4.7.2007 | 11:19
Ghibli safnið rúlar !
Fórum á Ghibli safnið í dag. Það er safn um teiknimyndir, sérstaklega Tottoro og nokkrar aðrar japanskar teiknimyndir. Oh my, var alveg frábært. Mjög flottir sýningagripir og skemmtilegt hús líka. Erum búnar að ferðast um þvera og endilanga Tokyo, fórum í gær í Akihabara sem er tæknihverfið. Þangað koma uppfinningamenn og sækja sér rafeindadót og þar er hægt að kaupa allskyns raftæki, myndavélar og annað á þrælgóðu verði. Sumt að vísu með japönsku stýrikerfi... En þetta er upplifun að sjá þetta allt ! Harðir diskar sem eru ekki lengur taldir í gígabætum og alls kyns tæki sem enginn kannast við hér. Stuuð ! Á morgun förum við til Asakusa og skoðum gamalt hof, kíkjum sennilega líka á keisaragarðana. Party on!
Athugasemdir
Kveðja frá Helgen pelgen og Kalla kanínu sem hoppar hér um alla íbúð og skilur eftir sig slóð af svörtum graskögglum. Finnst mest spennandi að skjótast undir rúm og hitta allar rykkanínurnar þar og verður ægilega spældur ef maður lokar inn í svefnherbergi :) Hefur hins vegar verið gerður útlægur úr sófanum vegna hárloss og hættu á spræneríi. Og ef hann heldur áfram að éta svona mikið af grasi og fíflablöðum gæti ég best trúað því að nýji feldurinn verði grænn á litinn.
Góða skemmtun áfram þarna úti, sjáumst í næstu viku :)
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:03
Sakna þín gamli grís. Hefði viljað fá þig í göngutúr í gær.
Steingerður Steinarsdóttir, 5.7.2007 kl. 11:08
Hija, sakna ykkar allra en samt er geðveikt gaman hér ! Sjáumst í næstu viku !! Og kan kan kan, skammilammi, sófar eru ekki til að vökva !
Svava S. Steinars, 5.7.2007 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.