Litlir kassar og dingalingaling

hamsturArgh !  Nú er málið að flytja á brott !  Hilda er búin að fylla 7 kassa og ég tvo - svo þurftum við að hætta vegna kassaskorts.  Engir kassar til í búðunum núna um helgina GetLost   Ég sé fram á að þurfa MARGA MARGA kassa, sérstaklega fyrir bækurnar.  Ííík, verður gaman að bera bókakassana niður Gasp   Ég tek það fram að þetta verður í síðasta sinn sem ég bý á 4. hæð í húsi ÁN lyftu !  Ég ætla að reyna að henda grimmt um leið og ég pakka, það versta er að ég er risahamstur dulbúin sem kona og á afar erfitt með að henda nokkrum hlut.  Það er með ólíkindum hvað ég hef sankað að mér miklu drasli gegnum árin ! Bæklingar, miðar í neðanjarðarlestir, hitt og þetta sem ég hef geymt til minningar um einhvern atburð.  Mesti kvíðinn er þó vegna  geymslunnar....  Ekki víst að ég komist lifandi frá þeirri lífsreynslu að fara í gegnum draslið þar ! Sideways   Hilda er spennt og glöð - hún ætlar að ljúka því að pakka öllu úr herberginu sínu áður en hún fer heim til pabba síns á miðvikudaginn.  Dugleg stelpa.  Ef ég lifi þetta allt af verð ég flutt í næstu viku Wizard  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mikið varstu heppin að finna mynd sem líkist þér svo ósegjanlega mikið. Hjartkæri hamslausi hamstur.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.2.2007 kl. 11:20

2 identicon

Viltu að ég komi til að henda? (djöfullegt bros).

margret steinarsdottir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Já Margrét, komdu endilega.  Ég læt þig bera bókakassana niður

Svava S. Steinars, 26.2.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Þú ættir bara að sjá bókakassana mína!

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 27.2.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband