Mikið og margt og ýmislegt..

Já það er margt að gerast.  Ég er búin að kaupa nýtt bað, klósett, sturtu, vask, skáp undir vaskinn og handklæðaofn.  Nú vantar bara flísar og málningu - þá er hægt að fara að hjóla í baðherbergið!  Þekkir einhver afar sanngjarna iðnaðarmenn sem eru til í tuskið?  Ef svo er, hafið samband við mig!  Þegar að sandsían á baðvaskinum framdi sjálfsmorð um daginn og hrundi niður með tilheyrandi vatnsaustri ákvað ég að nóg væri komið.  Fór í Tengi og benti á það sem mér langaði í og voilá !  Allt komið heim.  Ég hlakka mikið til þegar baðherbergið mitt verður komið í lag en kvíði mikið fyrir öllu sem þarf að fara fram áður en það gerist.  Já og svo er ég búin að sækja um tvær vinnur ! Kemur allt í ljós á næstunni... spennandi að sjá hvernig það fer!  Kryddjurtaræktin mín gengur að óskum og klettasalatið sprettur upp á ógnarhraða á svölunum.  Meiri fréttir?  Jú, einkabarnið fékk 9,4 í meðaleinkunn og var rétt í þessu á vinna brons í hástökki á móti fyrir fullorðna.  STOLT STOLT móðir Cool .  Svo að lokum má nefna að ég var að hljóðmæla á White Snake tónleikunum í gær.  Þeir komu mér á óvart, voru bara fínir.  Tónlistin þeirra er samt ekki alveg minn tebolli.  Þeir eru alveg fastir í eighties tískunni, hafa ekkert breyst.  Eitthvað meira ?  Tja, er þetta ekki bara ágætt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju med barnið eða tja hún er nú ekkert barn lengur...til hamingju með unglinginn.

Krossa fingurnar fyrir vinnuna sem þú sóttir um, þó að þú þurfir það nú ekki.

Knús

Huld

Huld (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til hamingju með Hildu spildu og fínu klósetttækin.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband