Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Kaldur kjördagur í undirkjörstjórn

kosningÍ gær sinnti ég minni þegnskyldu og var í undirkjörstjórn í Íþróttamiðstöðinni Austurbergi.  Dagurinn leið furðu fljótt enda góð kjörsókn í minni kjördeild.  Með utankjörfundaratkvæðunum náðum við 82% sem er ekki svo slæmt.  Maturinn var ansi misjafn - og frá heilbrigðisfulltrúasjónarmiði fremur vafasamur.  En þar sem ég var glorhungruð slökkti ég á heilanum og mokaði þessu í mig.  Eins og venjulega var megn kaupstaðarlykt af hluta kjósenda og var kynjaskiptingin nokkuð jöfn í því.  Einn maður vildi endilega fá tvo kjörseðla - einn svona til minningar sagði hann.  Hahahha, rosalega fyndið - NEI.  Annars leið dagurinn án tíðinda.  Rassinn á mér var að vísu orðinn eins og ristað brauð af því að sitja á stólnum en verra var að reglulega var loftræsingin keyrð í botn og þá varð ískalt í húsinu.  Á einum tímapunkti voru puttarnir á mér orðnir bláleitir af kulda.  Brrrrd ! Eitt að lokum - bleikur kjörseðill ??!!?  Hverjum datt það í hug !

Myndavélin loks til viðtals :-) - grímuballsmyndir komnar !

Brúður Frankensteins !Loksins samþykkti myndavélin að hlaða myndunum mínum niður.  Ég skellti nokkrum inn á Hogfather síðuna mína en birti eina hér af mér sem brúði Frankensteins.  Loksins kom það að vera alltaf náföl sér vel, heheheh.  Mæli með grímuböllum, það er dúndurstemning í kringum þetta og spennandi að sjá hvernig hinir eru klæddir. 

Engin íbúð - en skemmtilegt grímuball

Það tókst ekki að sannfæra erfiðu systurina yfir helgina.  Svo nú er íbúðin góða komin úr sölu og hvorki ég né annar getur keypt hana.  Ég fór inn á fasteignavefinn í dag og það er nákvæmlega EKKERT spennandi í mínum verðflokki til sölu.  Ef ég næði í þessa leiðindakonu myndi ég ekki fara um hana mjúkum höndum !  En ég fór á dúndur grímuball um helgina og náði það að bæta geðheilsuna. Ég fór sem brúður Frankensteins Smile   Því miður neitar myndavélin að hlaða myndunum inn í tölvuna svo myndbirting verður að bíða betri tíma.  Best að fara að lúra og hætta að hugsa um viðvarandi húsnæðisleysi !!!  Kannski get ég fundið Frankenstein og flutt inn til hans ?

Vonbrigði aldarinnar !!

Tilboðinu mínu í íbúðina var svarað með gagntilboði - sem ég svaraði með öðru gagntilboði.  Því var tekið - af 3 af 4 erfingjum dánarbúsins.  Ein systir hætti skyndilega við að vilja selja.  ARRRRGGGHH!!!  Eftir sit ég með sárt ennið og vona að systkinunum takist að tala hana til yfir helgina. Svo ég bið alla um að ákalla hverja þá guði sem þið kunnið að tilbiðja (bið að heilsa BAAL) og segið þeim að tryggja mér íbúðina.  Þetta er svo svekkjandi !!! Af hverju var manneskjan að samþykkja að setja íbúðina í sölu, svo þegar kemur að því að selja hana, þá nananananana, vill hún ekki vera með.  Mrrrrrd.  Svo ég er að sulla í mig einum Old Speckled Hen til að drekkja sorgum mínum.  Skál félagar !!!

Tilboð í íbúð !!! Spennan að verða óbærileg !

DontPanic_1024Ég gerði tilboð í íbúð í dag - er að reyna að lækka hana hressilega !!  Úff !!! Mikil taugaspenna í gangi.  Þori sem minnst um þetta að segja fyrr en í ljós er komið hvað kemur út úr þessu.  To be continued !!!!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband