Sunnudagsbíltúr upp í Kjós og á Ţingvelli

Doddi skođar risaboltaKristín vinkona kom međ Dodda son sin í heimsókn í morgun.  Hún kom međ góđgćti handa okkur Steingrími, Öxará séđ frá brúnnibrauđ međ túnfiskssalati og gómsćtt vínarbrauđ, ekki slćm byrjun á deginum.  Svo settumst viđ upp í bílinn og héldum í sunnudagsbíltúr.  Viđ keyrđum fyrst upp í Kjós og stoppuđum ţar og skođuđum litla sveitakirkju á Reynivöllum.  Doddi litli sá hvítu rúllubaggana á túni viđ kirkjuna og var ekkert smá glađur, hélt ţetta vćru risastórir boltar.  Honum tókst ţó ekki ađ bifa ţeim en honum fannst frábćrt ađ skođađ ţá.  Svo keyrđum viđ yfir á Ţingvelli og skođuđum (ásamt fjölda annarra forvitinna) rústirnar af Valhöll.  Frekar sorglegt ađ sjá ţetta.  Veđriđ á Ţingvöllum var Steingrímur chillar á brúnni yfir Öxaráalveg einstakt, ţađ var svo heitt ađ ţađ var eins og mađur vćri í hitabeltinu.  Viđ fórum svo niđur ađ ánni og sáum gćsir og stokkönd međ unga.  Töltum svo ađ kirkjunni en ţađ var athöfn ţar í gangi svo viđ gátum ekki skođađ hana.  Viđ kíktum ađeins á gamla kirkjugarđinn en svo fór ég til ađ ná í bílinn svo strákarnir ţyrftu ekki labba alla leiđ til baka.  Ég ćtlađi ađeins ađ bakka bílnum inn á göngustíginn svo viđ trufluđum ekki umferđina međan viđ vćrum ađ setja strákana í bílinn.  Nema hvađ... ég fór nćstum ooof langt!  Ég var nćstum búin ađ enda ofan í Öxará.  Hefđi veriđ alveg dćmigerđ ég... Duuuu!  Mér tókst ađ koma okkur lifandi í bćinn og viđ enduđum á rjómapönnukökum heima hjá Kristínu.  Mmmmm, ekki slćmt.  Frábćr helgi ađ baki !

Dásamleg sigling um Breiđafjörđinn

Doddi og Kristín cool međ sólglerauguÍ gćr fórum viđ Hilda ásamt Steingrími, Krístínu vinkonu ogHilda og Steingrímur krökkunum hennar, ţeim Dodda og Helgu, í siglingu um Breiđafjörđ.  Viđ lögđum í hann kl. 11 og brunuđum upp á Snćfellsnes.  Veđriđ var frábćrt og ţegar viđ komum ađ höfninni á Stykkishólmi var steikjandi hiti.  Viđ settumst öll saman viđ gömlu húsin viđ höfnina og borđuđum nesti áđur en fariđ var í bátinn.  Steingrímur reyndi ađ stinga af en var alltaf veiddur aftur Smile   Svo fórum viđ í bátinn og lögđum í hann.  Viđ sátum úti alla ferđina enda yndislegt veđur.  Viđ Örninnskođuđum nokkrar eyjar, sumar međ fallegu stuđlabergi og allar međ iđandi fuglalífi.  Viđ sáum lunda, skarfa, teistur, ritur og fýla en hápunkturinn var ţegar viđ sáum haförn međ einn unga á einni eyjunni.  Ekkert smá flottur LoL   Steingrímur skemmti sér konunglega og hló glađlega stóran hluta Flottir stuđlabergsklettarferđarinnar.  Svo var hent út litlum plógi og dreginn upp slatti af hörpudisk og ígulkerjum.  Ég hakkađi í mig hráan hörpudisk en Kristín vinkona sagđi pass, hehe.  Ég fór í svona ferđ fyrir 7 árum, sú ferđ var líka frábćr en veđriđ var enn betra núna.  Grímsey Viđ brunuđum svo aftur í bćinn, sćl eftir frábćran dag.  Lítill Steingrímur steinsofnađi um leiđ og ég lagđi hann á koddann!  Hér eru nokkrar myndir frá deginum

Spennandi helgi framundan

Steingrímur litli verđur hjá mér um helgina og viđ ákváđum ađ skella okkur í siglingu um Breiđafjörđinn á morgun.  Kristín Anna vinkona fer međ og tveir af krökkunum hennar, Hilda verđur líka međ okkur Steingrími.  Svo er ég ađ hugsa um ađ fara upp í Heiđmörk á sunnudaginn, fer eftir veđri og vindum.  Verđur örugglega stuđ og ég lofa ađ pósta myndir frá helginni hér :)  Hér til vinstri er tengill inn á síđuna hans Steingríms en ţar mun ég birta fleiri myndir.

Viđ Ólöf í eftirliti

Ólöf og ég í eftirlit :)

Ekki dauđ!

Bloggleti hefur hrjáđ mig undanfariđ, ţýđir samt ekki ađ ég sé dauđ og grafin Smile   Lofa nýjum fćrslum međ myndum fljótlega.  Ţangađ til.. bless!

Í lystigarđinum á Akureyri

StjúpaEitthvađ blátt blóm :)

 

 

 

 

 

 

Blá bjöllublómCool appelsínugult blóm

 

 

 

 

 

 

Sćti ÓliNinnakrútt


Útilega í Fossatúni

Hoppađ og skoppađ á trampólíniÁ laugardaginn skellti ég mér í útilegu í Fossatún rétt viđ Hvanneyri, ásamt nokkrum vinkvensum og börnunum ţeirra.  Sonja vinkona kippti líka karlinum sínum međ Smile   Ég fór međ Sif og stelpunum hennar og fékk ađ gista í fína Gaman ađ pakka saman :)nýja tjaldvagninum ţeirra.  Gunna, Harpa, Sonja og Alla voru ţarna međ okkur.  Veđriđ var fínt og stemningin góđ.  Viđ Sif lentum ađeins í basli međ einnota grilliđ en ţađ var ekkert sem smá kveikilögur gat ekki lagađ.  Krakkarnir léku sér hćstánćgđ á leiksvćđinu, ţar var kastali og mörg lítil trampólín, einnig stórt minigolf svćđi.  Mikiđ var borđađ af grillmat, snakki og stöku bjór slátrađ í leiđinni.  Frábćr ferđ, ekki spurning ađ skella sér aftur sem fyrst.

Dásamleg ferđ um Norđurland

Hilda á ÓlafsfirđiFyrir rúmri viku skellti ég mér til Ólafsfjarđar međ Hildu, Svanhildi systur, Ragnari manninum hennar og sćtustu frćndum í heimi, ţeim Óla og Steinari.  Viđ gistum í gömlu Hilda og strákarnir í lystigarđinumhúsi rétt fyrir utan bćinn, sem stóđ í hlíđ fyrir ofan Ólafsfjarđarvatniđ.  Frábćrt útsýni, dásamlega fallegt á kvöldin ađ horfa út ađ ţorpinu ţegar sólin var ađ setjast, fjöllin spegluđust í vatninu og skýin loguđu í mismunandi litum.  Eigandi hússins er greinilega nokkuđ sérvitur, í ţví var dágott safn af gömlum ţvottavélum, eldavélum, hrađsuđukötlum, hrćrivélum og vogum.  Ţađ ađ safna gömlum heimilistćkjum er ansi sérstakt Á Siglufirđiáhugamál!  María vinkona býr á Ólafsfirđi og bauđ hún okkur í kaffi einn daginn, okkur til gleđi og ánćgju.  Strákunum fannst ekki leiđinlegt ađ hitta Björn son hennar sem er á sama aldri.  Viđ ferđuđumst um svćđiđ vítt og breitt.  Auđvitađ var fariđ inn á Akureyri, borđađur Brynjuís og fariđ í lystigarđinn.  Svo fórum viđ inn á Siglufjörđ og skođuđum Síldarminjasafniđ.  Ţađ var afar áhugavert, sjá Gamla kaupfélagiđ á Hofsósigömlu tćkin, fatnađinn og ađbúnađ verkafólksins.  Ţađ var ótrúlegt ađ sjá gamlar ljósmyndir ţar sem himinháar tunnustćđur ţöktu hverja bryggju!  Nćst var haldiđ á Hofsós og ţar skođuđum viđ Vesturfarasetriđ.  Ţađ var mjög áhugavert ađ sjá sögu fólksins, myndir af nýja lífinu í Ameríku og sjá gömul sendibréf.  Sama dag Í Hríseyjarkirkjufórum viđ til Dalvíkur og ţar fóru allir í sund nema viđ systur, sem rúntuđu um bćinn og borđuđum ís í stađinn :)  Síđasta daginn okkar fórum viđ til Árskógssands og sigldum ţađan út í Hrísey.  Ţar snćddum viđ á veitingahúsinu Brekku, töltum um ţorpiđ, skođuđum Kvöld á Ólafsfirđikirkjuna og hittum ógrynni af stelkum og jađrakönum í móunum fyrir ofan ţorpiđ.  Á heimleiđinni sáum viđ Hilda branduglu viđ Dalvík, gaman ađ sjá svona sjaldséđan fugl Smile Síđasta daginn, föstudag, var svo brunađ í bćinn.  Frábćr ferđ í alla stađi enda fallegt á Norđurlandi.


Um daginn í Grasagarđinum :)

Eftir ađ hafa hitt Dalai Lama um daginn skruppum viđ Steingrímur í Grasagarđinn og hittum Hildu, pabba hennar og brćđur.  Raggi var međ myndavélina sína fínu og smellti m.a. af nokkrum myndum af mér og Steingrími.  Ţađ var glimrandi veđur ţennan dag og dásamlegt ađ vera ţarna á röltinu.  Birti hér nokkrar af myndunum hans Ragga :)

Viđ á röltinuSnúlli

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţungt hugsi :)Tölt yfir brúnna einn


Svalarćktin

Hér eru myndir af rabbabaranum og rhododendron plöntunni minni á svölunum.  Ţetta dafnar vel!

Rhododendron plantanRabbabarinn


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband