Færsluflokkur: Bloggar

Loksins komin í samband !!!

Eftir mikið sálarstríð og vesen er ég komin í samband við umheiminn aftur Smile  Fyrst þurfti Helen systir að segja upp Hive, svo þurfti að flytja símann til Símans, svo var loks hægt að flytja BTnet.  Púff !!  Loksins í dag virkaði netið og ég er himinsæl á ný LoL


Er á lífi ! Flutt en netlaus með öllu :-(

Jæja, í ljós kom að ég seldi rússnesku mafíunni íbúðina mína (meira um það síðar)  Afhenti lyklana á föstudaginn og skellti mér svo í sumarbústað yfir helgina til að hvíla lúin bein.  Er að vinna að því að fá nettengingu á nýja staðnum, þá heyrist frá mér á ný !  Adios amigos !

8 stunda geymslutörn lokið !

1EF4798E069EJæja, þá er ég búin að fara í gegnum geymsluna og henda !  7 stórir svartir ruslapokar fylltir auk fjölda kassa sem farið hafa í nytjagám SORPU.  Í anda sanns umhverfisverndarsinna flokka ég allt sem hægt er að flokka og þræði því gámana á móttökustöðinni.  Þetta tók litla 8 tíma !  En geymsludótið minnkaði snarlega niður í næstum ekki neitt við þessar aðgerðir LoL  Alveg merkilegt hvað maður á mikið drasl !

Vínkynning er málið

IMG_0541IMG_0539Síðasta föstudag var vínsmökkun í vinnunni.  Það var afar skemmtilegt að hlusta á fróðleik um vín og smakka eðalvín með meðlæti.  Boðið var upp á paté og konfekt með vínunum.  Konfektið fengum við með styrktum vínum sem eru ætluð sem eftirrréttavín.  Mmm, hvíta styrkta vínið, Muscat de Rivesaltes, var alveg rosalega gott.  Patéið var m.a. villisveppa og andapaté.  Þetta var mjög vel heppnað og ég ætla mér að nýta mér þekkinguna og kaupa eitthvað af vínunum sem við prófuðum.  Hætta kannski að velja bara vínin eftir því hvort miðinn sé flottur Smile   Ekki spillti að vínþjónninn var bráðmyndarlegur.

Ljúfur kvöldmatur í Kassalandi

feb07 129Dóttir mín var svo ferlega indæl að elda kvöldmatinn í kvöld.feb07 130  Ekki nóg með það, hún dúkaði borð, kveikti á kertum og bjó til ferlega huggulega stemningu mitt í kassahrúgunni.  Að sjálfsögðu var ís í eftirrétt og hún dreifði súkkulaðikurli yfir hann, ekkert smá flott !  Það er eftir allt saman ekki svo slæmt að eiga 14 ára dóttur LoL   Annars gengur ágætlega að setja í kassa - en þetta er samt ekki nærri því búið !  Íííík !  Finn að geðheilsan er á hraðri leið niður á við.....

Litlir kassar og dingalingaling

hamsturArgh !  Nú er málið að flytja á brott !  Hilda er búin að fylla 7 kassa og ég tvo - svo þurftum við að hætta vegna kassaskorts.  Engir kassar til í búðunum núna um helgina GetLost   Ég sé fram á að þurfa MARGA MARGA kassa, sérstaklega fyrir bækurnar.  Ííík, verður gaman að bera bókakassana niður Gasp   Ég tek það fram að þetta verður í síðasta sinn sem ég bý á 4. hæð í húsi ÁN lyftu !  Ég ætla að reyna að henda grimmt um leið og ég pakka, það versta er að ég er risahamstur dulbúin sem kona og á afar erfitt með að henda nokkrum hlut.  Það er með ólíkindum hvað ég hef sankað að mér miklu drasli gegnum árin ! Bæklingar, miðar í neðanjarðarlestir, hitt og þetta sem ég hef geymt til minningar um einhvern atburð.  Mesti kvíðinn er þó vegna  geymslunnar....  Ekki víst að ég komist lifandi frá þeirri lífsreynslu að fara í gegnum draslið þar ! Sideways   Hilda er spennt og glöð - hún ætlar að ljúka því að pakka öllu úr herberginu sínu áður en hún fer heim til pabba síns á miðvikudaginn.  Dugleg stelpa.  Ef ég lifi þetta allt af verð ég flutt í næstu viku Wizard  

Confetti er ekki sælgæti

Mogginn var vanur að vanda betur til þýðingarvinnu og prófarkalesturs en hin dagblöðin.  Amk kom mun sjaldnar fyrir að meinlegar villur slæddust inn á síður hans.  Allt er breytingum háð og nú eru svona villur orðnar algengar.  Þessi litla frétt af trúðnum sem barði drenginn hefur gengið á erlendum vefblöðum undanfarna viku.  Í þeim miðlum kemur fram að það sem drengurinn gerði til að ergja trúðinn var að fleygja yfir hann CONFETTI.  Confetti er eins og flestir vita (nema þýðandi mbl.is) marglitar pappírsræmur/snifsi sem kastað er yfir fólk við ýmis tilefni.  Moggaþýðandinn hefur greinilega haldið að þetta væri konfekt, þar af leiðandi segir íslenska fréttin drenginn hafa kastað sælgætisboxi.  Vissulega ekki alvarleg yfirsjón og heimurinn mun vart farast þó að Íslendingar einir viti ekki sannleikann í trúðsmálinu.  Bara merki um að farið er að fórna gæðum fyrir hraðann.  Fréttablaðið og Blaðið eru ennþá verri, en Mogginn þarf að fara að hugsa sinn gang.


mbl.is Trúður sparkaði í 12 ára dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

YESSSSSSSSSSSSSSS !

Tilboðinu var tekið !!!!! Nú er bara að bíða hvort lánin þeirra koma ekki örugglega í gegn !  Halelújah! LoL

Spennan eykst !

Fékk tilboð í íbúðina í dag !  Gerði gagntilboð og nú er bara að vita hvert svarið verður !  Íííík !  Er að deyja úr stressi og spennu!  Enginn svefn í nótt Pinch

Hahahah

hahah

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband