Og enn ein skemmtileg helgi er að baki

HafravatnEkki það að ég geri ekkert skemmtilegt á virkum dögum.  Þvert á móti.  En maður getur bara pakkað svo mörgu skemmtilegu á helgarnar.  Á laugardaginn fórum við Steinka á hundasýningu í Garðheimum.  Þar voru allar mögulegar tegundir af stórum hundum, svo mætti fjöldi eiganda með hundana sína svo þetta var eins og að fletta myndabók um hundategundir að rölta þarna um.  100 kgVindbarin Steinka Sankti Bernharðshundur vakti mikla athygli, þvílík stærð á loppum og haus!!!  Tveir Stóru Danar náðu að heilla mig og vinalegir Leonberger hundar líka.  Allt fullt af ómótstæðilegum voffum Smile   Steinka kom inn með Freyju en hún varð svo hrædd að hún dró Steinku hreinlega með sig aftur út í bíl.  Svo brugðum við okkur í bíltúr, fórum og skoðuðum  brimið við Hafið bláa og fengum okkur svo kaffi í Rauða húsinu á Eyrarbakka.  Þá fór nú veðrið heldur betur að versna og þegar við fórum yfir Freyja sperrt að skoða ísinn á Hafravatniheiðina var kominn slyddubylur og ekkert skyggni.  Við náðum samt heim heilar a húfi og fengum okkur kaffi til að róa taugarnar Cool   Á sunnudaginn brugðum við okkur svo upp að Hafravatni.  Þar röltum við framhjá gamalli rétt og upp á skógivaxna hæð með góðu útsýni yfir vatnið.  Freyja var að vanda fyrst upp og gat ekki skilið hvað við vorum lengi á leiðinni LoL   Vatnið er mjög fallegt og umhverfið skemmtilegt, þarf endilega að kíkja þarna aftur í sumar.  Við skoðuðum líka íshrönglið við vatnsbakkann og lásum skemmtilega sögu á skilti um nykurinn sem bjó í vatninu en fór eftir undirgöngum yfir í Reykjavíkurtjörn.  Svo skelltum við okkur á Amokka með Möggu systur, átum köku og ræddum um landsins gagn og nauðsynjar.  Já, stundum er bara gaman að vera til Joyful

Dásamleg deildarveisla

VeisluborðiðJæja, loksins kemst ég inn á bloggið til að tjá mig, mbl. var Gæjarnir :)eitthvað að stríða mér.  Síðasta föstudag hélt deildin mín matarboð heima hjá henni Magneu.  Tvær komu með súpu, þrjú komu með heimabakað brauð, ég og ein komum með eftirrétti og loks kom einn með grænmeti sem snakk.  Þetta var alveg frábært.  Súpurnar voru dásamlegar, önnur mexíkósk og hin indversk.  Heimabakaða brauðið var Míns í stuðihimneskt, slurp slurp.  Við skoluðum þessu niður með góðum bjór og hvítvíni.  Punkturinn yfir i-ið var svo ísinn í eftirmat, mmmmmm.  Þetta var svo huggulegt og skemmtilegt, við nutum kvöldsins alveg í botn.  Tommi fyrrum vinnufélagi okkar dúkkaði upp með nokkrum samstarfsmönnum og skemmti sér með okkur.  Þetta var svo gaman að við erum þegar farin að láta okkur hlakka til næst Smile.

 


Frábær helgi að baki

Þórufoss í Laxá í KjósHelgin var frábær.  Eftir að hafa eytt vikunni í veikindi var hún einmitt það sem ég þurfti til að hressa mig.  Cindy og Villi vinir mínir komu í bæinn frá Egilsstöðum og við fórum saman í bíó, út að borða og á pöbbinn. Viðurkenni að við entumst ekki lengi úti á lífinu en þetta var nokkuð gott miðað við aldur og fyrri störf Wink   Bara gaman hjá okkur og nú er bara að skella sér í helgarferð á Egilsstaði og kanna hið villta næturlíf þar.  Ég brá mér svo í bíltúr með mömmu, Steinku og Möggu á laugardaginn.  Við keyrðum inn í Kjós, fram hjá Meðalfellsvatni eftir Kjósarskarðsveginum.  Við stoppuðum og skoðuðum Þórufoss sem er í Laxá, afar fallegur í klakaböndum.  Svo stoppuðum við hjá rósaræktanda í Mosfellsdalnum og keyptum okkur fallegar rósir.  Hann var svo indæll að gefa okkur fjóra vendi af útsprungnum rósum í kaupbæti svo að nú er stofan mín full af rósum.  Dásamlegt LoL .  Á sunnudeginum skelltum við Steinka okkur á kaffihús og svo á rósasýningu í Garðheimum.  Þar var einnig brúðkaupssýning í gangi og boðið upp á prufur af allskyns góðgæti.  Ekki var það nú verra.  Helgin var s.s. fín til að hlaða batteríin vel og rækilega. 

Gubbulína

Eftir að hafa stært mig af því að sleppa við allar umgangspestir þurfti ég auðvitað að næla mér í eina.  Hefði betur þagað.  Byrjaði að gubba á miðnætti á mánudagskvöldið.  Þriðjudagur var helvíti á jörðu, miðvikudagur skárri og í dag mætti ég í vinnuna.  Var samt frekar drusluleg allan daginn og þoli illa að borða enn sem komið er.  Óþolandi pest!  Vona samt að ég fari að hressast, maður getur varla lifað á loftinu endalaust.  Skal vera hress á morgun!

Ný viðbót við dýragarðinn

LoðmundurJæja, þar kom að því.  Það var að bætast í dýragarðinn minn.  Enn og aftur.  Það vill svo til að á netinu er síða sem heitir dyrahjalp.org.  Þar er að finna upplýsingar um dýr sem vantar nýtt heimili og sjálfboðaliðar miðla málum til að gera það mögulegt.  Þessa síðu heimsæki ég reglulega til að kvelja mig, því auðvitað langar mig í öll dýrin á síðunni.  Ég hef samt náð að hemja mig... þar til núna.  Loðhömstrum vantaði nýtt heimili og ég bauð mig fram...og á nú hvítan loðhamstur sem varð fyrir einelti frá bróður og er feginn að vera kominn í frið og ró.  Hér með fylgir mynd af Loðmundi, eins og hann heitir núna Tounge  Lofa að bæta ekki meiru við straaax...

 


Sætustu frændur í heimi

Fyrir viku síðan fór ég með Svanhildi systur,  Ragnari, strákunum þeirra og Möggu systur í Gerðuberg en þar var barnahátíð í gangi.  Boðið var upp á andlitsmálun og drengirnir vildu endilega fá málningu svo foreldrarnir stilltu sér upp í biðröð.  Aðeins tvær voru í að mála og fullt af fólki að troðast fram fyrir svo biðin tók meira en klukkustund!!!! En loks komust drengirnir að og hér birtast myndir af litlu ljóni og kóngulóarmanni LoL

KóngulóinVefurinn

 

 

 

 

 

 

Ljónið :)


Hilda tekur við viðurkenningu í Ráðhúsinu

ÍR frjálsíþróttahópurinn tekur við viðurkenningumÁ fimmtudaginn fórum við foreldrarnir með dóttur okkar í Ráðhús Reykjavíkur en þar fór fram afhending viðurkenninga til reykvískra íþróttamanna sem unnu meistaratitla á síðasta ári.  Þetta var enginn smá hópur, enda allar mögulegar íþróttir sem stundaðar eru hér.  Held að alls hafi þetta verið 500 meistaratitlar!  Hún fékk líka svona viðurkenningu í fyrra.  Hilda hefur þegar unnið meistaratitla í ár svo hún fær aftur viðurkenningu næsta ár, en þá verður pabbi hennar með henni þar sem hann vann titil á öldungamóti í frjálsum!  Ég held hinsvegar að bið verði á að ég bætist í hópinn.. Hér er mynd af ÍR frjálsíþróttahópnum að taka við sínum viðurkenningum, Hilda er í vinstra horninu, beint fyrir aftan stelpurnar tvær sem eru í enda fremstu raðarinnar.

Ingjaldur Narfi Pétursson 17.júlí 1922 - 10. febrúar 2009

IngjÍ minningu Gjaldaaldur bróðir hans pabba dó í síðustu viku.  Gamli maðurinn datt og lærbrotnaði, fór í aðgerð og vaknaði aldrei aftur.  Það var sorglegt að missa hann en gott að hann slapp við enn eina sjúkrahúsleguna.  Í dag var kistulagningin og svo jarðarförin þar á eftir.  Athafnirnar voru í Neskirkju og Sigurður Árni Þórðarson jarðsöng.  Athöfin var falleg og persónuleg, við ættingjarnir vorum öll afar ánægð með hana.  Jarðsett var í Garðakirkjugarði á Álftanesi, þar sem pabbi hvílir, svo þeir eru saman núna bræðurnir.  Gjaldi frændi var alveg afskaplega ljúfur maður og var alltaf góður við okkur frænkur sínar.  Það brást ekki að hann ætti til smá sælgæti að gefa okkur ef við komum í heimsókn og við fengum gjarnan nesti með okkur heim.  Ég man sérstaklega eftir brosinu hans og hlátrinum.  Hann passaði alltaf upp á að kaupa fínar jólagjafir handa okkur systrum í útlöndum og okkur hlakkaði alltaf til að fá pakkann frá honum og Gullý frænku.  Blessuð sé minning hans og megi hann hvíla í friði.

Gamlar myndir :)

Ég var að láta skanna inn fyrir mig nokkrar gamlar myndir frá góðu gömlu æskudögunum.  Slatti er kominn inn á Facebook, set smá sýnishorn hér.  Já, þeir góðu gömlu dagar!

Ég eftir sýningu grunnskólanema í Laugardalshöll, held 13 áraSætt ungabarn :)


Hræðilegt mál

Ég hef fylgst með þessu máli undanfarið ár, þetta er alveg hreint skelfilegt hvað þessi kona gekk langt í afbrýðisemi sinni.  Algert kraftaverk að móðirin lifði af.  Moggamenn hafa hinsvegar ekki lesið fréttirnar af þessu vel, börnin voru ekki stungin heldur drepin með hamri.  Ekki það að útkoman er sú sama en þetta er lélegur fréttaflutningur hjá þeim.


mbl.is Ævilangt fangelsi fyrir að myrða tvö börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband