Arna Rún skírð

Í dag var ég í skírn barnsins hans Atla frænda míns, sonar Helenar systurArna Rún með ömmu og Möggu.  Litla músin var skírð Arna Rún, þrátt fyrir háværan mótmælagrát (vildi heita SvavaWink ).  Ekki skorti veitingar í veisluna og var mikið um dýrðir.  Eftir langa mæðu og slagsmál við æsta ættingja tókst mér loks að fá skírnarbarnið í hendurnar og knúsa hana.  Ekki leið þó á löngu áður en einhver rændi henni aftur.  Fallegt nafn, til lukku Atli og Sigrún með litlu dömuna Wizard

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já takk fyrir það og takk fyrir komuna.

(Mér datt reyndar fyrst í hug að dóttir mín væri að mótmæla nærveru Svövu frænku sinnar frekar en nafngiftinni en það er líklegast bara ég.)

Atli Þorsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Jamm, líklegast bara þú...

Svava S. Steinars, 5.12.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband