Velheppnuð hugleiðsla

Í dag klukkan eitt hittumst við nokkrir hugleiðendur og áttum saman góða stund þar sem við hugleiddum í minningu fórnarlamba óeirðanna í Tíbet.  Veðrið var dásamlegt, sólin skein og blankalogn úti.  Við kveiktum á útikertum og breiddum úr bænaflöggum líka. Sjaldan hef ég átt betri hugleiðslustund. Fjölmiðlar voru þarna á ferðinni vegna bingós Vantrúar og var fjallað um þetta á mbl, vísi og í fréttum Stöðvar 2.  Eitthvað hefur aðeins skolast til hvað við vorum að gera, friðsamlegt og löglegt jóga?  Er til ófriðsamlegt og ólöglegt jóga ? Wink   En það er gott að vakin er athygli á þeim hlutum sem eru að eiga sér stað og hafa átt sér stað í Tíbet.  Fólkið þar þarfnast stuðnings okkar.  Sendum okkar bestu hugsanir og kærleik til tíbetana.
mbl.is Jóga fyrir Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, ég vildi gjarnan sjá fólk stunda ófriðsamlegt og ólöglegt jóga. Annars er aldrei að vita hvað er bannað með lögum og hvað leyft. Mér skilst að það séu til skrautlegar löggjafir víða.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband