Sólskinsdrengurinn - frábær mynd

Ég sá heimildarmyndina Sólskinsdrengurinn í bíó í dag.  Júlíana var svo stálheppin að fá nokkra boðsmiða og bauð m.a. mér og Steinku systur að koma.  Myndin fjallar um einhverfu og fylgir móður drengsins Kela þar sem hún ferðast um og leitar að svörum um fötlun sonar síns og meðferðarúrræði.  Hún fjallar um leið um Kela sjálfan og hvernig brotist er inn fyrir takmarkanir fötlunar hans og sambandi náð.  Þetta var í einu orði sagt frábær mynd.  Maður grét og hló - og kom út af henni með mun betri skilning á einhverfu og með von í hjarta um að boðið verði upp á betri meðferðarmöguleika hér fyrir þessi börn.  Ég mæli hiklaust með því að fara og sjá þessa mynd, hún eykur skilning fólks á einhverfu og hversu marbreytilegar birtingarmyndir hún hefur.  Ég er afar glöð að hafa séð þessa mynd því mér finnst ég hafa fengið skýringar sem mig vantaði og nýja innsýn inn í það hvað gæti verið að hrærast í höfðinu á Steingrími mínum.  Vona að myndin verði sýnd í sjónvarpinu til að hún nái til sem flestra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband