Hættustig rautt á baðherberginu !

Nýja baðiðJæja, það er farið að sjá fyrir endann á þessu !  Málarinn klárar á Fína klósettið :)að flísaleggja og píparinn kemur á laugardaginn og setur upp vaskinn, ofninn og baðblöndunatækin.  Júhú!  Eina sem vantar er að ég velji mér nýjan spegil og baðskáp.  Læt fylgja með myndir sem teknar voru áður en málarinn kom, næstu myndir verða megaflottar LoL

Boston er frábær borg :)

Thanksgiving skreyting í Beacon HillJæja, þá er maður komin aftur frá USA, heill á húfi en þreyttur.  5 tíma mismunur á klukkunni getur virkilega farið með mann.  En ferðinGamlar byggingar speglast í Prudential Tower var í einu orði sagt frábær.  Við skemmtum okkur mjög vel og nutum þess að skoða fallega borg, borða góðan mat og þrátt fyrir hátt verðlag versluðum við líka.  Á föstudeginum fórum við í skoðunarferð um borgina og var það frábær upplifun.  Fyrst skoðuðum við Boston Common, elsta almenningsgarð í Bandaríkjunum.  Þar var afar skemmtilegur skúlptúr sem heitir Make way for ducklings, eftir þekktri barnabók sem var skrifuð og gerist í Boston.  Þetta eru styttur af andamömmu með ungana sína og krakkar mega klifra á þeim og setjast á þau.  Svo var gengið um Beacon Hill, sem er fyrsta skipulagða íbúðahverfið í USA (Boston er með mikið af "fyrst í USA" hlutum).  Þar er m.a. að finna barinn sem er fyrirmyndin af Cheers úr sjónvarpsþáttunum og við skoðuðum þann stað.  Beacon Hill er afar dýrt hverfi sem kemur ekki á óvart, er mjög fallegt og skemmtilegt og húsin gömul og sjarmerandi.  Svo skoðuðum við nýja State House og skúlptúr til minningar um fyrstu svörtu herdeildina.  Síðan voru skoðaðir staðir sem tengdust frelsisstríði Bandaríkjanna, Old North Church, gamall kirkjugarður og fleira.  SvoAlmenningssími í Chinatown :) var farið yfir til Cambridge og við skoðuðum Harvard.  Skemmtilegt að sjá þennan fræga stað með eigin augum.  Við sáum styttuna af John Harvard, fyrsta manninum sem styrkti skólann og hann því  nefndur eftir honum.  Það á að boða lukku að snerta tánna á honum, svo ég fór auðvitað og gerði það.  Næst var farið að Prudential Tower, hæstu byggingu Boston og skoðað hvernig gömlu byggingarnar við hliðina á speglast í sérstöku speglagluggunum í turninum. Ég að snerta styttuna af John Harvard til lukkuVið enduðum svo skoðunarferðina við höfnina, við Quincy Market.  Þar fórum við Júlla og fengum okkur New England Clam Chowder í brauðbollu, mmmmmmmmm mjög gott !  Um kvöldið fórum við svo á veitingastað og borðuðum ekta Thanksgiving dinner, kalkúnn með the works.  ÆÐISLEGA góður !  Við skoðuðum ekki bara Boston í þessari ferð, við skelltum okkur líka til Salem, bæjar sem frægur er fyrir nornaofsóknir sem áttu sér stað 1692, þegar 20 saklausar manneskjur voru líflátnar vegna ásakanna frá móðursjúkum unglingsstelpum.  Bærinn var afar skemmtilegur, með gömlum húsum og fjöldanum öllum af nornabúðum og söfnum!  Við fórum á Salem Witch Museum og fengum að heyra alla söguna um ofsóknirnar.  Við skoðuðum síðan gamlan kirkjugarð og minnismerki um fórnarlömb nornaofsóknanna.Gamla ráðhúsið, umkringt nýjum háhýsum  Síðasta daginn fengum við frábært veður og röltum um borgina og versluðum smá.  Ég fann búð sem heitir Tall girl, loksins föt með nógu langar ermar !!  Við enduðum á að skoða New England Aquarium, afar skemmtileg upplifun.  Heim var svo haldið á mánudagskvöldi, sælar en þreyttar.  Mæli hiklaust með Boston, gullfalleg og skemmtileg borg.  Hinsvegar fann maður rækilega fyrir hinu háa gengi dollarsins.  Gos kostaði 300 kr íslenskar hálfur líter, og ís í formi með 2 kúlum um 8-900 kr !  Þessi ferð var samt þess virði að fara hana.  Fer þarna aftur þegar ég er orðin rík og fræg :)


Eldur á mínu gamla heimili!

Mér brá ansi mikið að sjá tilkynningu um eld í Möðrufelli 5, mínu gamla heimili.  Er glöð að enginn slasaðist af mínum gömlu nágrönnum og vona bara að reykurinn hafi ekki skemmt eigur þeirra.  Blessaða gamla þvottavélin, spurning hvort hún gafst upp að lokum eða hvort kveikt hafi verið í.  Vona frekar að það sé vélin sem er orsökin, hitt er of óhuggulegt.  Þvottahúsið er læst og bara íbúar hafa lykla!  Gott að allt fór vel.
mbl.is Eldur í Möðrufelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættustig hækkað í appelsínugult í hernaðaraðgerð Nýtt baðherbergi

Nýtt klósettÞá er allt gamla draslið farið af baðherberginu og nýja baðið og klósettið komin inn !!  Þetta er allt að mjakast áfram.  En ryk þekur alla íbúðina, það verður víst að sætta Baðið nýjasig við það.  Næsta stig er svo flísalagning !  Jibbí, þetta mjakast áfram! 

Hilda bætir sig í kúluvarpi :)

Á laugardaginn tók Hilda þátt í Silfurleikum ÍR, sem haldnir eru árlega til að minnast þess afreks Vilhjálms Einarssonar að fá silfurverðlaun á Ólympíuleikum.  Þar fékk hún silfrið í kúluvarpi, kastaði 10,91 m og bætti fyrra met sitt um rúmlega 1,3m!  Svo nældi hún í bronsið í hástökkinu þrátt fyrir hnémeiðsli.  Að venju er ég stolt af stelpunni Cool

Magga systir heiðruð af Stígamótum

Verðlaunahafarnir, Magga önnur frá vinstriÍ dag stóðu Stígamót fyrir Evrópumálstofu um kynbundið ofbeldi.  Í lok málstofunnar var fimm konum veitt jafnréttisviðurkenning fyrir störf í þágu samtakanna, fyrir kvenréttindabaráttu og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi.  Systir mín, Margrét Steinarsdóttir, var ein þeirra sem hlaut viðurkenningu.  Hafi einhver verið vel að þeim verðlaunum komin er það einmitt hún.  Hún hefur barist gegn ofbeldi gagnvart konum og börnum, gegn mansali og vændi, stutt jafnréttisbaráttu kynjanna og í alla staði unnið að því að bæta stöðu og ímynd kvenna í samfélaginu.  Óeigingjarnari og sanngjarnari manneskju er vart hægt að finna.  Það var því gleðistund að sjá hana taka við þessari viðurkenningu, finna stoltið vella í brjóstinu og finna fyrir þakklæti fyrir að vera svo heppin að vera skyld henni og því fengið að þekkja svona vel.  Til hamingju elsku Magga mín !  Þó hinar konurnar fjórar sem fengu viðurkenningu hafi sannarlega átt það skilið fannst mér Magga auðvitað standa upp úr (sem hún reyndar gerir oftast Smile).

Tengill á frétt um jafnréttisviðurkenninguna á Mbl.is


Jim Carrey tekur David Caruso í gegn hjá Letterman :D


Hernaðaraðgerðinni Nýtt baðherbergi hefur verið hrint í framkvæmd!

Gamla draslið sem bráðum ferJá, ótrúlegt en satt!!!! Ég er búin að taka nær allar flísarnar af veggjunum, bara eftir bak við klósettið, ofninn og vaskinn.  Ég er búin að fá pípara í verkið og hann kemur á laugardaginn og tekur öll gömlu ógeðslegu hreinlætistækin og setur ný og fín í staðinn LoL   Það kemur flísalagningamaður í vikunni og gefur mér tilboð í verkið, vííí hvað þetta verður gaaaaaaaaaman !  Get ekki beðið eftir að vera komin með allt fínt og flott þarna inni og geta farið í almennilega sturtu sem ekki verður skyndilega 100°C heit án nokkurrar aðvörunar og eða koma bara nokkrir dropar úr.  Mun birta myndir af verkinu eftir því sem það þróast Smile

Að vera Bond, eða ekki Bond

Fór áðan með ástkærri dóttur minni og föður hennar að sjá Bond í lúxussalnum í Smárabíó.  Myndin var fín spennu og hasarmynd - en ekki Bond mynd.  Partur af Bond upplifuninni að mínu mati er kaldhæðni húmorinn og sniðug tæki.  Hvorugt var til staðar í þessari mynd.  Ef aðalhetjan hefði heitið Sven Larsen hefðu væntingarnar verið aðrar og myndin slegið í gegn.  En ég vil hafa minn Bond aðeins hefðbundnari.  Daniel Craig var samt flottur, það vantaði ekkert upp á það Cool   Gaman að splæsa á sig miða í lúxussal af og til, afar þægileg bíóferð.  Vona að næsta Bond mynd hitti á rétt tóninn.

Ekkert fimmtudagsgrín :(

Fimmtudagar eru uppáhalds sjónvarpskvöldin okkar Hildu.  Family Guy, 30 Rock og House sjá okkur fyrir 2 tíma stanslausri skemmtun.  Hilda var í klippingu og við flýttum okkur heim til að missa ekki af fjörinu - og fengum bara stillimynd á skjáinn.  ARRRGHH!  Ég skrifaði mig strax á listann á skjárinn.is þegar ég frétti af honum, þá voru aðeins 3000 skráðir.  Nú eru tæplega 50.000 búnir að skrá sig.  Mér finnst að RUV eigi að sjá sóma sinn í að svara kalli þjóðarinnar og hætta að undirbjóða einkastöðvarnar og draga sig út af auglýsingamarkaðinum.  Á þessum tímum á ríkið að styðja við atvinnulífið !  Ekki það, við Hilda lifum þetta nú af, fórum bara á netið og horfðum á South Park.  Við styðjum samt Skjá einn :)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband