28.4.2009 | 22:56
Hilda og Loðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 23:14
Vetrarblóm við Kleifarvatn og margæsir á Álftanesi
Á hverju ári fer Steinka systir að Kleifarvatni til að skoða fyrsta vorboðann í plönturíkinu, vetrarblómin. Undanfarin ár hef ég skelt mér með henni og í dag fórum við þangað með Steingrím og Freyju. Við vorum ekki svikin, um alla kletta blómstruðu vetrarblómin í vorhretinu. Það fyllir mann alltaf af bjartsýni og gleði að sjá þessi bleiku blóm. Tveir fýlar sátu uppi á syllu og rifust og skömmuðust yfir nærveru okkar þarna en við létum þá ekki trufla okkur og ljósmynduðum hverja blómaþúfuna á eftir annarri. Fyrsti sumardagurinn var ansi kaldur svo við flúðum fljótlega inn í bílinn aftur. Við ákváðum svo að skella okkur út á Álftanes í bakaleiðinni í von um að sjá nokkrar margæsir. Þær reyndust verða aðeins fleiri en nokkrar. Fyrst sáum við risahóp rétt við Bessastaði. Síðan sáum við fleiri á sundi lengra úti á nesinu. Loks keyrðum við hinumegin á nesið og sáum þar fjöldann allan af gæsum rétt við veginn!! Við vorum ekkert smá ánægðar með þetta systur. Ekki var verra að við sáum nokkra skarfa, lóm, duggendur, skúfendur, bjartmáf og fjöldann allan af grágæsum og æðarfuglum. Ferðinni lauk í eldhúsi Steinku yfir kaffi og yndislegri súkkulaðiköku. Frábær dagur í góðum félagsskap
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2009 | 22:56
Spilasumarbústaðarferð
Um síðustu helgi fór spilaklúbburinn saman í sumarbústað og það var 100% mæting :) Reyndar var 120% mæting, Aron hennar Bjargar og Bryndís Huld hennar Maríu voru með Ekki þótti mér það verra. Við spiluðum og spiluðuml, knúsuðum börn, slökuðum á í pottinum og BORÐUÐUM!! Já, það voru margar kaloríur innbyrtar þessa helgi! Aðalveislan var á laugardagskvöldið, þá elduðum við lambalæri með the works. Silla bjó til dásamlega piparsósu og svo var tonn af meðlæti til að hafa með kjötinu sem að sjálfsögðu var algert æði. Það er gaman að fara í bústað með góðum kokkum. Litlu krílin voru bara ljúf og góð, tók nokkrar mínútur að venjast þessum skrítnu kerlum en svo voru þau bara með í fjörinu. Hér eru nokkrar myndir frá góðri helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 22:55
Tvöfalt fertugsafmæli :)
Á skírdag varð hún Magnea vinkona fertug. Haraldur maðurinn hennar náði þeim áfanga í marsbyrjun og þau ákváðu að fagna saman = áttræðisafmæli Það þarf vart að taka fram að veitingarnar í veislunni voru æðislegar og gestirnir afar ánægðir. Afmælisbörnin voru í góðu stuði og fengu margt góðra gjafa. Það var fullt af krílum að knúsa þarna fyrripartinn líka. Æðislegt. Um kvöldið var svo fullorðinspartí með fullt af eldvatni og fjöri. Ég óska þeim hjónum enn og aftur til hamingju og þakka kærlega fyrir góða veislu. Hlakka til tvöfalda fimmtugsafmælisins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 22:45
Ástsjúkar kanínur!
Er að passa 2 kvenkanínur. Þær eru til allrar lukku í búri, annars veit ég ekki hvernig þetta hefði farið. Elsku litli kanínukarlinn minn er að deyja úr ást og hringsólar fyrir utan búrið þeirra daginn út og inn. Þess á milli hoppar hann og skoppar eins og unglingur um stofuna. Kerlurnar æða í hringi með látum inni í búrinu og troða trýninu út milli rimlana til þess að þefa af Casanova. Mikið af hormónum í loftinu ! Hér er mynd af ástsjúku kanínunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 00:31
Gráhegrar, selir og fleira :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 22:50
Helen systir 47 ára í dag - til hamingju :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 13:25
Aron rúsína :)
Björg vinkona kom í heimsókn um daginn með Aron son sinn. Þessi sæti snúlli heillaði alla upp úr skónum og auðvitað notuðum við tækifærið og ljósmynduðum gaurinn. Hér með deili ég myndunum með ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)