Flísarnar í höfn!

Jæja, margra mánaða leit og heilabrotum er lokið!  Ég er búin að kaupa flísarnar fyrir baðherbergið mitt !!!  Að vísu keypti ég ekki flísarnar sem ég var fyrst að skoða á laugardaginn.  Þegar ég kom í búðina í gær til að kaupa þær kom í ljós að sölumaðurinn var ekki alveg vakandi þegar hann fór og skoðaði lagerinn fyrir mig.  Ekki aðeins voru til færri flísar en hann hafði talið, heldur voru þær ekki í sama lit.  JIBBÍ!!  Skrautflísin sem ég ætlaði að hafa með hafði ALDREI verið til, samt var hún uppi til sýnis og ekkert verið að merkja hana sem ófáanlega.  Hrmph.  Ég varð frekar niðurdregin enda búin að byggja upp væntingar yfir helgina og í huganum búin að flísaleggja með draumaflísunum.  Ég dó þó ekki ráðalaus, fann aðra tegund af veggflís sem passaði við gólfflísina sem ég valdi og fékk prufu með mér heim.  Innanhúsarkitektarnir mínir, Sif og Svanhildur, komu svo í gær og lögðu blessun sína yfir nýju flísina.  Það var því ekki eftir neinu að bíða, ég brunaði af stað í hádeginu og keypti allan pakkann.  Það hefur því bæst í staflann af baðherbergisdóti sem stendur á ganginum mínum, nú er bara að fá tilboð í verkið !  Halelújah ! LoL

Spil, gönguferð og fjölskyldusamkoma :)

Fjaran í FlekkuvíkÞá er enn ein helgin liðin og ég ligg sæl og ánægð með kanínunni uppi í rúmi.  Svo skemmtilega vildi til að ég fékk tvö tækifæri til að svala spilafíkn minni.  Á föstudagskvöldiðEinn af flottu steinunum sem var of þungur fór ég til Júllu og afhenti henni afmælisgjöfina - sem var auðvitað viðbót við Carcassone.  Þetta þýddi að sjálfsögðu að við "neyddumst" til að spila Cacassone 2x.  Svo á laugardagskvöldið var fundur hjá spilaklúbbnum í tilefni þess að Mrs. Merrí, sparisjóðsfrú par excellance frá Ólafsfirði, var stödd í bænum og til í tuskið Tounge  Fundað var heima hjá Helgu og voru einu vonbrigði kvöldsins sú að Bjarni Jóhann litli var sofnaður (búhú).  Það kemur væntanlega fáum á óvart að við spiluðum Carcassone (neeeeei??).  3 grunnspil og uppáhaldsviðbæturnar.  Eldhúsborðið hennar Helgu rétt dugði LoL  Síðan klykktum við út með því að Arna uppi á borðikenna Maríu nýjasta æðið okkar, Bohnanza.  Hún varð ástfangin af baununum eins og við og enginn vafi á því að hún verður til í að grípa í þetta spil aftur.  Spilaklúbburinn plottar nú að hittast fyrir norðan eftir áramót, ég get ekki beðið Grin  Alltaf frábært að hitta þessar elskur, alveg endurnærandi.  Annað tíðindavert frá laugardeginum er að ég er kannski búin að finna flísar fyrir baðherbergið ! Spennan eykst..  Eins og svo oft áður virðist vera nóg að Gengið alltfara með Sif vinkonu í búðir, þá gerist eitthvað !  Meira seinna um það mál eftir því sem það skýrist...  Á sunnudaginn fór ég svo í göngutúr með Steinku systur og Freyju.  Við fórum í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd.  Höfum verið þar áður og heilluðumst af stórum steinum í fjörunni sem sjórinn hafði sorfið á svo sérstakan hátt.  Þá dreymdi Steinku um að fá slíkan stein með sér heim en við fundum engan léttari en ca. 1 tonn svo við urðum frá að hverfa tómhentar.  Nú var annað uppi á teningnum, Steinku lukkaðist loks að finna lítinn stein sem við skiptumst á að bera upp úr fjörunni að bílnum.  Við drápum okkur næstum því á þessu, Matti megakisi slappar afsteinninn var rúmlega 20 kg sem er kannski ekki svo mikið en sígur ótrúlega í.  Við náðum einnig að njóta þess að sjá fallegt brimið og skoða flottu klettamyndanirnar í fjörunni áður en við lögðumst í grjótburð.  Eftir þetta var allri fjölskyldunni stefnt í Hljóðalindina til Steinku.  Áður en varði vorum við systur allar saman komnar ásamt Ragnari hennar Svanhildar, Óla, Steinari og litlu Örnu Rún, barnabarni Helenar.  Mamma frétti af samkomunni og sagðist ætla að koma til að tryggja að við myndum örugglega ekki skemmta okkur of mikið LoL  Þetta var Kátt á hjallafrábær eftirmiðdagur og gaman að fylgjast með yngstu meðlimum fjölskyldunnar.  Sérstaklega var áhugavert að fylgjast með Steinari stýra Örnu litlu áfram með því að halda um hausinn á henni.  Við urðum að grípa inn í ansi oft, einnig þegar hann reyndi að toga hana upp úr gólfinu á höfðinu...  Ég fór heim sæl og glöð eftir þetta og slappaði af fyrir framan sjónvarpið.  Engin kreppa hjá mér, bara eintóm hamingja Smile


Hahahahahh :)

:D

Sætustu stökkmýs í heimi :)

Við Hilda skemmtum okkur á hverjum degi við að skoða svefnstellingar stökkmúsanna okkar, þeirra Jóns og Óskars.  Það eru hreint ótrúlegar uppstillingar sem þeir finna upp á og virðast alltaf hafa það jafn gott.  Gallinn er sá að oft er erfitt að ná myndum af þeim þar sem þeir eru varir um sig og minnsta hljóð vekur þá upp.  Við erum þó búnar að ná nokkrum myndum af þessum elskum og ætla ég að deila með ykkur hluta þeirra Smile

Jón liggur á Óskari, lappir Óskars stingast út!Sætar kúlur

 

 

 

 

 

 

Óskar ofan á JóniLitlu sætu krútt


Þakkir til Færeyja

Eins og svo oft áður sýna Færeyingar okkur stuðning þegar við lendum í vanda.  Nú hefur verið komið upp vef þar sem unnt er að þakka þeim fyrir.  Slóðina finnið þið hér.  Færeyingar rúla !

Takk_Faroe_Islands_501x101px


Á hausaveiðum með afkvæminu

Hausinn góðiÉg kom við í Náttúrustofu Kópavogs í dag til að sýna Hildu Margréti þurrkaða mannshöfuðið frá Ekvador sem þar er til sýnis.  Þetta er frekar sérstakt að sjá, hausinn heldur öllum hlutföllum en er orðinn pínkulítill !  Á höfðinu er svo virðulegt fjaðraskraut með bláum og hvítum fjöðrum.  Hildu fannst þetta frekar ógeðslegt en samt áhugavert.  Ég mæli með að fólk kíki á þetta, ekki oft sem maður fær tækifæri til að sjá svona fyrirbrigði.  Auk höfuðsins má sjá skildi af risaskjaldbökum frá Galapagos auk ýmissra muna frá frumbyggjum Ekvador.  Sýningunni lýkur 12. nóvember n.k.

Dásamlegt matarboð :)

Þrjár í stuði, ég, Sif og SonjaÞeir sem mig þekkja vita að ég er ekki beint samanburðarhæf við Gordon Ramsey og Jamie Oliver þegar kemur að hæfileikum í matargerð.  Hafandi búið ein með Hildu og oft verið ein heima hef ég ekkert verið að elda neinar stórmáltíðir.  Saumaklúbbum hef ég oft reddaðHarpa og Ágústa ræða málin með aðstoð Bónus og bakara og stór matarboð ekki verið ofarlega á dagskrá.  Ég ákvað samt að láta slag standa svona einu sinni og bauð sex vinkonum til mín í mat í gær.  Þurfti að vísu að fá lánaða diska hjá mömmu þar sem ég á aðeins sex diska og það ljóta IKEA diska Blush   Sif vinkona þurfti líka að hlaupa undir bagga og lána mér eitt sett af hnífapörum og nokkrar skeiðar.  Þegar ég var búin að stækka litla Gunna og Sifborðstofuborðið mitt komst ég reyndar að því að ég átti ekki nógu langan dúk fyrir það.  Ég varð því að nota tvo dúka.  Ehemm, greinilegt að ég hef ekki staðið í svona oft.  En með góðum undirbúning tókst mér að hafa allt matarkyns á réttu róli þegar gestina bar að garði.  Tekið var á móti þeim með fordrykk, sem var létt freyðivín.  Svo Ella gellavoru kræsingarnar bornar fram.  Koníakslegin lambasteik með ofnbökuðum sætum kartöflum, venjulegum (ljótum) kartöflum, grænum og gulum baunum, rauðkáli og salati.  Punkturinn yfir i-ið var piparsveppasósan og fyrir þær sem það vildu, spænska rauðvínið.  Allar borðuðu vel og hrósuðu matnum í hástert.  Ég er því afar ánægð með kvöldið.  Reyndar voru gestirnir svo saddir að þeir höfðu ekki lyst á eftirréttnum ! Nóg var af afgöngum enda hef ég ekki alveg reynsluna í að áætla rétta skammta.  MMmmmm, ég hef því haft nóg gott að borða í dag.  Þetta verður endurtekið við tækifæri, kannski að ég kaupi mér dúk, diska og hnífapör fyrir þann tíma LoL

Það eru allir eins og hengdir upp á þráð í kreppunni...

242


Dr. Páll Þórðarson fær hvatningaverðlaun :)

Palli frændi minn frá Refstað var að fá hvatningaverðlaun fyrir unga vísindamenn í Ástralíu.  Palli er sonur Þórðar, bróður hennar mömmu.  Það kemur okkur í fjölskyldunni ekkert á óvart að hann vinni til verðlauna enda bar snemma á gáfum hjá piltinum.  Við Rebbarnir erum auðvitað gæðaætt Wink   Hægt er að lesa frétt mbl.is hér og frétt Vísis um málið hér.  Til hamingju Palli, vel af sér vikið!!

Fló á skinni :)

Fló á skinniÍ gærkvöldi fórum við Hilda að sjá Fló á skinni eftir George Feydeau í Borgarleikhúsinu.  Við vorum svo heppnar að fá sæti á fremsta bekk og hlakkaði báðum til að prófa að vera alveg upp við sviðið.  Ég var að vísu að spauga með það í vinnunni að best væri að taka með sér hlífðarfatnað þar sem leikararnir myndu hreinlega frussa á okkur þegar við værum svona nálægt þeim.  Viti menn, það fór einmitt svo að einn leikari frussaði á okkur LoL  Í einni senunni frussað hann vatni sem hann var að drekka af þvílíkum krafti að það ringdi yfir okkur Hildu.  Bara upplifun, híhí.  Það er skemmst frá því að segja að leikritið var bráðskemmtilegt og ég hló mikið og hátt (allt of hátt að mati dóttur minnar).  Ég mæli hiklaust með því að skella sér á sýninguna, það verður enginn svikinn af því.  Það er líka alltaf einhver sérstök stemning sem fylgir því að fara í leikhús þó svo að nokkuð sé farið af hátíðleikanum sem áður var.  Frábært kvöld, við mæðgur fórum ánægðar heim í skini friðarsúlunnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband