Kaldur kjördagur í undirkjörstjórn

kosningÍ gær sinnti ég minni þegnskyldu og var í undirkjörstjórn í Íþróttamiðstöðinni Austurbergi.  Dagurinn leið furðu fljótt enda góð kjörsókn í minni kjördeild.  Með utankjörfundaratkvæðunum náðum við 82% sem er ekki svo slæmt.  Maturinn var ansi misjafn - og frá heilbrigðisfulltrúasjónarmiði fremur vafasamur.  En þar sem ég var glorhungruð slökkti ég á heilanum og mokaði þessu í mig.  Eins og venjulega var megn kaupstaðarlykt af hluta kjósenda og var kynjaskiptingin nokkuð jöfn í því.  Einn maður vildi endilega fá tvo kjörseðla - einn svona til minningar sagði hann.  Hahahha, rosalega fyndið - NEI.  Annars leið dagurinn án tíðinda.  Rassinn á mér var að vísu orðinn eins og ristað brauð af því að sitja á stólnum en verra var að reglulega var loftræsingin keyrð í botn og þá varð ískalt í húsinu.  Á einum tímapunkti voru puttarnir á mér orðnir bláleitir af kulda.  Brrrrd ! Eitt að lokum - bleikur kjörseðill ??!!?  Hverjum datt það í hug !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Bleikir kjörseðlar til að minnast þess að konum er enn að fækka á þingi? Hugsanlega eru þeir að sefa samviskuna yfir hversu illa konur röðuðust á lista með því að hafa bleika kjörseðla.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.5.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tek undir þetta með Steingerði. Jörðum konur, bleikjum þær ...

Guðríður Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband