Fólkið mitt og fleiri dýr :)

engisprettaEngisprettan varð ekki langlíf.  Hún kom niður í vinnu þarInspector á flótta sem hún var aðskotahlutur í salatpoka.  Kúnninn kom með poka með ræflinum í, í honum hírðist hún allan daginn en þegar átti að henda henni í ruslið í lok dagsins ákvað ég að taka hana með.  Hún fékk eina kvöldstund þar sem hún smjattaði á salati, eftir langt ferðalag með viðdvöl í salatþvottavél.  Næsta dag var hún farin á vit feðra sinna, en hlaut amk hægt andlát, umkringd vinum Wink   Af öðrum dýrum er það að frétta að með aukinni sól sem skín inn í stofuna hefur sóldýrkandi nokkur komið út úr skápnum.  Skjaldbakan Inspector Clouseau skríður gjarnan upp á stein í búrinu sínu, dregur undir sig fæturnar, lygnir aftur augunum og nýtur sólarinnar.  Hef ekki náð mynd af þessu enn þar sem hann hefur góða heyrn og er leiftursnöggur að láta sig hverfa þegar ég nálgast.  En hér er samt ein mynd af honum á leiðinni í vatnið.  Fór í heimsókn til Svanhildar systur í gær og þar voru bræðurnir Óli og Steinar í góðum gír. Erfiðlega gekk að fá þá til að vera kyrra í rúminu meðan báðir voru í sama herbergi.  Um leið og þeir voru aðskildir sofnuðu þeir um hæl.  Ómótstæðilegir litlir óþekktarormar!  Voru að á nýja íþróttaálfsbúninga, lofa að birta myndir bráðlega !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm salad og sma engisprettu protein med...tilvalid. nammi namm

Huld (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 05:18

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Ertu búin að dusta rykið af tegundalyklinum, hvaðan kom hún?

Arnar Pálsson, 25.6.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband