Froskar og ég fara ekki vel saman

DvergfrosJón og Óskar hafa það kósíkurinn er dauður.  Ekki entist hann lengi.   Þeir sem til mín þekkja muna einnig eftir skammvinnu ævintýri mínu með tvo landfroska sem áttu að borða lifandi orma.  Fyrir utan það að það gekk gegn minni búddísku sannfæringu að fórna lífi ormanna fór það alveg með mig að fíflin borðuðu svo ekki nema örsjaldan það sem að þeim var rétt.  Ég vil bara dýr sem borða og það vel, sem ég get séð hvort líði vel eður ei.  Dvergfroskurinn synti sprækur um búrið og virtist í góðu lagi þar til...hann dó.  Spurning hvað dettur næst inn í dýragarðinn, held ég haldi mig frekar við nagdýrin, þau kann ég á :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

þarftu að auka við dýragarðinn?

Rebbý, 14.1.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Þá vitum við það, það eru takmörk fyrir því hversu oft dvergfroskar þola að vera kysstir... allavegana; bless bless Daníel Dvergfroskur, megir þú hoppa sæll um polla þarna hinumegin...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 17.1.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband