Færsluflokkur: Bloggar
12.2.2009 | 14:43
Engla- og djöflabjórkvöld :)
Síðastliðinn föstudag var haldið engla- og djöflabjórkvöld í vinnunni. Fólk var hvatt til þess að mæta í búning eða með eitthvað sem gæfi til kynna í hvoru liðinu það væri. Ekki þarf að spyrja hvoru megin ég var... Þetta var mjög gaman, við útbjuggum líka stór spjöld sem fólk gat stungið hausnum í gat og látið taka mynd af sér sem annaðhvort engill eða djöfull. Ég fór á djammið á eftir, með rauða halann ennþá á mér en var reyndar búin að taka niður hornin Frábær skemmtun eins og sjá má á myndunum :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lið ÍR sigraði heildarstigakeppni félaga á Meistaramóti unglinga 15-22 ára innanhúss sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina og lauk í dag. ÍR hlaut alls 354 stig, FH varð í öðru sæti með 198 stig og Fjölnir í þriðja sæti með 124 stig. ÍR ingar sigruðu stigakeppnina í þremur aldursflokkum eða í meyja, drengja og ungkvennaflokki. Hildan mín var stigahæsta meyjan og fékk að taka við bikarnum Hún vann kúluvarpið og stangarstökkið. Til lukku Hilda mín! Hér er mynd af vinningsliði ÍR, Hilda er fjórða frá hægri í neðri röð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2009 | 20:41
Helginni að ljúka og lífið er ljúft
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 23:58
Orðin árinu eldri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 01:31
Vér mótmælum allir!!
Ég fór niður á Austurvöll í kvöld og tók þátt í mótmælunum. Stöðugur trommusláttur og köllin: Vanhæf ríkisstjórn! yljuðu mér um hjartaræturnar (bálið yljaði mér líka vel). Mér þótti leitt að sjá eggin, sóðaskapinn og rúðubrotin í gamla Alþingishúsinu, get aldrei tekið undir skemmdarverk. En samstaðan sem þarna var, skilaboðin sem hömruð voru aftur og aftur - svona eiga mótmæli að vera! Þarna var fólk á öllum aldri og þjóðfélagsstigum, frægir, ungir, æstir og gamlir. Geir og co. eru í svipaðri stöðu og föruneyti hringsins var í myrkviðum Moriu. Fastir á dimmum stað og trommusláttur berst úr djúpinu. Bomm bomm bommm kæra ríkisstjórn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2009 | 01:01
Harðsperrur frá helvíti og góður árangur Hildu um helgina
Enn ein góð helgi er liðin en sumar afleiðingar hennar eru enn að fylgja mér. Um helgina var haldið Stórmót ÍR og á laugardagsmorguninn mætti ég eiturhress (eða svona..) til að vinna við mótið. Ég lenti í hóp við eina langstökksgryfjuna og fékk það hlutverk að mæla stökkin. Í okkar hlut komu 8 ára og yngri strákar og stelpur og 9-10 ára stelpur. Þetta var þrælgaman, frábært að sjá jafnvel pínulítil kríli gefa allt sitt í stökkin Þar sem ég var að mæla þurfti ég að beygja mig niður í hvert skipti sem barn stökk og hvert þeirra fékk 3 stökk. Þetta voru hátt í 80 krakkar svo að ég beygði mig niður svona ca. 240 sinnum á 1,5 tímum. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Fæturnir á mér voru eins og deig þegar ég ætlaði heim um kl. 11 um morguninn. Ég átti erfitt með að fara niður stiga án stuðnings og það var sárt að setjast niður. Ekki tók betra við á sunnudaginn. Lærin loguðu af harðsperrum og ég varla komst út úr húsi án þess að æpa og veina. Mánudagurinn var síst skárri enda þurfti ég í sýnatökur og klöngraðist upp og niður brekkur með tilheyrandi sársauka. Gaman að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér....
En ! Þó mamman sé aumingi er dóttirin það ekki. Hildan mín keppti á Stórmóti ÍR og á Reykjavík International. Hún fékk gull í kúluvarpi og stangarstökki á Stórmótinu auk bronsins í hástökki. Hún keppti líka í hástökki á Reykjavík International og varð í 5.-6. sæti. Hún bætti sig um heila 16cm í stangarstökkinu. ÍR-ingar fengu alls 70 verðlaun á Stórmótinu, listann má sjá hér.
Ég fór líka á frábær námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöð um helgina. Við lærðum um The Wheel of Life og hugtök eins og karma og impermanence. Alveg frábær fræðsla sem vakti mann verulega til umhugsunar um það sem maður er að gera í sínu lífi. Takk fyrir þetta Dagmar Vala
En nú er kominn tími til að endurhita hitapokann og setja hann á aum læri ! Góðar stundir !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2009 | 16:57
Heilbrigðisfulltrúi í Eurovision
Heilbrigðisfulltrúar eru ekki bara fólk með sjúklegan áhuga á rusli. Einar vinnufélagi minn á lag í undankeppni Eurovision og verður það að keppa um að komast áfram annað kvöld. Lagið heitir Glópagull og er hresst lag í Eurovision stílnum, getið hlustað á það hér. Þetta er besta lagið í keppninni, gefið því atkvæði Við heilbrigðisfulltrúarnir stöndum með okkar manni og ætlum að koma honum áfram !!! Áfram Einar !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2009 | 00:07
Ljúfa líf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 01:02
Froskar og ég fara ekki vel saman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2009 | 23:11
Sólskinsdrengurinn - frábær mynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)