Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Jón og Óskar - ofdekraðar stökkmýs

Mér er tíðrætt um dýragarðinn minn og hef oft á tíðum birt myndir af minni ástkæru kanínu.  Skjaldbakan og jafnvel engispretta hafa fengið sínar myndir.  En félagarnir knáu, þeir Jón og Óskar hafa ekki verið festir á filmu minniskort fyrr en í kvöld !! Hér er afraksturinn Smile

Jón að knúsa tærnar á ÓskariSætir saman


Súpusprengingin mikla

Um daginn ákvað ég af myndarskap mínum að sjóða grænmetissúpu til að taka með sem nesti í vinnuna.  Ég bjó til nóg til að geta fryst fleiri skammta til að eiga til góða.  Ég jós súpunni í ílát og var eitthvað að vesenast meðan hún var að kólna.  Loks taldi ég að hægt væri að loka ílátunum og setja þau í frystinn og ísskápinn.  Vel gekk með það sem fór í frystinn, það hagaði sér allt skikkanlega.  Vandræðin byrjuðu þegar ég smellti Tupperware skálinni með lokinu inn í kælinn.... Á því augnabliki sem ég setti skálina inn þeyttist lokið af með háum smell og súpan spýttist út um allan ísskáp.  Drjúgur skammtur lenti á mér og strax myndaðist myndarlegur pollur á gólfinu.  Fyrst stóð ég og starði.  Síðan viðhafði ég orðbragð sem ekki hæfir dömu (en þar sem ég er engin dama var þetta bara allt í lagi).  Það var ótrúlegt hve mikið af súpu var í þessari blessuðu skál.  Þegar hún var sloppin út var eins og um tugi lítra væri að ræða.  Ég þurfti að þurrka, þrífa og skola allt í 2 m radíus frá ísskápnum.  Á kálfanum á mér kúrði eitt klettasalatsblað og á ristinni á mér var blómkál.  Eftir mikinn barning lauk þrifunum og er ísskápurinn nú glansandi hreinn og flottur.  Hagsýna og hæfileikaríka húsmóðirin brá sér í sturtu.  Kannski var súpan enn of heit...?

Fólkið mitt og fleiri dýr :)

engisprettaEngisprettan varð ekki langlíf.  Hún kom niður í vinnu þarInspector á flótta sem hún var aðskotahlutur í salatpoka.  Kúnninn kom með poka með ræflinum í, í honum hírðist hún allan daginn en þegar átti að henda henni í ruslið í lok dagsins ákvað ég að taka hana með.  Hún fékk eina kvöldstund þar sem hún smjattaði á salati, eftir langt ferðalag með viðdvöl í salatþvottavél.  Næsta dag var hún farin á vit feðra sinna, en hlaut amk hægt andlát, umkringd vinum Wink   Af öðrum dýrum er það að frétta að með aukinni sól sem skín inn í stofuna hefur sóldýrkandi nokkur komið út úr skápnum.  Skjaldbakan Inspector Clouseau skríður gjarnan upp á stein í búrinu sínu, dregur undir sig fæturnar, lygnir aftur augunum og nýtur sólarinnar.  Hef ekki náð mynd af þessu enn þar sem hann hefur góða heyrn og er leiftursnöggur að láta sig hverfa þegar ég nálgast.  En hér er samt ein mynd af honum á leiðinni í vatnið.  Fór í heimsókn til Svanhildar systur í gær og þar voru bræðurnir Óli og Steinar í góðum gír. Erfiðlega gekk að fá þá til að vera kyrra í rúminu meðan báðir voru í sama herbergi.  Um leið og þeir voru aðskildir sofnuðu þeir um hæl.  Ómótstæðilegir litlir óþekktarormar!  Voru að á nýja íþróttaálfsbúninga, lofa að birta myndir bráðlega !

Nýtt gæludýr - engispretta

Enn bætist í dýragarðinn.  Í eldhúsinu kúrir engispretta og borðar salat.  Löng saga.  Meira seinna Cool

Pylsa með hundasúrum

Skrapp í Viðey í eftirmiðdaginn með fólki úr vinnunni.  Við grilluðum pylsur og ég borðaði mínar með hundasúrum.  Og já, pylsan var ansi góð með hundasúrum.  Og nei, ég er ekki klikk! 

Yndislega Köben :)

Köben köbenVar í Köben í 3 daga.  Fór í starfsviðtal þann 17., fékk því miður ekki starfið en fékk þó ferðina frítt Hildur gella :)Smile  Skemmti mér konunglega með vinum mínum og kynntist m.a. pöbbnum Den tatoverede enke sem sérhæfir sig í belgískum bjór.  Stuuuð !  Ég gisti hjá Hildi og Sören vinum mínum og fékk að njóta snilldar hans í matargerð á mánudaginn.  Mmmmmmmm!  Við Hildur spiluðum á fullu enda þarf að nota svona tækifæri þegar þau gefast !!  Á þriðjudaginn fórum við og borðuðum á indverskum veitingastað með Jakobi vini mínum og spiluðum svo strákar-á-móti stelpum Trivial Pursuit (einnig íslendingar-á-móti-dönum).  Danskt TP athugið það !  Strákarnir unnu á endasprettinum, okkur vantaði bara eina köku (helv. brúna kakan!).  En hey, fyBotanisk haverst ég gat svarað spurningunni um danskan söngdúet sem fékk samning árið 1994 get ég nú haldið höfðinu hátt !  Veðrið var fínt þessa 3 daga og ég brá mér m.a. á minn uppáhaldsstað, Botanisk have.  Hér með fylgja nokkrar Fallegar rósirmyndir :)

 


Leiðið hans pabba gert fallegt

Við fórum áðan út í kirkjugarð og plöntuðum sumarblómum á leiðið hans pabba.  Við völdum fallegustu sumarblómin sem við fundum í Garðheimum og vorum búnar að biðja um að skorinn væri út lítill reitur fyrir blóm fyrir framan legsteininn.  Kemur bara vel út, er það ekki ?

Leiðið með sumarblómum


Ég bjó til sushi!

Jæja, loksins tókst það ! Ég bjó til sushi í kvöldmatinn !  Smá örðugleikar fyrst en svo urðu rúllurnar bara allt í lagi.  Þarf aðeins meiri æfingu en þetta er allt í áttina.  Hér eru myndir af Hildu að njóta góðgætisins og af disknum mínum.

Hilda með fína sushiið Suhsi!


Mikið og margt og ýmislegt..

Já það er margt að gerast.  Ég er búin að kaupa nýtt bað, klósett, sturtu, vask, skáp undir vaskinn og handklæðaofn.  Nú vantar bara flísar og málningu - þá er hægt að fara að hjóla í baðherbergið!  Þekkir einhver afar sanngjarna iðnaðarmenn sem eru til í tuskið?  Ef svo er, hafið samband við mig!  Þegar að sandsían á baðvaskinum framdi sjálfsmorð um daginn og hrundi niður með tilheyrandi vatnsaustri ákvað ég að nóg væri komið.  Fór í Tengi og benti á það sem mér langaði í og voilá !  Allt komið heim.  Ég hlakka mikið til þegar baðherbergið mitt verður komið í lag en kvíði mikið fyrir öllu sem þarf að fara fram áður en það gerist.  Já og svo er ég búin að sækja um tvær vinnur ! Kemur allt í ljós á næstunni... spennandi að sjá hvernig það fer!  Kryddjurtaræktin mín gengur að óskum og klettasalatið sprettur upp á ógnarhraða á svölunum.  Meiri fréttir?  Jú, einkabarnið fékk 9,4 í meðaleinkunn og var rétt í þessu á vinna brons í hástökki á móti fyrir fullorðna.  STOLT STOLT móðir Cool .  Svo að lokum má nefna að ég var að hljóðmæla á White Snake tónleikunum í gær.  Þeir komu mér á óvart, voru bara fínir.  Tónlistin þeirra er samt ekki alveg minn tebolli.  Þeir eru alveg fastir í eighties tískunni, hafa ekkert breyst.  Eitthvað meira ?  Tja, er þetta ekki bara ágætt?

Sandur í augunum !

Í dag fór svifryk í Reykjavík upp í hæstu hæðir og það fór ekki fram hjá mér.  Ég var að labba eftir Hverfisgötunni með Gunnellu vinkonu og börnunum hennar og þegar við fórum yfir Barónsstíginn skall á okkur vindhviða sem bar með sér svo mikið af sandi og ryki að það var eins og verið væri að löðrunga okkur.  Augun á mér fylltust af sand og við vorum öll frekar aum eftir þetta.  Þegar ég gekk svo til baka í vinnuna eftir hádegismat með litlu fjölskyldunni þá bætti vindurinn um betur og lamdi meira magn af sandi inn í augun.  Þau eru enn helaum og eru rauð og þrútin.  Hvernig hreinsar maður á sér augun ?  Með saltvatni ? Ég held ég fari út með skíðagleraugu á morgun ef annað eins ástand verður líka þá.  Væl og skæl !

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband