Færsluflokkur: Bloggar

Engla- og djöflabjórkvöld :)

Síðastliðinn föstudag var haldið engla- og djöflabjórkvöld í vinnunni.  Fólk var hvatt til þess að mæta í búning eða með eitthvað sem gæfi til kynna í hvoru liðinu það væri.  Ekki þarf að spyrja hvoru megin ég var...  Þetta var mjög gaman, við útbjuggum líka stór spjöld sem fólk gat stungið hausnum í gat og látið taka mynd af sér sem annaðhvort engill eða djöfull.  Ég fór á djammið á eftir, með rauða halann ennþá á mér en var reyndar búin að taka niður hornin Devil  Frábær skemmtun eins og sjá má á myndunum :)

Ég í gírnum :)Djöflar og englar að skemmta sérÉg sem engill


Meistaramót unglinga 15-22 ára - ÍR-ingar íslandsmeistarar félagsliða :)

Lið ÍR sigraði heildarstigakeppni félaga á Meistaramóti unglinga 15-22 ára innanhúss sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina og lauk í dag. ÍR hlaut alls 354 stig, FH varð í öðru sæti með 198 stig og Fjölnir í þriðja sæti með 124 stig. ÍR ingar sigruðu stigakeppnina í þremur aldursflokkum eða í meyja, drengja og ungkvennaflokki.  Hildan mín var stigahæsta meyjan og fékk að taka við bikarnum Smile  Hún vann kúluvarpið og stangarstökkið.  Til lukku Hilda mín!  Hér er mynd af vinningsliði ÍR, Hilda er fjórða frá hægri í neðri röð.

MI15-22ara_inni09_IR


Helginni að ljúka og lífið er ljúft

Jæja, enn ein helgin liðin og heill mánuður liðinn af nýja árinu.  Jahérna, tímin flýgur eins og óð fluga Smile   Steingrímur var hjá mér um helgina og má sjá myndir og frásögn af því á síðunni hans hér.  Við Doddi gæðir sér á vínarbrauðifengum heimsókn í gærmorgun frá Kristínu Önnu vinkonu og Dodda litla syni hennar.  Dodda leist vel á dótið hér og Freyja heimtar meira klórvar spenntur fyrir að klappa kanínunni.  Kanína sætti sig við klappið en fannst hann greinilega frekar vafasamur...   Kristín kom færandi hendi með góðar veitingar og Dodda fannst vínarbrauðið ekkert smá gott :)  Skemmtilegt fyrir okkur Steingrím að hitta annað fólk sem líka vaknar snemma.  Svo skruppum í heimsókn til Steinku systur um eftirmiðdaginn og að venju tók Freyja vel á móti okkur.  Tærnar á mér og hnén voru þvegin síðar, þrátt fyrir að vera hulin fötum.  Í kaffi hjá KötuFreyja er afar alúðlegur hundur Smile   En ef maður hættir að klóra henni krafsar hún fast í mann með loppunni, engin miskun þar!  Enda varð ég nær handlama á að klóra henni.  Við Steingrímur nutum þess að fá dásamlega franska súkkulaðiköku, mmmm!  Í dag fórum við líka út úr Steingrímur í baði :)húsi, tókum hús á Kötu vinkonu og hennar fólki.  Kata bakaði pönnsur og tengdarforeldrar hennar komu með nýbakaða kanilsnúða svo við fengum þvílíkt góðgæti með kaffinu.  Það var afar huggulegt að spjalla og Steingrími fannst frábært að skoða mynstrið á eldhúsgólfinu.  Nú liggjum við Steingrímur í sitthvoru rúminu og slöppum af í náttfötunum.  Herrann á að vera sofnaður en ég er spennt að bíða eftir lokaþætti Dexter.  Jibbí!  Af öðrum fréttum: bíllinn er kominn í lag!  Nýir gormar kostuðu hægri hönd og vinstri fót en Jói föðurbróðir Steingríms gerði við fyrir lítið fé svo það var nú til að bjarga þessu.  Frábært að keyra hann núna, hefur greinilega verið farinn að slappast áður en að gormarnir brotnuðu.  Ég byrja svo í ræktinni aftur eftir helgina, nú er ekkert elsku mamma lengur, mín verður orðin heilbrigði og stinn innan tíðar !! Góðar stundir :)

Orðin árinu eldri

Á laugardaginn skall á mig eitt árið í viðbót.  Ég byrjaði daginn vel, fór í göngutúr með Steinku systur og Hildu úti á Kársnesi.  Næst á dagskrá var Kringluferð þar sem Svanhildur systir fann handa mér náttbuxur í afmælisgjöf.  Svo klukkan sex fór ég út að borða með Hildu, mömmu, Steinku, Júllu og Svanhildi og fjölskyldu.  Potturinn og pannan urðu fyrir valinu og maturinn var bara verulega góður.  Litlu strákarnir skemmtu sér við að skríða undir borð og tók Steinar litli upp á því að stinga hendinni upp á milli borðanna við mikla gleði viðstaddra.  Var verulega fyndið að sjá litlu hendina vinka manni, var eins og hún kæmi beint upp úr borðplötunni Smile  Þegar við Júlla keyrðum heim frá veitingastaðnum, saddar og sælar, gerðist óvæntur atburður.  Rétt áður en kom að húsinu mínu heyrðist hátt KRONSJ ! hljóð í bílnum og gúmmíbrennslulykt gaus upp.  Svo heyrðist dunka-dunka-dunka hljóð frá vinstra framhjólinu.  Frábært.  Ég ákvað að láta sjálfsmorðstilraun bílsins ekki eyðileggja góða skapið og fór í 30 ára afmæli Ólafar vinkonu.  Það var frábær veisla, drykkir með þurrís, dásamlegar veitingar og skemmtilegur félagsskapur.  Við skelltum okkur svo í bæinn og máluðum hann rauðann fram á nótt (hehe vorum ekki að mótmæla).  Sunnudagurinn var annar í afmæli.  Þá komu vinkvensur í kaffi og komu berandi gjafir.  Það var skemmtilegt að spjalla og borða.  Um kvöldið komu systurnar svo og við spiluðum Scrabble.  Þegar ég fór í rúmið um kvöldið var ég afar sæl með góða afmælishelgi LoL

Vér mótmælum allir!!

Ég fór niður á Austurvöll í kvöld og tók þátt í mótmælunum.  Stöðugur trommusláttur og köllin: Mótmælandi ÍslandsVanhæf ríkisstjórn! yljuðu mér um hjartaræturnar (bálið yljaði mér líka vel).  Mér þótti leitt að sjá eggin, sóðaskapinn og rúðubrotin í gamla Alþingishúsinu, get aldrei tekið undir skemmdarverk.  En samstaðan sem þarna var, skilaboðin sem hömruð voru aftur og aftur - svona eiga mótmæli að vera!  Þarna var fólk á öllum aldri og þjóðfélagsstigum, frægir, ungir, æstir og gamlir.  Geir og co. eru í svipaðri stöðu og föruneyti hringsins var í myrkviðum Moriu.  Fastir á dimmum stað og trommusláttur berst úr djúpinu.  Bomm bomm bommm kæra ríkisstjórn! 

 


Harðsperrur frá helvíti og góður árangur Hildu um helgina

Enn ein góð helgi er liðin en sumar afleiðingar hennar eru enn að fylgja mér.  Um helgina var haldið Stórmót ÍR og á laugardagsmorguninn mætti ég eiturhress (eða svona..) til að vinna við mótið.  Ég lenti í hóp við eina langstökksgryfjuna og fékk það hlutverk að mæla stökkin.  Í okkar hlut komu 8 ára og yngri strákar og stelpur og 9-10 ára stelpur.  Þetta var þrælgaman, frábært að sjá jafnvel pínulítil kríli gefa allt sitt í stökkin Smile  Þar sem ég var að mæla þurfti ég að beygja mig niður í hvert skipti sem barn stökk og hvert þeirra fékk 3 stökk.  Þetta voru hátt í 80 krakkar svo að ég beygði mig niður svona ca. 240 sinnum á 1,5 tímum.  Afleiðingarnar létu ekki á sér standa.  Fæturnir á mér voru eins og deig þegar ég ætlaði heim um kl. 11 um morguninn.  Ég átti erfitt með að fara niður stiga án stuðnings og það var sárt að setjast niður.  Ekki tók betra við á sunnudaginn.  Lærin loguðu  af harðsperrum og ég varla komst út úr húsi án þess að æpa og veina.  Mánudagurinn var síst skárri enda þurfti ég í sýnatökur og klöngraðist upp og niður brekkur með tilheyrandi sársauka.  Gaman að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér....

En ! Þó mamman sé aumingi er dóttirin það ekki.  Hildan mín keppti á Stórmóti ÍR og á Reykjavík International. Hún fékk gull í kúluvarpi og stangarstökki á Stórmótinu auk bronsins í hástökki.  Hún keppti líka í hástökki á Reykjavík International og varð í 5.-6. sæti.  Hún bætti sig um heila 16cm í stangarstökkinu.  ÍR-ingar fengu alls 70 verðlaun á Stórmótinu, listann má sjá hér.

Ég fór líka á frábær námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöð um helgina.  Við lærðum um The Wheel of Life og hugtök eins og karma og impermanence.  Alveg frábær fræðsla sem vakti mann verulega til umhugsunar um það sem maður er að gera í sínu lífi.  Takk fyrir þetta Dagmar Vala Smile

En nú er kominn tími til að endurhita hitapokann og setja hann á aum læri ! Góðar stundir !


Heilbrigðisfulltrúi í Eurovision

Heilbrigðisfulltrúar eru ekki bara fólk með sjúklegan áhuga á rusli.  Einar vinnufélagi minn á lag í undankeppni Eurovision og verður það að keppa um að komast áfram annað kvöld.  Lagið heitir Glópagull og er hresst lag í Eurovision stílnum, getið hlustað á það hér.  Þetta er besta lagið í keppninni, gefið því atkvæði Smile   Við heilbrigðisfulltrúarnir stöndum með okkar manni og ætlum að koma honum áfram !!!  Áfram Einar !!!


Ljúfa líf

Kaní kúrir í handakrikanum á mérKúri uppi í rúmi með kanínunni meðan ég bíð eftir að þvottavélin klári.  Lífið er ljúft :)

Froskar og ég fara ekki vel saman

DvergfrosJón og Óskar hafa það kósíkurinn er dauður.  Ekki entist hann lengi.   Þeir sem til mín þekkja muna einnig eftir skammvinnu ævintýri mínu með tvo landfroska sem áttu að borða lifandi orma.  Fyrir utan það að það gekk gegn minni búddísku sannfæringu að fórna lífi ormanna fór það alveg með mig að fíflin borðuðu svo ekki nema örsjaldan það sem að þeim var rétt.  Ég vil bara dýr sem borða og það vel, sem ég get séð hvort líði vel eður ei.  Dvergfroskurinn synti sprækur um búrið og virtist í góðu lagi þar til...hann dó.  Spurning hvað dettur næst inn í dýragarðinn, held ég haldi mig frekar við nagdýrin, þau kann ég á :)

Sólskinsdrengurinn - frábær mynd

Ég sá heimildarmyndina Sólskinsdrengurinn í bíó í dag.  Júlíana var svo stálheppin að fá nokkra boðsmiða og bauð m.a. mér og Steinku systur að koma.  Myndin fjallar um einhverfu og fylgir móður drengsins Kela þar sem hún ferðast um og leitar að svörum um fötlun sonar síns og meðferðarúrræði.  Hún fjallar um leið um Kela sjálfan og hvernig brotist er inn fyrir takmarkanir fötlunar hans og sambandi náð.  Þetta var í einu orði sagt frábær mynd.  Maður grét og hló - og kom út af henni með mun betri skilning á einhverfu og með von í hjarta um að boðið verði upp á betri meðferðarmöguleika hér fyrir þessi börn.  Ég mæli hiklaust með því að fara og sjá þessa mynd, hún eykur skilning fólks á einhverfu og hversu marbreytilegar birtingarmyndir hún hefur.  Ég er afar glöð að hafa séð þessa mynd því mér finnst ég hafa fengið skýringar sem mig vantaði og nýja innsýn inn í það hvað gæti verið að hrærast í höfðinu á Steingrími mínum.  Vona að myndin verði sýnd í sjónvarpinu til að hún nái til sem flestra.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband