Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Stofnfundur SUR

SUR (26)Í gær var haldinn stofnfundur SUR - Starfsmannafélags Umhverfissviðs.  Ég var göbbuð til þess að vera fundarstjóri á þessari samkomu sem ég samþykkti (þó ég reyndi að koma mér undan með því að gera mér upp tíu mismunandi hitabeltissjúkdóma - var ekki trúað).  Mér lukkaðist að stýra fundinum með stæl, enda var nú aldrei gert ráð fyrir því að þetta væri átakafundur Smile   Það er gott framtak að farið hafi verið í að stofna þetta félag og það verður án efa til þess að auðga félagslíf sviðsins í heild.

Mont dagsins í boði SSS

jan06 004Einkadóttirin hringdi í mig fyrr í kvöld til að segja mér hvernig henni gekk á Meistaramóti Reykjavikur 14 ára og yngri í dag.  Ekki þarf að kvarta undan árangrinum, hún fékk silfrið í hástökkinu og gullið í kúluvarpinu.  Þar bætti hún sig ennfremur um 29 cm og kastaði kúlunni 8,60 m.  Móðurhjartað belgdist út af stolti við þessar fréttir.  Keppni heldur áfram á morgun og það verður spennandi að heyra hvernig gengur þá.  Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá eru íþróttahæfileikarnir sennilega ekki frá mér komnir.  Gekk reyndar vel í hástökkinu í ÆSK í gamla daga, en þar með endar glæsilegur íþróttaferill minn.  Tja, gleymdi reyndar silfurverðlaununum í kúluvarpi stúlkna á sumarhátíð Vinnuskólans sumarið 1986.  Hilda á nægjanlega mikið af verðlaunapeningum til að geta veggfóðrað með þeim Smile   Læt fljóta með mynd af henni frá keppni í fyrra.

Grínfrétt Moggans - geðheilsa USA-búa betri en óttast var :-)

Mér líður betur eftir að mér var bent á að þetta var bara grínfrétt sem ég var að fjalla hér um að neðan og taldi raunverulega.  Bandaríska þjóðin er ekki gengin af göflunum eftir allt saman LoL


Eru bandaríkjamenn endanlega gengnir af göflunum ?!!

Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég á þessa frétt !!!  Fréttastjórar að biðjast afsökunar af því að hafa tekið smá hlé á fréttaflutningi af láti Önnu Nicole til þess að birta ómerkilegar fréttir s.s. um ástandið í Darfur.  24 stærstu fréttastofurnar gagnrýndar fyrir ófullnægjandi fréttaflutning af láti hennar.  Getur það virkilega verið að 300 miljón manna þjóð hafi ekki viljað gera neitt annað í þrjá sólarhringa en horfa á fréttir af dauða C-klassa leikkonu og sukkara ?  Ef svo er þá er veruleikafirring komin á hættulega hátt stig þarna úti !
mbl.is Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum er ég algert fashion statement í vinnunni

22

Varúð ! Kanína framundan !

mai06 028Í gærmorgun rumskaði ég um sexleytið og kippti þá kanínunni minni upp í rúm til að kúra hjá mér.  Ég steinsofnaði aftur og vaknaði ekki fyrr en að klukkan hringdi klukkutíma síðar. Ég teygði aðeins úr mér og bylti mér til en sængin var of freistandi til að spretta strax fram úr.  Svo með ofurmannlegu átaki svipti ég mér upp, reif af mér sængina og sveiflaði löppunum fram úr.  Þá stökk skelfingu lostin kanína út úr sænginni í loftköstum og þvagbunan stóð aftan úr henni yfir mig og rúmið.  Ég var s.s. búin að steingleyma því að kanínan gæti verið á sveimi í rúminu !  Oftast stekkur hann aftur niður á gólf og fer í bælið sitt.  Annars liggur hann til fóta og kemur röltandi þegar ég fer að hreyfa mig.  Það var hann væntanlega að gera þarna greyið, hefur verið að koma til að heilsa mér og ég þeytti honum á loft með sænginni.  Þetta tafði morgunverkin aðeins að þurfa að redda hreinsun á kanínupissi.  En ég get sjálfri mér um kennt.  Kanínan fyrirgaf mér um leið og kálið og gulræturnar voru komnar í matardallinn.  Passa að gera ræfilinn ekki að flugkanínu aftur.


Í USA er það ekki storkurinn sem kemur með börnin, maður sækir þau bara sjálfur..

Undanfarin ár hafa komið upp nokkur mál í USA þar sem ófædd börn eru skorin úr kviði móður sinnar.  Í nokkrum tilfellum hafa börnin lifað, í öðrum dáið enda gjarnan ekki fullburða.  Vart þarf að taka fram að mæðurnar hafa ekki lifað "aðgerðirnar" af.  Einni konu tókst að berjast á móti og drepa geðsjúklinginn sem var kominn til að skera úr henni barnið og konan í fréttinni hér slapp með naumindum.  Hversu sjúkt getur fólk verið ???  Og hvers vegna gerist svona helst í USA ??  Hef ekki heyrt um þetta gerast í öðrum löndum, get ekki útilokað það þó.  Ekki er ólíklegt að sumar konurnar hafi fengið hugmyndina við að fylgjast með fréttum af svipuðum voðaatburðum.  Kannski fer einhver klikkhausinn af stað eftir að lesa um réttarhöldin yfir þessari konu.  Maður fær hroll niður bakið við að hugsa um þetta !


mbl.is Játaði að hafa skorið maga ófrískrar nágrannakonu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttið upp hönd þeir sem öfunda mig af starfinu mínu

14

Bafta verðlaunin afhent með pompi og pragt

Ég var að horfa á Bafta verðlaunaafhendinguna áðan og skemmti mér ágætlega.  Það er allt annar andi yfir þessum verðlaunum, meiri stíll og fágun en á Óskarsverðlaunahátíðinni.  Brandararnir eru fyndnari hjá kynnunum, sumir virðast meira að segja vera að spinna það upp sem þeir segja á staðnum.  Þakkaræðurnar eru styttri, ekki eins tilfinningalega ofhlaðnar og á Óskarnum og ég varð ekki vör við nein tár.  Helen Mirren var drotting kvöldsins og vann verðlaunin fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Queen.  Kynnirinn sagði fyrr um kvöldið að Helen Mirren hefði tekist hið ómöglega: að gera Elísabetu drottningu að sexý konu LoL .  Það eina sem pirraði mig var íslenski þulurinn.  Hann var hundleiðinlegur og greinilega ekkert sérlega góður í ensku.  T.d. þegar hann var að bera fram nafn leikstjórans Martin Scorsese, þá hljómaði það svona: Martin Skor se se.  Ííík.  Hann talaði um besta leikara/leikkonu í "stoðhlutverki", hingað til hefur þetta verið kallað í "aukahlutverki".  Bein þýðing á best supporting actor/actress.  Þessum þulum er alltaf  troðið inn til að lýsa svona hátíðum en eru alger óþarfi að mínum dómi.  Þeir skemma bara fyrir manni þegar maður er að reyna að hlusta á það sem fólkið er að segja.  Hefði t.d. ekki viljað missa af Ricky Gervaise þegar hann afhenti ein verðlaunin.  Sá maður er verulega fyndinn Smile .  Verð að sjá The Queen, hún var valin besta myndin.  Langar líka að sjá The last king of Scotland, sem fjallar um Idi Amin.  Verst hvað er orðið dýrt í bíó.

Spennan eykst !

Það er sagt að raunveruleikinn sé oft ótrúlegri en skáldsaga.  Það á vel við í gátunni um faðerni dóttur Önnu Nicole heitinnar.  Nú er farið að blanda löngu dauðum eiginmanni hennar í spilið.  Hún á sem sagt að hafa notað fryst sæði hans til geta þetta vesalings litla grey sem allir vilja eiga.  Ef málið væri svo einfalt að hún ætti sæði úr karlfausknum inni í banka af hverju í ósköpunum hefði hún þá ekki verið búin að nota það fyrr ?  Ég bíð spennt eftir því hver gefur sig fram næst ?  Ólafur Ragnar Grímsson ?  George W. Bush ?  Yfirstrumpur ?  Best væri auðvitað að Angelina Jolie og Brad Pitt ættleiði barnið.  Það væri flottur endir á sögunni.


mbl.is Notaði Smith fryst sæði eiginmannsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband