Áramótin 2008-9

Við eftirréttahlaðborðið :DÁ gamlárskvöld var fjölskylduboð hjá Steinku eins og öll undanfarin ár.  Þetta var fyrsta árið sem við fögnum nýja árinu í nýja húsinu hennar í Hljóðalindinni í Kópavogi.  Steinka eldaði dásamlega góðan kalkún eins og alltaf og allir komu með eitthvað meðlæti.  Ég kom með ofnbakaðar sætar kartöflur í rjóma, mmmmm.  Svo komu allir líka með ís fyrir eftirréttahlaðborðið sem á hverju ári er tilhlökkunarefni fyrir alla fjölskylduna.  Mmmmmmm!  ÞettaSteinar með mömmu úti að horfa á flugelda var hugguleg kvöldstund og við slöppuðum af, horfðum á fréttaannálinn og svo skaupið sem skemmti okkur vel.  Um miðnættið fóru þeir feðgar Steinar Örn og Aron út að skjóta upp flugeldum og við hin fórum flest út til að horfa á.  Steinar litli fór út með okkur en Óli sat inni í eldhúsi í ömmu fangi, klæddur í Óli vel varinn að horfa á flugelda inniútiföt, með hlífðargleraugu og með eyrnatappa.  Hann er ekkert sérlega hrifinn af flugeldunum og spurði stöðugt hvenær þetta myndi hætta LoL   Ekki get ég beint sagt að dregið hafi úr magninu sem sprengt var á miðnætti en ég fann fyrir því að færri flugeldum var skotið upp fyrir og eftir miðnætti en undanfarin ár.  Sömu sögu er að segja um dagana fyrir og Steinka og Gummi horfa á flugeldanaeftir áramótin, mun minna er um flugelda en undanfarin ár.  Eitthvað hefur kreppan dregið úr sprengigleðinni.  Hér með þessari færslu eru nokkrar myndir frá kvöldinu.

Búin að snúa sólarhringnum við!

Jæja nú er illt í efni.  Ég er búin að snúa sólarhringnum við með löngum næturvökum í jólafríinu. Sofnaði um sjöleytið í morgun og vaknaði klukkan fjögur í dag!!!  Búin að reyna að stilla klukkur og vakna fyrr en ég bara slekk á öllu og sef áfram.  Hmmm, verður gaman að mæta í vinnuna á mánudaginn!

Annáll ársins 2008

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur aftur.  Árið 2008 var fínt ár þrátt fyrir hrun þjóðarbúsins og slík smáatriði.  Hér er árið í stórum dráttum:

Ferðalög:  Ég sló öll met í ferðalögum á þessu ári, fór fimm sinnum til útlanda og er það persónulegt Úr fornborginni Efesus í Tyrklandimet.  Fyrsta ferðin var til Amsterdam í mars, fór á ráðstefnu um hávaðamál fyrir vinnuna.  Það var afar gaman að fá tækifæri til að skoða Amsterdam sem er skemmtileg borg með fallegum gömlum byggingum.  Næsta ferð var til Búdapest með vinkvennahópnum, áttum reyndar fyrst að fara til Vilnius en þeirri ferð var aflýst og fengum við þessa sem uppbót.  Vart þarf að taka fram að ferðin var frábær og við skemmtum okkur konunglega.  Fórum í baðhús, skoðuðum borgina og sigldum á Dóná.  Borðuðum góðan mat og versluðum.  Ekki leiðinlegt!  Næsta utanlandsferð var frekar óvænt.  Ég fór til Kaupmannahafnar í júní í atvinnuviðtal.  Því miður fékk ég ekki starfið en ferðin var greidd fyrir mig með dagpeningum og alles svo ég fékk þrjá skemmtilega daga í minni gömlu heimaborg sem ég eyddi í skemmtun með vinum mínum.  Í júlí var svo komið að aðalferð ársins en þá fórum við Hilda til Marmaris í Tyrklandi með Svanhildi og hennar fjölskyldu.  Þetta var yndisleg ferð í alla staði.  Við upplifðum líka nokkur ævintýr þarna, jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter við Rhodos Bostonhristi hótelið okkar duglega einn morguninn og í ferð um Gökövaflóa lenti ég í því að selur hoppaði upp á bakið á mér þegar við stoppuðum við eina baðströndina!  Við Hilda prófuðum líka köfun í fyrsta sinn og eftir byrjunarörðugleika hjá mér var þetta frábærlega gaman.  Ljúf ferð til fallegs lands, langar að fara þarna aftur síðar.  Síðasta utanlandsferð ársins var svo í lok nóvember til Boston með Júllu vinkonu.  Borgin sú er mjög falleg og gaman að skoða, maturinn þar er líka frábær.  Við fengum Thanksgiving máltíð á veitingastað og skemmtilega skoðunarferð um borgina, hvoru tveggja innifalið í ferðina.  Við skruppum og skoðuðum nornabæinn Salem á eigin vegum.  Frábær ferð en betra hefði verið að dollarinn hefði ekki verið í sögulegu hámarki á meðan við vorum þarna..  Hildan mín var líka á faraldsfæti í ár, auk Tyrklandsferðarinnar fór hún til Svíþjóðar og keppti í frjálsum og lauk árinu með skíðaferð til Frakklands með pabba sínum.  Ég ferðaðist líka aðeins innanlands, fór með Jakob vin minn í skoðunarferðir um suður- og vesturland og skrapp í barnsráns ferð með Gunnellu vinkonu til Snæfellsness.  Hugsa nú að 2009 verði minna um ferðalög..

Fjölskyldan og heimilið:  Enn bættist í dýrahópinn minn á árinu.  Dvergfroskurinn Daníel og bardagafiskurinn Baldur slógust í hópinn svo nú eru 6 gæludýr á heimilinu.  Eitt stykki engispretta kom örsnöggt inn í líf okkar en hvarf fljótt á braut á ný.  Aðalævintýrið á heimilinu var samt endurnýjun baðherbergisins.  Ekkert olli jafn miklu hugarangri, stressi og veseni fyrir húsfreyjuna í Skipholti 51.  Um miðjan júní var keypt inn það sem þurfti af tækjum inn á Hilda í fjörunni við Þorlákshöfnbaðherbergið en leitin af flísunum reyndist verða löng og ströng.  Loks dugði það að taka Sif vinkonu með í leiðangur og eins og svo oft áður fann ég það sem ég leitaði að.  Nóvember og desember fóru svo í vinnuna og eftir blóð, svita, ryk og tár á ég nú flottasta baðherbergi hérna megin Alpafjalla.  Eina sem eftir er að finna er baðskápur en hann finn ég örugglega á nýja árinu :)  Einkadóttirin heldur áfram að standa sig vel í skólanum og íþróttum, hóf nú í haust nám í 10. bekk og er í fjarnámi í ensku á framhaldsskólastigi.  Hún vinnur með skólanum á Subway í Kringlunni, farið þangað til að fá góða þjónustu.  Af öðrum fjölskyldumeðlimum er allt gott að frétta.

Óhöpp:  Auðvitað var árið ekki óhappalaust, ég verandi ég og allt saman.  Nokkrar tréplötur fóru að fjúka um á bílastæðinu fyrir utan vinnuna og að sjálfsögðu rispaðist bílinn minn í þeim atgangi.  Ekki var langt liðið frá því að ég fékk það tjón viðgert þegar ungur drengur renndi sér aftan á bílinn þegar ég var að keyra í Mosfellsbænum.  Blessaður bíllinn fór í klessu að aftan en ég mætti galvösk með hann á sama réttingaverkstæði og áður og fékk hann fínan tilbaka.  Ekki var raunum bílsins lokið þar sem þakið var rispað í bílageymslunni í vinnunni.  Það fékkst ekki bætt vegna stæla í tryggingafélaginu, grrr.  Hvað um það, ég er amk í heilu lagi þrátt fyrir þessi óhöpp en það er nú fyrir öllu.

Vinir og vinna:  Mikil frjósemi var hjá spilaklúbbnum á þessu ári.  Þrír meðlimir af sex fjölguðu sér ogBumbubúinn kominn! var afraksturinn tveir drengir og ein stúlka, gullfalleg öll sömul.  Ekki dró þetta nú úr spilagleði klúbbsins sem heldur ótrauður áfram og hefur nú eignast nýtt uppáhaldsspil, Bohnanza, þó svo að Carcassone sé spilað reglulega.  Ég vinn enn við það sama en vinnustaðurinn breytti bæði um nafn og heimilisfang á árinu.  Ég vinn nú fyrir Umhverfis- og samgöngusvið og er það til húsa í Höfðatorgi, Borgartúni 12-14.  Flutningurinn í það hús og allt sem á eftir fylgdi er efni í heila bók.  Kínversku lyfturnar sem virka bara endrum og eins, undarlega rafkerfið og umhverfisstjórnunarkerfið sem annað hvort steikir okkur eða frystir.. bara stuuuð!  Við höfum nú lifað af heilt ár í húsinu svo þetta hlýtur nú að verða fínt á nýja árinu. 

Já, almennt var þetta fínt ár og ég ætla bara að mæta 2009 með bjartsýni.  Takk fyrir samfylgdina 2008 !


Gleðilegt nýtt ár !!!

Nú er 2008 liðið og 2009 runnið upp, ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram!  Gleðilegt ár og takk fyrir allt liðið!  Best að fara að lúra núna, búin að vera vakandi síðan kl. 7 á síðasta ári Tounge

Hahahahhah, Frode Overli er bara sniiiilld

hahahahahahah

Skemmtileg jólahátíð með smá ævintýrum

Jólamaturinn borðaður hjá SteinkuJæja, jólahátíðin er gengin í garð, aðfangadagur og jóladagur liðnir og ég ligg upp í rúmi pakksödd og alsæl.  Ég vaknaði um hádegi á aðfangadag og dundaði mér við að gera það síðasta, skrapp í búð og slappaði af.  Ég fór svo út í kirkjugarð um klukkan fjögur að setja grein og ljós Freyja mátar gleraugu :)á leiðið hans pabba.  Veðurguðirnir voru mér ekki hliðhollir, fyrst kom hellidemba, síðan var hávaðarok.  Það kostaði nokkur slagsmál að kveikja á kertinu, það tókst loks með því að nota kerti af nágrannaleiði.  Vona að viðkomandi fyrirgefi mér orðin sem ég missti út úr mér þegar slokknaði á kertinu í 10. sinn.  Vel vindþurrkuð hélt ég til baka í bæinn og þar tókst Júlíönu vinkonu að gefa mér hjartaáfall, ég Mamma og Raggi skoða myndirmisskildi hana aðeins með hvar ég ætti að hitta hana og hún kom skyndilega aftan að mér þegar ég hélt hún væri sjö hæðum fyrir ofan mig.  Ég lifði þetta nú af og við mamma fórum til Steinku systur þar sem við eyddum jólunum.  Helen systir, Atli sonur hennar og Andri sonur Steinku og Gumma voru þarna líka.  Ekki má gleyma ferfætlingunum, kisurnar sátu og vöktuðu rækjurnar sem verið var að þíða handa þeim í vaskinum og hundurinn Freyja vaktaði kjötið LoL   Jólamaturinn var hreint dásamlegur.  Hreindýrakjöt og gæs.  Ég hef lítið prófað Hilda í jólaskapihreindýrakjöt um ævina en þvílíkt lostæti.  Í hvert sinn sem ég tók bita heyrði ég englakór syngja Haleljújah inni í hausnum á mér.  Súkkulaði og Toblerone ísarnir voru svo punkturinn yfir i-ið og komman yfir ó-ið.  Takk kærlega fyrir mig, elsku Steinka og Gummi InLove   Svo kom að því að opna pakkana.  Andri frændi las á pakkana og ég ákvað að beygja mig eftir nokkrum pökkum til að rétta honum.  Þá heyrðist hátt RIIIIIPP ! hljóð og buxurnar mínar rifnuðu á rassinum, frá klofi og upp að buxnastreng.  Vart þarf að taka fram að þetta vakti afar mikla lukku og gleði hjá fjölskyldunni.  Ég settist snögglega niður og hafði mig lítið í frammi það sem eftir var af pakkaupptöku.  Hilda kom svo með pabba sínum og gjöfin hennar bjargaði öllu.  Hún gaf mér fallegan fjólubláan klút sem ég breytti þegar í pils með því að hnýta hann yfir buxurnar.  Þar með sluppu allir við að horfa á naríurnar mínar.  Aðaldrama kvöldsins var þó eftir.  Þegar við mamma ætluðum að halda heim á leið, ánægðar eftir góðan dag, kom í ljós að sú gamla var læst úti !  Hún hafði gleymt að taka lyklana sína með og einu aukalyklarnir reyndust vera með nöfnu hennar og barnabarni úti í Brussel.  Það var því ekki um annað að ræða en að kalla á neyðarþjónustu lásasmiðs, þar ruku 8 þúsund út um gluggann!!  Ég kom heim rétt fyrir eitt og kúrði mig niður með kanínunni.  Ég fékk góðar gjafir: Scrabble rekka úr tré, tvo klúta (einn spari), tvo borðdúka, tvær bækur, lítinn fugl og kertastjaka frá Gler í Bergvík.  Lífið er ljúft um jólin og ég nýt þess að vaka lengi og sofa út.  Eigið góðar stundir !

Gleðileg jól !

 Gleðileg jól allir bæði nær og fjær! 

Allt er tilbúið fyrir jólin hér í Skipholtinu.  Gjafirnar innpakkaðar, húsið hreint og allt skreytt bæði hátt og lágt.  Ég lenti í smá stríði við seríuna fyrir jólatréð, var með nokkrar en allar voru ónýtar nema ein blá.  Ég hafði því frekar kalt þema í jólatrjáaskreytingum í ár, notaði bara silfurlitu kúlurnar mínar á tréð, þær pössuðu best við bláu ljósin.  Þegar ég fór með kassana undan skrautinu niður í geymslu fann ég einn kassa í viðbót með einni marglitri og einni grænni seríu.  Hrmph.  Þær seríur eru nú í gluggum okkar mæðgna og tréð enn blátt, nennti ekki að skipta.  Við kanínan erum nú að fara í háttinn.  Hafið það gott yfir jólin elskurnar :)


Ég fór í dýrabúð...

Ég skrapp í Dýraríkið í Miðhrauni í gær til að kaupa hey handa kanínunni.  Eitt leiddi að öðru og alveg óvart keypti ég dvergfrosk.  Blush  Miðað við allt sem ég mig langaði í þarna inni verður þetta að teljast vel sloppið..


Smá til að gleðja í kreppunni

Ég myndi líka vilja peningana tilbaka

Hernaðaraðgerð baðherbergi - á síðustu metrunum!! Grænt ljós á notkun :D

Baðið, sturtan og Ikea sturtuhengiðJÁ JÁ JÁ!!  Það er komið að þessu !  Iðnaðarmennirnir eru búnir með allt sitt, ég er komin með sturtu sem virkar og vask, málaða veggi, Klósettið, vaskurinn og skápurinnflísar og upphengt klósett.  EINTÓM SÆLA!!  Það eina sem út af stendur er að velja spegil, ljós og baðskáp.  Held ég sé búin að finna fínt ljós í IKEA, hitt finn ég örugglega á næstu dögum.  Ég get ekki lýst því hvað ég er fegin að þetta skuli vera að verða búið, og að ég geti loksins þrifið íbúðina.  Er búin að ryksuga og þrífa einu sinni yfir allt, samt er gólfið enn loðið af ryki.  Þetta tekst fyrir jól, ég lofa því !  Þegar það síðasta verður komið inn ætla ég að flytja inn á bað og vera þar næstu mánuði.  Víí, ég elska baðherbergið mitt LoL

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband