Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
23.3.2008 | 22:27
Páskadagsferð að Strandakirkju og ofát par excellance
Jæja, vart þarf að taka fram að mín er búin að fá sér af páskaegginu sínu í dag. Reyndar hreinlega búin með það! Mmm, það er alltaf sérstök stemning sem fylgir því að borða páskaegg og sjá hvaða málshátt maður fær. Þetta árið fékk ég málsháttinn "Fyrri er næring en fullur magi". Heh, góð skilaboð í byrjun páskadags! Eftir hádegið brugðum við Hilda okkur í bíltúr með Steinku systur að Strandakirkju. Ég hafði aldrei skoðað þá frægu kirkju fyrr. Fjaran fyrir neðan kirkjuna er alveg einstök, stuðlabergsklettar og fjörupollar. Brimið þar getur verið alveg stórkostlegt. Við sáum glitta í sel á einu skerinu en þokumugga var með ströndinni svo skyggnið var ekki gott. Kirkjan var afar falleg lítil sveitakirkja, spurning hvort maður ætti að heita á hana og gá hvort það myndi rætast ? Þar sem það var frekar hráslagalegt úti vorum við ekki lengi á röltinu en skelltum okkur inn í T-bæ, litla veitingasölu sem er rétt hjá kirkjunni. Þar fengum við gott kaffi og fínar tertur. Eigandinn spjallaði við okkur og við áttum reglulega huggulega stund. Ég mæli með að kíkja þarna við ef þið eigið leið þarna um. Okkur Hildu var síðan boðið í mat hjá mömmu og fengum þar dásamlegan kjúklingarétt. Ég ligg því núna hálfmeðvitundarlaus af ofáti og slappa af. Geri ekki ráð fyrir að þurfa að borða næstu árin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 22:06
Myndir frá hugleiðslunni á föstudaginn langa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 02:47
Velheppnuð hugleiðsla
Jóga fyrir Tíbet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 20:45
Í minningu fórnarlamba óeirðanna í Tíbet
Vil hér með koma á framfæri þessum pósti frá Hugleiðslu og friðarmiðstöðinni. Hvet alla til að mæta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 01:32
Jæja, þá er maður búinn að bæta Amsterdam í borgarsafnið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2008 | 23:59
Amsterdam baby!
Vinnuferð til Amsterdam á miðvikudaginn. Gat ekki fengið beint flug út, flýg fyrst á Osló svo Amsterdam. Beint til baka á laugardaginn. Þetta er ráðstefna um hávaða í borgum - Noise in the city 2008. Verður gaman að sjá smá af Amsterdam líka Mikið djamm á mér um helgina, er rétt að jafna mig! Keypti málverk - mynd mun birtast af því síðar ! En hér er ein mynd af mér og dekurdýrinu, more later darlings :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2008 | 23:52
Syfjuuuuð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)