Helginni að ljúka og lífið er ljúft

Jæja, enn ein helgin liðin og heill mánuður liðinn af nýja árinu.  Jahérna, tímin flýgur eins og óð fluga Smile   Steingrímur var hjá mér um helgina og má sjá myndir og frásögn af því á síðunni hans hér.  Við Doddi gæðir sér á vínarbrauðifengum heimsókn í gærmorgun frá Kristínu Önnu vinkonu og Dodda litla syni hennar.  Dodda leist vel á dótið hér og Freyja heimtar meira klórvar spenntur fyrir að klappa kanínunni.  Kanína sætti sig við klappið en fannst hann greinilega frekar vafasamur...   Kristín kom færandi hendi með góðar veitingar og Dodda fannst vínarbrauðið ekkert smá gott :)  Skemmtilegt fyrir okkur Steingrím að hitta annað fólk sem líka vaknar snemma.  Svo skruppum í heimsókn til Steinku systur um eftirmiðdaginn og að venju tók Freyja vel á móti okkur.  Tærnar á mér og hnén voru þvegin síðar, þrátt fyrir að vera hulin fötum.  Í kaffi hjá KötuFreyja er afar alúðlegur hundur Smile   En ef maður hættir að klóra henni krafsar hún fast í mann með loppunni, engin miskun þar!  Enda varð ég nær handlama á að klóra henni.  Við Steingrímur nutum þess að fá dásamlega franska súkkulaðiköku, mmmm!  Í dag fórum við líka út úr Steingrímur í baði :)húsi, tókum hús á Kötu vinkonu og hennar fólki.  Kata bakaði pönnsur og tengdarforeldrar hennar komu með nýbakaða kanilsnúða svo við fengum þvílíkt góðgæti með kaffinu.  Það var afar huggulegt að spjalla og Steingrími fannst frábært að skoða mynstrið á eldhúsgólfinu.  Nú liggjum við Steingrímur í sitthvoru rúminu og slöppum af í náttfötunum.  Herrann á að vera sofnaður en ég er spennt að bíða eftir lokaþætti Dexter.  Jibbí!  Af öðrum fréttum: bíllinn er kominn í lag!  Nýir gormar kostuðu hægri hönd og vinstri fót en Jói föðurbróðir Steingríms gerði við fyrir lítið fé svo það var nú til að bjarga þessu.  Frábært að keyra hann núna, hefur greinilega verið farinn að slappast áður en að gormarnir brotnuðu.  Ég byrja svo í ræktinni aftur eftir helgina, nú er ekkert elsku mamma lengur, mín verður orðin heilbrigði og stinn innan tíðar !! Góðar stundir :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband