Færsluflokkur: Bloggar
19.4.2007 | 12:00
Gleðilegt sumar !!!
Gleðilegt sumar allir nær og fjær
Sólin skín hérna inn um þakgluggann en af biturri reynslu veit ég að þetta er bara gluggaveður. Veturinn kvaddi með hamförum hér í Reykjavík, húsbrunar og heitavatnsflóð í miðbænum. Vonandi verður sumarið rólegra ! Hér í Álakvíslinni óskaði Runólfur okkur gleðilegs sumars með því að leggjast yfir andlitin á okkur og mala eins og diesel rafstöð. Verð að játa að ég hefði kosið að kúra lengur í friði, án kattarhára í nefinu. En sólin skín og þá er glæpsamlegt að liggja lengur í bælinu. Best að smella sér á fætur og gera eitthvað af viti. Eitt að lokum: Munið að skipta út nagladekkjunum (þetta voru umhverfisskilaboð dagsins
).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2007 | 22:04
Sársaukafull sjúkraþjálfun

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2007 | 14:57
Stuð á árshátíð
Það var fantastuð á árshátíðinni í gær. Örn Árnason var veislustjóri og hélt uppi fjörinu. Sorphirðan kom með flott skemmtiatriði og hljómsveitin Sviss var bara mjög góð. Ég dansaði smá þrátt fyrir fótaeymsli, það kostar sitt fyrir ónýtu ökklana að vera í spariskóm. Kjóllinn og greiðslan voru geðveikt flott, ég fer sko aftur í greiðslu til Sillu fyrir næstu árshátíð
Party on !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 00:16
Árshátíð á morgun !
Á morgun er árshátíð Umhverfissviðs haldin á Broadway. Þar mun diskóið ríða rækjum og verða mikið stuð. Ég fæ lánaðan galakjólinn hennar Helenar systur og mun rokka feitt. Verst að það eru engir girnilegir einhleypir karlmenn þarna Hvað um það, það verður happdrætti með nokkrum flottum vinningum, ég er að vona að númerið mitt verði dregið. Miðað við mína heppni er það ekki sérlega líklegt, en maður getur alltaf vonað, eh ? Best að fara að lúra fljótlega svo ég verði sæt og úthvíld á morgun. Sexy beast, that's me (tralala....)!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2007 | 02:24
Svava goes to Bollywood - enn og aftur !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.4.2007 | 00:47
Svava goes to Bollywood
Jæja, ég hef farið að dæmi bloggvina og gert stutta Bollywood kvikmynd. Njótið heil !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 00:33
Steingrímur tók sex skref !!!!!!!!!!!






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2007 | 00:33
Wilson Muuga - vinsæll ferðamannastaður



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 01:48
Fagrir frændur
Glöggir lesendur hafa án efa tekið eftir því að ég hef aftur fengið snert af "Séð og heyrt" heilkenninu. Það lýsir sér í því að allar fyrirsagnir eru tveggja orða og byrja á sama staf. Varð bara að birta hérna myndir af sætustu frændum í heimi en ég var svo stálheppin að eyða kvöldinu með þeim. Rúsínur !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 01:43
Himnesk humarsúpa

Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)