetta væri kallaður "hugleiðsluhiti".  Lamann er svo magnaður að hann grillaði mig þarna eins og lamb á teini.  Áður en einhver heldur að ég sé að ímynda mér þetta get ég til allrar lukku sagt að aðrir upplifðu það sama.  Svo ég er ekki klikk Cool   Í dag var hann með fyrirlestur í Norræna húsinu, fyrir fullu húsi.  Það var frábært að hlusta á hann, enda mikil viska sem hann hafði fram að færa.  Hann var líka fyndinn og skemmtilegur.  Á morgun verður svo kærleiksathöfn kl. 4 og svo fæ ég einkaviðtal við hann.  Frábært að hafa fengið að hitta hann, ætla að eyða restinni af kvöldinu í að lesa bók eftir hann. 

Góð helgi

Ég og EyrúnJæja, enn einni góðri helgi lokið.  Eyddi laugardeginum með Sif vinkonu og dætrum hennar og borðaði hrúgu af nammi og góðan mat.  Eyddi sunnudeginum með Helgu og Magneu í Brekkuskógi og borðaði hrúgu af nammi og góðan mat.  Burp.  Ég þarf örugglega að panta tíma hjá Overeaters Anonymous á morgun !!  Læt fljóta með mynd af mér með Eyrúnu guðdóttur mína sem var tekin á laugardaginn.  Erum við ekki sætar ?

Sumarylur loksins !

jun07 006Jibbí, þar kom að því !!  Það var HLÝTT úti í dag !!  Ég skellti mér á sumarhátíð Múlaborgar, leikskólans hans Steingríms og gat borðað þar frostpinna án þess að breytast í einn sjálf.  Einhver sagði mér að það hefðu verið 17 gráður úti.  Frábært W00t   Til allrar lukku var ég komin heim með litla karlinn þegar á skall dæmigerður hitaskúr eins og í heitu löndunum.  Ég sé fram á góða daga framundan með fullt af útiveru.  Halló sumar !

Bollywood snýr aftur...

Ég varð að gera mynd um lífsreynslu mína.  Sjáið hana hér.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband