Eru mæður ekki fallegar ?

Rak augun í þessa frétt um spænska stúlku sem var meinað að taka þátt í fegurðarsamkeppni af því hún átti 3 ára son.  Þetta er lýsandi fyrir þann hugsunarhátt sem ríkir í kringum fegurðarsamkeppnir víðsvegar um heim.  Stúlkurnar sem taka þátt þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem geta verið margvísleg: ekki vera gift, ekki eiga börn, ekki vera of gömul, ekki hafa gert neitt sem keppnishaldarar telja siðferðislega ófullnægjandi og ekki vera nema rétt yfir hungurmörkunum í þyngd.  Verið er að eltast við einhverja afdankaða jómfrúarímynd en samt er stúlkunum stillt upp klæðalitlum eins og kjötstykkjum á markaði.  Sú framsetning er í hróplegu ósamræmi við þær fullkomnunarkröfur sem stúlkunum eru settar.  Vart þarf að taka fram að þó að vissulega séu sett skilyrði í fegurðasamkeppni karla eru þau öðruvísi og ekki eins ströng (gæti verið að Herra Ísland fyrrverandi sé mér ósammála).  Amk telja menn á Spáni að karlmenn geti verið fallegir þó þeir eigi börn, en sama á ekki við um konur.  Mæður virðast ekki teljast fallegar eða sexý.  Stúlkan í fréttinni var undrandi á fornaldarhugsunarhætti keppnishaldara.  Ég er hissa á því að hún skyldi ekki átta sig á því hversu steinaldarleg og hallærisleg sú hugmynd að halda fegurðarsamkeppni er. 
mbl.is Spænsk fegurðardrottning dæmd úr leik fyrir að vera móðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Blöndal

Var Ben Johnson ekki fljótur að hlaupa?  Mæður eru fallegri og hún svindlaði.

Þorvaldur Blöndal, 19.2.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þessar fegurðarsamkeppnir. Það er alveg með ólíkindum hversu vinsælt þetta er. Nú eru það ekki lengur eingöngu konur sem keppa í fegurð, karlar, börn, svín, kindur og kýr hafa bæst í þann hóp og í öllum tilfellum er þetta jafnvitlaust.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.2.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband