Dekurkanínan :)

Útflattur hjá HilduSætastur


Ísland í erlendum fjölmiðlum

landsbanki_1006784cAldrei hefur Ísland fengið eins mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum og núna.  Amk. hef ég aldrei upplifað annað eins.  Ekki var hægt að kíkja á bresku blöðin í síðustu viku án þess að sjá íslenska fánann,  Landsbankaskiltið eða Kaupþingsmerkið.  Ekstra Bladet danska sló þessu upp í grín og hóf söfnun fyrir bágstadda þjóð.  Um allan heim eru að birtast viðtöl og greinar um ástandið.  Tónninn er misvinalegur eftir löndum - sumstaðar eins og í Bretlandi ríkir reiði í garð þjóðarinnar sem er ansi ósanngjarnt.  Svíar skrifa um að matarskortur geti komið upp eftir fimm vikur og að þjóðin gæti orðið í áratugi að koma sér upp úr lægðinni.  Síðast Cartoon_412554anúna áðan rak ég augun í grein í kanadísku vefblaði.  Þar er talað við nokkra unga íslendinga um ástandið í fjármálum þjóðarinnar.  Athygli mína vakti fyrsta sagan, um unga stúlku sem átti að hafa verið að leigja með kærastanum og þau áttu tvo bíla, nú átti hún að vera flutt til mömmu sinnar, vinna þrjú störf en eiga samt ekki fyrir skuldunum. Hmmm halló, voðalega hrundi fjárhagur hennar snöggt?  Kannski aðeins ýktar sögur... Fréttina getið þið séð hér.  Ég skemmti mér aðeins yfir því að lesa umfjöllunina um myntkörfulánin, þar sem þeir greinilega spurðu þeir einhvern íslendinginn hvað þau væru kölluð á íslensku.  Eitthvað skolaðist það nú til: "The loans, called “MyntkJorfulDan” or “breadbasket” loans, were immensely popular because of their low interest rates compared to loans based on the then strong krona".  Eitt er víst, ég er fegin að ég er ekki með MyntkJorfulDan, þá væri ég í djúpum skít núna.  Okkur vantar eiginlega gott eldgos til að komast í heimsfréttirnar út af einhverju öðru en fjármálakreppu.  Koma svo Katla !

Nóg að gera í þessari viku !

Ég er búin að vera önnum kafin þessa viku.  Á mánudagskvöldið skellti ég mér á spilakvöld með þeim Helgu og Magneu.  Að venju skemmtum við okkur konunglega og spiluðum Bohnanza, nýja uppáhaldsspilið Wink   Ekki spillti fyrir að fá svo tækifæri til að knúsa litla Bjarna Jóhann, sem reyndar horfði frekar tortrygginn á þessar æstu dömur sem vildu endalaust hnoðast með hann Smile   Helga mamma fylgdist vel með, enda veit hún að ég væri vís til að stinga af með ungann ef ég fengi tækifæri til.  Verst að hún veit hvar ég á heima...  Á þriðjudag og miðvikudag var svo hinn árlegi haustfundur heilbrigðiseftirlitsins og Umhverfisstofnunar, núna bættist reyndar Matvælastofnun og svo ráðuneytin tvö sem fara með þessi mál með í hópinn.  Þetta var velheppnaður fundur og eftir fyrri daginn var skemmtilegt teiti með léttum veitingum.  Í dag var svo haustferð Umhverfis- og samgöngusviðs.  Við fórum út á Reykjanes og stoppuðum fyrst við brúnna milli heimsálfanna.  Þar löbbuðum við á milli plötuskilana, voða gaman að ferðast svona ódýrt milli Ameríku og Evrópu Tounge   Boðið var upp á snarl og bjór í rokinu.  Næst stoppuðum við í orkuverinu Jörð þar sem við skoðuðum skemmtilega sýningu um orku, sólkerfið og umhverfisáhrif.  Síðan var keyrt að sjónum við Reykjanesvita og horft á stórkostlegt brimið skella á ströndinni.  Við borðuðum ljúffengan kvöldverð í Salthúsinu í Grindavík og keyrðum heim um kl. 21.  Allir voru sælir og glaðir enda frábær stemning í ferðinni.  Á morgun kemur lítill Steingrímur og mun dvelja um helgina og bræðurnir Óli og Steinar munu einnig koma í stutta pössun.  Þrír gaurar til að knúsa !  Fullkominn endir á góðri viku LoL

Steingrímur Páll fimm ára í dag :)

Til hamingju með afmælið Steingrímur !!!! InLove   Í dag er litli snáðinn orðinn fimm ára !  Hvað tíminn líður hratt.  Finnst það hafa verið kannski fyrir ári síðan sem ég kom heim úr ráðstefnuferð til Bandaríkjanna og sá hann fyrst fjögurra daga gamlan.  Nú er þetta orðinn stór og stæðilegur drengur.  Á sunnudaginn var haldið upp á afmælið en stjarna dagsins þjáðist af magapínu og þurfti að skreppa upp á spítala í skoðun.  Til allrar lukku löguðust verkirnir eftir skamman blund og vonandi láta þeir ekki á sér kræla aftur.  Músin verður hjá mér næstu helgi og aldrei að vita nema það verði sérstakt góðgæti á borðum í tilefni afmælisins Wink  Afmælisprins

Kjósið rétt í USA!

Hehe, þetta myndband er um rétta kandídatinn fyrir forseta Bandaríkjanna LoL  Þetta er virkilega gott val: sjá hér.

Lukkuköttur :D

Birti hér með mynd af Maneki Neko, ketti sem á að færa lukku og jafnvel draga að peninga.  Endilega afritið þið myndina og komið honum fyrir hjá ykkur til að fá lukkuna streymandi að.  Manni veitir ekkert af því á þessum síðustu og verstu tímum LoL

kisi


Loftslagsbreytingar hvað ha :D

hotnewsjk2

Þjófur í Réttó!

Aumingja Hildan mín lenti í því á föstudaginn að Ipodinum hennar og símanum var stolið úr töskunni hennar í skólanum.  Því miður grunar mann að um annan nemanda sé að ræða.  Sorglegt að hugsa til þess að einhver skuli vera til í að gera krakkaræflinum þetta Angry   Hún vann sér inn fyrir þessum hlutum sjálf.  Við erum ekkert sérlega heppnar mæðgur,  veskinu mínu stolið í vinnunni í síðasta mánuði og hún lendir í þessu.  Vona að þessari óheppni ljúki núna !

Steingrímur byrjar í nýju aksturþjónustunni á mánudaginn

Steingrímur byrjar í nýju akstursþjónustunni á mánudaginn.  Foreldrum hans líst bara vel á það sem þau eru búin að heyra frá þeim.  Það er annars frekar leiðinlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en málið fór í fjölmiðla sem lausnin fannst.  Hefði verið betra að það hefði gerst fyrir fleiri mánuðum !  En nú er bara að horfa bjartsýnn fram á veg.


Snjór ?? Ertu ekki að kidda mig?

Ég trúði ekki mínum eigin augum í gærkvöldi.  Jörð orðin alhvít 2. október !! Ég rak líka upp stór augu í morgun þegar ég sá það magn af snjó sem huldi bílinn minn.  Það tók eilífðartíma að skafa hann þar sem að snjórinn var harðfrosinn á rúðunum.  Ég náði ekki einu sinni að losa aðra rúðuþurrkuna.  Til allrar lukku er stutt í vinnuna, því það var ansi hált.  Mesta hættan reyndist vera brekkan niður í bílageymsluna sem var ekki söltuð og því flughál.  Bíllinn sem fór á undan mér niður dansaði fram og til baka en ég komst niður tiltölulega vandræðalaust.  Uss uss uss!  Alltaf kemur veturinn manni jafnmikið á óvart.  Upp með húfuna og vettlingana, halló síðu nærbuxur Smile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband