Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ljúfur kvöldmatur í Kassalandi

feb07 129Dóttir mín var svo ferlega indæl að elda kvöldmatinn í kvöld.feb07 130  Ekki nóg með það, hún dúkaði borð, kveikti á kertum og bjó til ferlega huggulega stemningu mitt í kassahrúgunni.  Að sjálfsögðu var ís í eftirrétt og hún dreifði súkkulaðikurli yfir hann, ekkert smá flott !  Það er eftir allt saman ekki svo slæmt að eiga 14 ára dóttur LoL   Annars gengur ágætlega að setja í kassa - en þetta er samt ekki nærri því búið !  Íííík !  Finn að geðheilsan er á hraðri leið niður á við.....

Litlir kassar og dingalingaling

hamsturArgh !  Nú er málið að flytja á brott !  Hilda er búin að fylla 7 kassa og ég tvo - svo þurftum við að hætta vegna kassaskorts.  Engir kassar til í búðunum núna um helgina GetLost   Ég sé fram á að þurfa MARGA MARGA kassa, sérstaklega fyrir bækurnar.  Ííík, verður gaman að bera bókakassana niður Gasp   Ég tek það fram að þetta verður í síðasta sinn sem ég bý á 4. hæð í húsi ÁN lyftu !  Ég ætla að reyna að henda grimmt um leið og ég pakka, það versta er að ég er risahamstur dulbúin sem kona og á afar erfitt með að henda nokkrum hlut.  Það er með ólíkindum hvað ég hef sankað að mér miklu drasli gegnum árin ! Bæklingar, miðar í neðanjarðarlestir, hitt og þetta sem ég hef geymt til minningar um einhvern atburð.  Mesti kvíðinn er þó vegna  geymslunnar....  Ekki víst að ég komist lifandi frá þeirri lífsreynslu að fara í gegnum draslið þar ! Sideways   Hilda er spennt og glöð - hún ætlar að ljúka því að pakka öllu úr herberginu sínu áður en hún fer heim til pabba síns á miðvikudaginn.  Dugleg stelpa.  Ef ég lifi þetta allt af verð ég flutt í næstu viku Wizard  

Confetti er ekki sælgæti

Mogginn var vanur að vanda betur til þýðingarvinnu og prófarkalesturs en hin dagblöðin.  Amk kom mun sjaldnar fyrir að meinlegar villur slæddust inn á síður hans.  Allt er breytingum háð og nú eru svona villur orðnar algengar.  Þessi litla frétt af trúðnum sem barði drenginn hefur gengið á erlendum vefblöðum undanfarna viku.  Í þeim miðlum kemur fram að það sem drengurinn gerði til að ergja trúðinn var að fleygja yfir hann CONFETTI.  Confetti er eins og flestir vita (nema þýðandi mbl.is) marglitar pappírsræmur/snifsi sem kastað er yfir fólk við ýmis tilefni.  Moggaþýðandinn hefur greinilega haldið að þetta væri konfekt, þar af leiðandi segir íslenska fréttin drenginn hafa kastað sælgætisboxi.  Vissulega ekki alvarleg yfirsjón og heimurinn mun vart farast þó að Íslendingar einir viti ekki sannleikann í trúðsmálinu.  Bara merki um að farið er að fórna gæðum fyrir hraðann.  Fréttablaðið og Blaðið eru ennþá verri, en Mogginn þarf að fara að hugsa sinn gang.


mbl.is Trúður sparkaði í 12 ára dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

YESSSSSSSSSSSSSSS !

Tilboðinu var tekið !!!!! Nú er bara að bíða hvort lánin þeirra koma ekki örugglega í gegn !  Halelújah! LoL

Spennan eykst !

Fékk tilboð í íbúðina í dag !  Gerði gagntilboð og nú er bara að vita hvert svarið verður !  Íííík !  Er að deyja úr stressi og spennu!  Enginn svefn í nótt Pinch

Hahahah

hahah

Dofinn miðjufingur

Undanfarna viku hef ég þjáðst af mikilli vöðvabólgu í hægri öxlinni.  Verkinn leiðir niður í olboga og einhver taug er greinilega klemmd.  Ég er nefnilega koldofin í löngutöng.  Þegar fólk spyr mig hvar ég sé dofin rétti ég auðvitað upp þann fingur.  Það furðulega er að ég er bara ásökuð um dónaskap.  Erfitt að fá skilning í þessum veikindum..

Eru mæður ekki fallegar ?

Rak augun í þessa frétt um spænska stúlku sem var meinað að taka þátt í fegurðarsamkeppni af því hún átti 3 ára son.  Þetta er lýsandi fyrir þann hugsunarhátt sem ríkir í kringum fegurðarsamkeppnir víðsvegar um heim.  Stúlkurnar sem taka þátt þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem geta verið margvísleg: ekki vera gift, ekki eiga börn, ekki vera of gömul, ekki hafa gert neitt sem keppnishaldarar telja siðferðislega ófullnægjandi og ekki vera nema rétt yfir hungurmörkunum í þyngd.  Verið er að eltast við einhverja afdankaða jómfrúarímynd en samt er stúlkunum stillt upp klæðalitlum eins og kjötstykkjum á markaði.  Sú framsetning er í hróplegu ósamræmi við þær fullkomnunarkröfur sem stúlkunum eru settar.  Vart þarf að taka fram að þó að vissulega séu sett skilyrði í fegurðasamkeppni karla eru þau öðruvísi og ekki eins ströng (gæti verið að Herra Ísland fyrrverandi sé mér ósammála).  Amk telja menn á Spáni að karlmenn geti verið fallegir þó þeir eigi börn, en sama á ekki við um konur.  Mæður virðast ekki teljast fallegar eða sexý.  Stúlkan í fréttinni var undrandi á fornaldarhugsunarhætti keppnishaldara.  Ég er hissa á því að hún skyldi ekki átta sig á því hversu steinaldarleg og hallærisleg sú hugmynd að halda fegurðarsamkeppni er. 
mbl.is Spænsk fegurðardrottning dæmd úr leik fyrir að vera móðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórtán ára dóttir ! Þarf nýrra módel !

Í gær varð einkadóttirin 14 ára.  Úff !  Tíminn flýgur !  Fyrsti kærastinn er skammt undan... argh argh.  Við fórum út að borða í tilefninu á Ítalíu og áttum þar frábæra stund með fjölskyldu pabba hennar, Svanhildi systur og Guðlaugu dóttur hennar.  Þessa helgi er ég að passa guðdóttur mína, Eyrúnu, sem er varð einmitt 5 mánaða í gær.  Margir myndu telja að maður myndi prísa sig sælan að eiga svona gamalt barn eftir að prófa aftur að annast um lítið kríli.  En áhrifin eru þveröfug. Mig langar bara í annað barn, takk fyrir !  Þessi litla mús er búin að hrista ærlega upp í eggjastokkunum á mér Smile  Nú vantar bara sjálfboðaliða til að redda mér nýrra módeli Tounge Meðfylgjandi er mynd af Eyrúnu í stuði, er það furða að maður bráðni ??

feb07 110


Sex stungur á dag koma skapinu í lag

Skrapp til heimilislæknisins í morgun og þurfti að láta taka eina blóðprufu.  Sem blóðgjafi og atvinnusjúklingur/slysafíkill er ég alvön blóðtökum og skellti hendinni óhrædd fyrir framan lífeindafræðinginn (úff var næstum búin að skrifa meinatæknir, það hefði farið illa).  Þá byrjaði ballið.  Hún stakk mig en ekkert kom í nálina.  Þá fór hún að hræra í olbogabótinni með nálinni, í örvæntingafullri tilraun til að komast inn í æð.  Ekkert gekk, en sársaukinn var ólýsanlegur.  Hún baðst afsökunar og réðist svo á hægri hendina.  Þar var sama sagan, ekkert blóð kom og hún djöflaðist í mér fram og til baka með tilheyrandi kvölum.  Þú ert alltaf að kippa þér undan, sagði hún og horfði ásakandi á mig.  Ég hélt nú ekki !  Þá réðist hún á vinstri hendina aftur.  Eftir miklar kvalir og óþægindi náði hún loks að komast inn í æð og taka prufuna.  En það tók SEX stungur !  SEX takk fyrir !  Í ljós kom að daman hafði notað ónýta teygju um hendina og því ekki getað hert nógu vel að.  Reyndi svo að kenna mér um allt.  Mrrrrrrrd.  Get því bætt við mig nýju viðurnefni - götótta konan.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband