Færsluflokkur: Bloggar
7.4.2007 | 00:39
Góðar gönguferðir
Undanfarna tvo daga hef ég skellt mér í gönguferðir með dóttur minni, Steinku systur og hundinum Freyju. Veðrið hefur verið frábært, svalt end sólríkt. Freyja lék á alls oddi o
g skemmti sér konunglega í feluleik með dóttur minni. Svo skemmtilegur var feluleikurinn að ókunnugur hundur skellti sér með í leikinn. Á skírdag fórum við hringinn í kringum Hvaleyrarvatn en á föstudaginn langa fórum við í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Á seinni staðnum sáum við flotta steina sem sjórinn hafði svorfið yfirborðið á í skemmtileg mynstur. Þetta voru frábærar ferðir og hressandi jafnvel fyrir fótafúnu mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2007 | 00:28
Kanínurækt

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 11:58
Ferðalagafíkillinn fær sér næsta skammt


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 18:11
Peningaþvætti í Álakvísl
Á sunnudaginn smellti ég úlpunni minni í þvott. Það hefði sjálfsagt ekki verið í frásögur færandi nema vegna þess að ég gleymdi einu litlu smáatriði. Sem var að fjarlægja veskið mitt úr innanávasanum áður en úlpan fór í vélina. Mistökin uppgötvaði ég mér til skelfingar þegar ég tók úlpuna út úr vélinni og fann fyrir kunnuglegri bungu þar sem vasinn er. Veskið var ekki upp á marga fiska í útliti eftir þetta en það var mesta furða hvað innihaldið hélt sér vel. Sundkortin og afsláttarkortin mín voru að vísu nokkuð sjúskuð, nótan sem ég tók fyrir bensíni daginn áður var í hvað verstu ástandi. Ein tölvuprentuð mynd af barni var ónýt. Stóra spurningin var - virka debet og kreditkortin ????? Stund sannleikans rann upp í gær. Ég lét renna kreditkortinu í gegn til að greiða fyrir nýtt veski. Viti menn !! Það virkaði ! Sama gerði debetkortið sem ég prófaði skömmu seinna. Afleiðingar veskisþvottsins voru því ekki svo slæmar og ég á nú hreinustu kort Íslands, amk um stund. Hef hinsvegar ákveðið að halda mig á beinu brautinni hér eftir og stunda ekki frekara peningaþvætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2007 | 01:35
Katta(f/h)ár
Runólfur, annar minna loðnu sambýlinga af kattarkyni, er farinn að verða ansi uppáþrengjandi. Hann stekkur gjarnan upp í rúm til mín eldsnemma morguns og malar eins og steypuhrærivél. Ekki nóg með það, hann treður sér upp á bringuna á mér og nuddar sér upp við andlitið. Hann er farinn að gera slíkt hið sama þegar ég sit og horfi á sjónvarpið. Blessaður kötturinn virðist ekki gera sér grein fyrir því að hann er ekki gegnsær. Mjög erfitt er að vera í tölvunni, horfa á sjónvarp og lesa með þegar köttur hylur andlitið á þér. Hann liggur núna malandi við hliðina á mér, eftir að ég henti honum 3x ofan af tölvunni og úr andlitinu á mér. Hef samt á tilfinningunni að um leið og tölvan er komin í töskuna verði ég fyrir árás á ný. Var ég búin að minnast á að hann er að fara úr hárum ? Atsjú !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 23:51
Loksins karlmaður í húsinu


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 01:09
JAPAN BABY !!!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 15:56
Stolt móðir fermingarbarns !
Jæja, þá er búið að ferma einkadótturina. Og ég var ekki lostin eldingu þó að ég færi upp að altarinu með henni. Eina áfallið var tyggjóklessan í messuskránni minni. Hilda leit út eins og engill og geislaði alveg af gleði eftir að athöfninni lauk. Veislan er eftir - hún er kl. 18. Svo nú er bara að bíða og slappa af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.3.2007 | 00:10
Risakettir og huguð kanína
Ég er nú flutt inn til Helenar systur með öll mín dýr og hafurtask. Helen á tvo akfeita dekurketti, þá Nóa og Runólf. Nói er stærsti köttur sem ég hef séð, bakið á honum er um 4 fermetrar og skv. nýjustu vigtun er hann 8 kg. Minn ástkæri Brad (kanínan) kæmist 3x fyrir inni í þeim skrokki. Runólfur er öllu minni en er myndarköttur með góða bumbu engu að síður. Vandamálið er bara það að ég á kanínu, stökkmýs og skjaldböku. Þessar dýrategundir eru ekki sérlega vel til þess fallnar að vera í góðu sambýli við ketti. Enda trompaðist kanínan úr hræðslu eitt fyrsta kvöldið hér og spólaði um öll gólf og stappaði niður fótunum, við það eitt að sjá Runólf tölta inn í stofuna. Dýrafansinn minn er því lokaður inni í baðherberginu á efri hæðinni til að koma í veg fyrir of náin samskipti. Kaní fær að koma niður á í stofuna á kvöldin og hoppar þá glöð um í sófanum áður en hún
sest í gamla hægindastólinn hans pabba og kemur sér vel fyrir. Þessi stóll var áður uppáhaldið hans Runólfs en kanínan sýndi einstakt hugrekki, hoppaði upp á arminn á stólnum, hnusaði af Runólfi og hann hljóp skelfingu lostinn í burtu
Kanínan hefur tvisvar rekið hann úr stólnum, en þeir félagar Nói og Runólfur hætta sér ekki nálægt stólnum þegar kanínan er þar. Hinsvegar sitja þeir á gólfinu og mæna á hana.... if eyes could kill.... Runólfur hefur annars tekið mig í sátt og mætir nú á hverjum morgni, malar eins og bílvél og sleikir mig í framan með sandpappírstungu. Nói er enn hógvær, kemur sér bara fyrir til fóta og kúrir þar. Það verður fjör að eyða hér næstu mánuðum í dýragarðinum
(ykkur til upplýsingar er Nói guli kötturinn og Runólfur sá dökki. Kanína er auðþekkjanleg á löngu eyrunum).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 23:46
Íbúðarsöluævintýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)