Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Páskadagsferð að Strandakirkju og ofát par excellance

Freyja í fjörunniJæja, vart þarf að taka fram að mín er búin að fá sér af páskaegginu sínu í dag.  Reyndar hreinlega búin með það!  Mmm, það er alltaf sérstök stemning sem fylgir því að borða páskaegg og sjá hvaða málshátt maður fær.  Þetta árið fékk ég málsháttinn "Fyrri er næring en fullur magi".  Heh, góð skilaboð í byrjun páskadags!  Eftir hádegið brugðum við Hilda okkur í bíltúr með Steinku systur að Strandakirkju.  Ég hafði aldrei skoðað þá fræguFlott fjara! kirkju fyrr.  Fjaran fyrir neðan kirkjuna er alveg einstök, stuðlabergsklettar og fjörupollar.  Brimið þar getur verið alveg stórkostlegt.  Við sáum glitta í sel á einu skerinu en þokumugga var með ströndinni svo skyggnið var ekki gott.  Kirkjan var afar falleg lítil sveitakirkja, spurning hvort maður ætti að heita á hana og gá hvort það myndi rætast ?  Þar sem það var frekar hráslagalegt úti vorum við ekki lengi á röltinu en skelltum Strandakirkjaokkur inn í T-bæ, litla veitingasölu sem er rétt hjá kirkjunni.  Þar fengum við gott kaffi og fínar tertur.  Eigandinn spjallaði við okkur og við áttum reglulega huggulega stund.  Ég mæli með að kíkja þarna við ef þið eigið leið þarna um.  Okkur Hildu varAltaristaflan síðan boðið í mat hjá mömmu og fengum þar dásamlegan kjúklingarétt.  Ég ligg því núna hálfmeðvitundarlaus af ofáti og slappa af.  Geri ekki ráð fyrir að þurfa að borða næstu árin! 


Myndir frá hugleiðslunni á föstudaginn langa

Huglett fyrir fórnarlömbin í TíbetHugleitt með tíbetanska fánann

Velheppnuð hugleiðsla

Í dag klukkan eitt hittumst við nokkrir hugleiðendur og áttum saman góða stund þar sem við hugleiddum í minningu fórnarlamba óeirðanna í Tíbet.  Veðrið var dásamlegt, sólin skein og blankalogn úti.  Við kveiktum á útikertum og breiddum úr bænaflöggum líka. Sjaldan hef ég átt betri hugleiðslustund. Fjölmiðlar voru þarna á ferðinni vegna bingós Vantrúar og var fjallað um þetta á mbl, vísi og í fréttum Stöðvar 2.  Eitthvað hefur aðeins skolast til hvað við vorum að gera, friðsamlegt og löglegt jóga?  Er til ófriðsamlegt og ólöglegt jóga ? Wink   En það er gott að vakin er athygli á þeim hlutum sem eru að eiga sér stað og hafa átt sér stað í Tíbet.  Fólkið þar þarfnast stuðnings okkar.  Sendum okkar bestu hugsanir og kærleik til tíbetana.
mbl.is Jóga fyrir Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í minningu fórnarlamba óeirðanna í Tíbet

Vil hér með koma á framfæri þessum pósti frá Hugleiðslu og friðarmiðstöðinni. Hvet alla til að mæta!

Kæru hugleiðslunemar og hugleiðendur allir!
Vegna mikillar umræðu og góðra viðbragða við síðasta bréfi okkar eum við hér með hugmynd sem okkur langar til að koma á framfæri við ykkur og alla sem þið þekkið:
Á morgun föstudaginn langa kl. 13:00 ætlum við að hittast á Austurvelli með kertaljós og eitthvað til að sitja á. Síðan ætlum við að hugleiða í 30 mínútur til að minnast allra þeirra sem hafa látið lífið í Tíbet undanfarnar vikur. Við viljum með þessu sýna H.H.Dalai Lama samstöðu um að að ofbeldi leiði aðeins af sér ofbeldi. Lögmálið um orsök og afleiðingu er í fullu gildi því menn uppskera auðvitað eins og þeir sá. Þetta verður sem sagt minningarstund um þá sem látist hafa í Tíbet af hvaða þjóðerni sem þeir eru. Vonandi sjá sem flestir sér fært að gefa þennan hálftíma til góðs málefnis. Við mætum þarna sem einstaklingar en ekki sem einhver ákveðinn þrýstihópur.
Kraftinn höfum við sameiginlegan samt. Haft hefur verið samband við lögregluna og hún veit af þessu þannig að við erum ekki að gera neitt ólöglegt.
Verið vel klædd og með stormkerti og kanski disk eða pappaspjald til að setja það á eða bara með venjulegt kert. Þeir sem vilja sitja á jörðinni taki með sér púða eða eitthvað til að stja á.
Sjáumst sem allra flest.
Með hugleiðslu og friðarkveðju
Dagmar Vala og Halldór

Jæja, þá er maður búinn að bæta Amsterdam í borgarsafnið

mar08 047Ég er að safna höfuðborgum/höfuðstöðum Smile   Var að taka saman þær höfuðborgir sem ég hef komið til.  Þær eru: Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Lúxemborg, San Marino (heh, höfuðborgin er allt landið..)París, Amsterdam, Brussel, Prag, Búdapest, London, Edinborg(já, höfuðborg Skotlands :)) og Mariehamn á Álandseyjum (er höfuðstaður eyjanna!).  Svo hef ég komið til tveggja fylkishöfuðborga í USA, Raleigh í North Carolina og Des Moines í Iowa.  Spurning hvort maður fari að safna þeim höfuðborgum líka Tounge   Amsterdam er falleg borg, verst ég hafði lítinn tíma til að skoða hana.  Ráðstefnan var í gamalli kirkju, afar flottur staður. Orgelið enn í henni, skjárinn fyrir fyrirlestrana hékk niður úr því!!  Og nei, fór ekki í rauða hverfið og ekki á kaffihús!  Flott þessi gömlu hús og öll síkin. Fór í siglingu eftir síkjunum eftir vinnufundinn á fimmtudaginn, mjöög gaman. Frábært að sjá borgina frá þessum sjónarhóli.  Var þreytt og þæg á kvöldin, sötraði Heineken á hótelinu og horfði á sjónvarpið.  Var góð ferð bæði vinnulega og persónulega. En það er alltaf gaman að koma heim í heiðardalinn Smile

Amsterdam baby!

Vinnuferð til Amsterdam á miðvikudaginn.  Gat ekki fengið beint flug út, flýg fyrst á Osló svo Amsterdam.  Beint til baka á laugardaginn.  Þetta er ráðstefna um hávaða í borgum - Noise in the city 2008.  Verður gaman að sjá smá af Amsterdam líka Tounge  Mikið djamm á mér um helgina, er rétt að jafna mig!  Keypti málverk - mynd mun birtast af því síðar !  En hér er ein mynd af mér og dekurdýrinu, more later darlings :)

Ég og dekurdýrið


Syfjuuuuð

Ingó og Óskar með Lego karlana sínaJæja, mín er mjööög syfjuð núna.  Steingrímur litli var hjá mér um helgina og ég svaf ekkert alltof mikið.  Hann er mjög hress kl. 5 á morgnanna - ég er ekki eins fjörug !  Gunna vinkona kom í heimsókn  með strákana sína á föstudaginn og færði mér pizzu.  Mmmmmmm  :D  Afar huggulegt :)  Stundaði svo mikla klósettpappírsflutninga á laugardaginn.  Sótti þrettán 45 rúllu einingar sem ég var að selja til fjáröflunar fyrir Hildu.  Við Steingrímur fórum tvær ferðir með fullan bíl!  Aumingja litli karl var umkringdur pappír en lét sér fátt um finnast.  Ótrúlegt hvað klósettpappír er þungur þegar hann er kominn í magnpakkningar!  Nú verða þrettán vinir, ættingjar og vinnufélagar með hreinan bossaling á næstu vikum, þökk sé mér :)  Á sunnudaginn fór ég með pappírinn til Steinku systur og hún og fjölskyldan ljómuðu af gleði.  Sennilega bara notað sandpappír á skikkanlegu verði fram að þessu.  Ég naut þess svo að horfa á uppáhaldsþættina mína á sunnudagskvöldið.  Top Gear strákarnir koma manni alltaf í gott skap LoL   En nú væri gáfulegt að fara að lúlla - fyrir miðnætti svona einu sinni !

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband