Nóg að gera í þessari viku !

Ég er búin að vera önnum kafin þessa viku.  Á mánudagskvöldið skellti ég mér á spilakvöld með þeim Helgu og Magneu.  Að venju skemmtum við okkur konunglega og spiluðum Bohnanza, nýja uppáhaldsspilið Wink   Ekki spillti fyrir að fá svo tækifæri til að knúsa litla Bjarna Jóhann, sem reyndar horfði frekar tortrygginn á þessar æstu dömur sem vildu endalaust hnoðast með hann Smile   Helga mamma fylgdist vel með, enda veit hún að ég væri vís til að stinga af með ungann ef ég fengi tækifæri til.  Verst að hún veit hvar ég á heima...  Á þriðjudag og miðvikudag var svo hinn árlegi haustfundur heilbrigðiseftirlitsins og Umhverfisstofnunar, núna bættist reyndar Matvælastofnun og svo ráðuneytin tvö sem fara með þessi mál með í hópinn.  Þetta var velheppnaður fundur og eftir fyrri daginn var skemmtilegt teiti með léttum veitingum.  Í dag var svo haustferð Umhverfis- og samgöngusviðs.  Við fórum út á Reykjanes og stoppuðum fyrst við brúnna milli heimsálfanna.  Þar löbbuðum við á milli plötuskilana, voða gaman að ferðast svona ódýrt milli Ameríku og Evrópu Tounge   Boðið var upp á snarl og bjór í rokinu.  Næst stoppuðum við í orkuverinu Jörð þar sem við skoðuðum skemmtilega sýningu um orku, sólkerfið og umhverfisáhrif.  Síðan var keyrt að sjónum við Reykjanesvita og horft á stórkostlegt brimið skella á ströndinni.  Við borðuðum ljúffengan kvöldverð í Salthúsinu í Grindavík og keyrðum heim um kl. 21.  Allir voru sælir og glaðir enda frábær stemning í ferðinni.  Á morgun kemur lítill Steingrímur og mun dvelja um helgina og bræðurnir Óli og Steinar munu einnig koma í stutta pössun.  Þrír gaurar til að knúsa !  Fullkominn endir á góðri viku LoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband