Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
15.2.2007 | 10:26
Stofnfundur SUR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2007 | 00:44
Mont dagsins í boði SSS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2007 | 18:53
Grínfrétt Moggans - geðheilsa USA-búa betri en óttast var :-)
Mér líður betur eftir að mér var bent á að þetta var bara grínfrétt sem ég var að fjalla hér um að neðan og taldi raunverulega. Bandaríska þjóðin er ekki gengin af göflunum eftir allt saman
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2007 | 14:23
Eru bandaríkjamenn endanlega gengnir af göflunum ?!!
Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2007 | 13:16
Stundum er ég algert fashion statement í vinnunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2007 | 00:25
Varúð ! Kanína framundan !
Í gærmorgun rumskaði ég um sexleytið og kippti þá kanínunni minni upp í rúm til að kúra hjá mér. Ég steinsofnaði aftur og vaknaði ekki fyrr en að klukkan hringdi klukkutíma síðar. Ég teygði aðeins úr mér og bylti mér til en sængin var of freistandi til að spretta strax fram úr. Svo með ofurmannlegu átaki svipti ég mér upp, reif af mér sængina og sveiflaði löppunum fram úr. Þá stökk skelfingu lostin kanína út úr sænginni í loftköstum og þvagbunan stóð aftan úr henni yfir mig og rúmið. Ég var s.s. búin að steingleyma því að kanínan gæti verið á sveimi í rúminu ! Oftast stekkur hann aftur niður á gólf og fer í bælið sitt. Annars liggur hann til fóta og kemur röltandi þegar ég fer að hreyfa mig. Það var hann væntanlega að gera þarna greyið, hefur verið að koma til að heilsa mér og ég þeytti honum á loft með sænginni. Þetta tafði morgunverkin aðeins að þurfa að redda hreinsun á kanínupissi. En ég get sjálfri mér um kennt. Kanínan fyrirgaf mér um leið og kálið og gulræturnar voru komnar í matardallinn. Passa að gera ræfilinn ekki að flugkanínu aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Undanfarin ár hafa komið upp nokkur mál í USA þar sem ófædd börn eru skorin úr kviði móður sinnar. Í nokkrum tilfellum hafa börnin lifað, í öðrum dáið enda gjarnan ekki fullburða. Vart þarf að taka fram að mæðurnar hafa ekki lifað "aðgerðirnar" af. Einni konu tókst að berjast á móti og drepa geðsjúklinginn sem var kominn til að skera úr henni barnið og konan í fréttinni hér slapp með naumindum. Hversu sjúkt getur fólk verið ??? Og hvers vegna gerist svona helst í USA ?? Hef ekki heyrt um þetta gerast í öðrum löndum, get ekki útilokað það þó. Ekki er ólíklegt að sumar konurnar hafi fengið hugmyndina við að fylgjast með fréttum af svipuðum voðaatburðum. Kannski fer einhver klikkhausinn af stað eftir að lesa um réttarhöldin yfir þessari konu. Maður fær hroll niður bakið við að hugsa um þetta !
Játaði að hafa skorið maga ófrískrar nágrannakonu sinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 16:26
Réttið upp hönd þeir sem öfunda mig af starfinu mínu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2007 | 00:39
Bafta verðlaunin afhent með pompi og pragt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2007 | 01:28
Spennan eykst !
Það er sagt að raunveruleikinn sé oft ótrúlegri en skáldsaga. Það á vel við í gátunni um faðerni dóttur Önnu Nicole heitinnar. Nú er farið að blanda löngu dauðum eiginmanni hennar í spilið. Hún á sem sagt að hafa notað fryst sæði hans til geta þetta vesalings litla grey sem allir vilja eiga. Ef málið væri svo einfalt að hún ætti sæði úr karlfausknum inni í banka af hverju í ósköpunum hefði hún þá ekki verið búin að nota það fyrr ? Ég bíð spennt eftir því hver gefur sig fram næst ? Ólafur Ragnar Grímsson ? George W. Bush ? Yfirstrumpur ? Best væri auðvitað að Angelina Jolie og Brad Pitt ættleiði barnið. Það væri flottur endir á sögunni.
Notaði Smith fryst sæði eiginmannsins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)