24.3.2009 | 00:43
Og enn ein skemmtileg helgi er að baki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 23:00
Dásamleg deildarveisla
Jæja, loksins kemst ég inn á bloggið til að tjá mig, mbl. var eitthvað að stríða mér. Síðasta föstudag hélt deildin mín matarboð heima hjá henni Magneu. Tvær komu með súpu, þrjú komu með heimabakað brauð, ég og ein komum með eftirrétti og loks kom einn með grænmeti sem snakk. Þetta var alveg frábært. Súpurnar voru dásamlegar, önnur mexíkósk og hin indversk. Heimabakaða brauðið var himneskt, slurp slurp. Við skoluðum þessu niður með góðum bjór og hvítvíni. Punkturinn yfir i-ið var svo ísinn í eftirmat, mmmmmm. Þetta var svo huggulegt og skemmtilegt, við nutum kvöldsins alveg í botn. Tommi fyrrum vinnufélagi okkar dúkkaði upp með nokkrum samstarfsmönnum og skemmti sér með okkur. Þetta var svo gaman að við erum þegar farin að láta okkur hlakka til næst .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 23:18
Frábær helgi að baki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 23:07
Gubbulína
Bloggar | Breytt 6.3.2009 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 20:35
Ný viðbót við dýragarðinn
Jæja, þar kom að því. Það var að bætast í dýragarðinn minn. Enn og aftur. Það vill svo til að á netinu er síða sem heitir dyrahjalp.org. Þar er að finna upplýsingar um dýr sem vantar nýtt heimili og sjálfboðaliðar miðla málum til að gera það mögulegt. Þessa síðu heimsæki ég reglulega til að kvelja mig, því auðvitað langar mig í öll dýrin á síðunni. Ég hef samt náð að hemja mig... þar til núna. Loðhömstrum vantaði nýtt heimili og ég bauð mig fram...og á nú hvítan loðhamstur sem varð fyrir einelti frá bróður og er feginn að vera kominn í frið og ró. Hér með fylgir mynd af Loðmundi, eins og hann heitir núna Lofa að bæta ekki meiru við straaax...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2009 | 22:30
Sætustu frændur í heimi
Fyrir viku síðan fór ég með Svanhildi systur, Ragnari, strákunum þeirra og Möggu systur í Gerðuberg en þar var barnahátíð í gangi. Boðið var upp á andlitsmálun og drengirnir vildu endilega fá málningu svo foreldrarnir stilltu sér upp í biðröð. Aðeins tvær voru í að mála og fullt af fólki að troðast fram fyrir svo biðin tók meira en klukkustund!!!! En loks komust drengirnir að og hér birtast myndir af litlu ljóni og kóngulóarmanni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2009 | 22:24
Hilda tekur við viðurkenningu í Ráðhúsinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 21:37
Ingjaldur Narfi Pétursson 17.júlí 1922 - 10. febrúar 2009
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 01:16
Gamlar myndir :)
Ég var að láta skanna inn fyrir mig nokkrar gamlar myndir frá góðu gömlu æskudögunum. Slatti er kominn inn á Facebook, set smá sýnishorn hér. Já, þeir góðu gömlu dagar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 14:15
Hræðilegt mál
Ég hef fylgst með þessu máli undanfarið ár, þetta er alveg hreint skelfilegt hvað þessi kona gekk langt í afbrýðisemi sinni. Algert kraftaverk að móðirin lifði af. Moggamenn hafa hinsvegar ekki lesið fréttirnar af þessu vel, börnin voru ekki stungin heldur drepin með hamri. Ekki það að útkoman er sú sama en þetta er lélegur fréttaflutningur hjá þeim.
Ævilangt fangelsi fyrir að myrða tvö börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)