Tokyo Tower og karaoke !

Jæja.  Í dag fórum við til Asakusa og sáum flotta búddistahofið þar með fimm hæða pagóðu.  Svo fórum við í Tokyo tower, sem er rauður og hvítur Eiffel turn !!!  Hann er 333 m hár en við fórum hæst upp í 250 m hæð. Coolness !!  Sáum vel yfir borgina þrátt fyrir hitamistur.  Svo skelltum við okkur í karaoke í kvöld.  Hilda passaði börnin en ég, Gunnella og Halldór og JP og Lizzie vinir þeirra fórum og sungum frá okkur allt vit.  Weee !! Mín útgáfa af Behind blue eyes sendi hroll niður bakið á öllum viðstöddum....  Verð að prófa þetta aftur !!! Mega gaman !  Enda í rétta landinu fyrir þetta !  Jæja, farin að lúra, sayonara !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er helblá, græn og marin af öfund.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.7.2007 kl. 10:30

2 identicon

Snuff, vildi að ég hefði komist. En frábært að þið skemmtuð ykkur og eruð duglegar að túristast!!

Sif (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband