9.12.2007 | 23:56
Krass búmm bang
Jæja, þá er óheppni ársins búin. Var að klessa bílinn. Ekkert mjög stórt en það kostar peninga. Rann í veg fyrir bíl svo ég er í órétti. Var bara á tæplega 30 og var eiginlega stopp þegar bílinn sem kom á móti lenti á mér. Hennar bíll er varla skemmdur og hvorug okkar fann neitt fyrir þessu. Svo þetta var lán í óláni, bara smá koss sem var samt svo óþarfur !! Nóg um það, amk eitthvað ánægjulegt gerðist í dag - ég setti saman nýtt eldhúsborð og stóla úr IKEA. Getið séð mynd af því hér. Jibbí !! Nú vantar bara borðstofuborðið !!! Ég ætla að fara í langt bað núna til að jafna mig eftir erfiðan dag. Smá grín til að létta stemninguna, hér er einn brandari sem gladdi mitt geð. Eigið góðar stundir !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2007 | 01:09
Kvöldstund klikkaða heilbrigðisfulltrúans
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 01:16
Arna Rún skírð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2007 | 00:48
Höfum við gengið til góðs götuna fram um veg ?
Las í Fréttablaðinu að sérstakt hvíldarherbergi fyrir karlmenn væri í nýju Hagkaupsversluninni í Holtagörðum. Þar gætu þeir horft á boltann og spilað tölvuleiki meðan konurnar versluðu. Argh !!! Hversu lengi ætlum við að vera föst í viðjum vanans ? Rakst á umfjöllun um gamlar auglýsingar sem eru afar lýsandi fyrir viðhorf til kvenna, hér fyrir neðan er ein þeirra, greinina sjáið þið hér. Höfum við tekið einhverjum framförum síðustu áratugi ? Við höldum það en við þurfum ekki að leita lengi til að sjá að gömlu kreddurnar lifa enn - ekki bara í leikherbergi karlanna í Hagkaup.
Þessi er frá 1961
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 01:11
Spilahelgin mikla :D
Jæja, það var spilað rækilega þessa helgi. Á laugardaginn hélt spilaklúbburinn góði (sem aldrei hefur fengið opinbert nafn) svokallað "náttfataspilapartí" heima hjá mér. Við vorum allar með fléttur og í náttfötum. Þ.e.a.s., ég, Magnea og Helga, Silla lét fléttuna nægja að þessu sinni. Við ætluðum reyndar að vera í alltof stuttum náttkjólum og slást með koddum sem fiðrið losnar auðveldlega úr (ekki spyrja, byggt á draumórum vinnufélaga okkar) en vorum bara þægar og spiluðum í staðinn. Eins og venjulega skorti ekki veitingarnar, við vorum með nóg til að fóðra lítið afríkuríki í heilan mánuð ! Ís, kaka, ávextir, súkkulaði, lakkrís... listinn bara heldur áfram !! Milli þess sem við hökkuðum í okkur spiluðum við af hjartans list. Tókum eitt risa Carcassone (a.k.a. Gigassone), Trivial Pursuit (ég vann ég vann!), Five Crowns, Ingenious, Sixmix... jamm bara alveg nóg af sortum Byrjuðum kl. 4 um daginn, hættum kl. tvö um nóttina. Helga vinkona þurfti að sætta sig við strokur á magann enda leynist nýr klúbbmeðlimur í honum. Spilasjúklingurinn ég sofnaði því sæl og glöð. Sunnudagskveldinu eyddi ég svo hjá Júllu vinkonu. Var boðið í kvöldmat sem var afar ljúffengur og svo spiluðum við fram til klukkan ellefu. Það er langt síðan ég hef spilað svona mikið á stuttum tíma ! Að lokum má minnast á heimsókn mína í spilabúðina Spilavini á Langholtsvegi 130. Þangað á ég örugglega eftir að koma oftar Keypti eitt spil eftir stutta heimsókn á laugardaginn. Framhald síðar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 23:11
Sætt, sætara, sætast !
Ég er alger dýrasjúklingur og á hverjum tíma er heimili mitt eins og dýragarður. Nú á ég kanínu, skjaldböku og tvær stökkmýs. Ég rek því augun alltaf í fréttir af dýrum og þessi sem ég sá í Aftonbladet í dag var ansi skemmtileg. Kona fann 6 heimilislausa kettlinga og tók þá með heim. Þar var fyrir kanína á heimilinu og héldu kettlingarnir að þarna væri mamma þeirra komin Reyndu að sjúga spenana á henni og léku sér við hana. Kanínan lét sér það vel líka !! Sæt frétt sem kom mér í gott skap.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.11.2007 | 22:27
Einu sinni var....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 00:00
Gestgjafaraunir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)